Leita í fréttum mbl.is

Hlaðið í Hrun

Fyrirlestur Ásgeirs Jónssonar um fjórföldun peningamagns í umferð á 4 árum fyrir hrun er mjö athyglisverður. Þar kemur m.a. fram að hér á landi var beitt sömu aðferðum af hálfu Seðlabanka Íslands og annarsstaðar í okkar heimshluta. Bindisskylda var lækkuð og veðreglur Seðlabankans rýmkaðar (svokölluð ástarbréf) Við það m.a. jókst peningamagn í umferð og við erum enn að glíma við þann vanda að fjármálakerfið er fullt af peningum. 

Fram kom að það séu mistök að greiða jafn háa vexti og gert er af jöklabréfainnistæðum og fjármálakerfið verði að minnka þar sem það sé allt of stórt. Þá telur hann það hafa verið önnur mistök að láta bankana í hendur erlendum kröfuhöfum eins og ríkisstjórn Jóhönnu gerði. Raunar lýsti þessi fyrirlestur vel þeim 4 árum kyrrstöðu í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Umfjöllun um verðtrygginguna og áhrif hennar í hagkerfinu var athyglisverð. Þannig telur Ásgeir að nauðsynlegt sé að fjármálalífið færi sig úr verðtryggingu verði tekið upp fljótandi gengi og ég gat ekki skilið hann með öðrum hætti en sú aðgerð væri raunar líka nauðsynleg til að hægt yrði að aflétta gjaldeyrishömlum.

Ásgeir sagði það hafaverið mistök að taka ekki verðtrygginguna úr sambandi við hrun. Ég var eini talsmaður þess á sínum tíma því miður. Ég krafðist þess að sett yrðu önnur neyðarlög sem mundu afnema verðtrygginguna eða alla vega taka hana úr sambandi. Það lá svo ljóst fyrir að það yrði að gerast að mínu mati, en Jóhanna Sigurðardóttir og Gylfi Arnbjörnsson ásamt hagsmunaaðilum fjármálakerfisins og hinum þögla meiri hluta Alþingis komu í veg fyrir þá nauðsynlegu aðgerð.

Nú sjá fleiri og fleiri að það var fráleitt að láta verðtrygginguna æða áfram þegar fyrirsjáanlegt var að laun mundu lækka, verð fasteigna mundi lækka, skattar hækka og verðbólgan æða áfram vegna gengishruns og annarra afleiðinga fjármálakreppu.  Vegna þess að ekki var farið að tillögum mínum hafa skuldir heimilanna aukist um 400 milljarða. Það er raunar sá samdráttur peningakerfisins, sem Ásgeir telur nauðsynlegan. Þeir peningar eru gervipeningar og best að horfast í augu við það strax og skila ránsfengnum þannig að það sé lífvænlegt í landinu. Þessar skuldir eru hvort eð er að mestu leyti bara til á pappír það er engin innistæða fyrir þeim og einungis lítill hluti verður greiddur.

Vandamál niðurfærslu og afnám verðtryggingar væru ekki fyrir hendi hefði verið brugðist við strax við bankahrunið eins og ég lagði til, en því miður er þetta allt saman flóknara í dag. En ekki óleysanlegt. Þeir sem nú mæla á móti eðlilegum skuldalækkunum og afnámi verðtryggingar á neytendalánum ættu að minnast þess sem skáldið Leo Tolstoy sagði forðum.

"Það þjóðfélag sem gætir ekki réttlætis fær ekki staðist."´

Óbreytt peningamálastefna með verðtrygginguna áfram að leiðarljósi hleður hratt og örugglega í nýtt Hrun. Það Hrun verður allt annars eðlis og mun alvarlegra fyrir íslenskt þjóðfélag en bankahrunið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 222
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4438
  • Frá upphafi: 2450136

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband