Leita í fréttum mbl.is

Sóknarnefnd og sóknarprestur Laugarneskirkju sjá ljósið.

Sóknarnefnd og sóknarprestur Laugarneskirkju sjá sérstaka ástæðu til að álykta gegn aðkomu þjóðkirkjunnar að komu Franklin Graham til landsins vegna afstöðu hans til samkynhneigðar. Sagt er frá því að umræður á fundinum hafi verið ítarlegar.

Sóknarpresturinn í Laugarneskirkju hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hann varð sér til skammar með hrópum og skrílslátum í héraðsdómi Reykjavíkur auk þess sem hann krafðist að sr. Geir Waage yrði vikið úr embætti vegna skoðana sr. Geirs. Þá lýsti sr. Bjarni yfir þeirri girnd sinni að berja þáverandi lögmann en núverandi alþingismann Brynjar Níelsson vegna þess að hann var honum ósammála.   Ekki er vitað til að sóknarnefnd Laugarneskirkju hafi þótt þessi atlaga sr. Bjarna að tjáningarfrelsinu og girnd til að brjóta hegningarlögin vera fundar eða ályktunar hvað þá ítarlegrar umræðu virði.

Afstaða Franklin Graham til samkynhneigðra raskar hins vegar ró og makindum sr. Bjarna og sóknarnefndar hans.

Mér er nær að halda að sóknarnefnd Laugarneskirkju og presturinn viti harla lítið um Franklin Graham.

Ég er ósammála Franklin Graham í veigamiklum málum. Afstaða hans til samkynhneigðar vegur þar ekki þyngst. Franklin Graham studdi innrás Bandaríkjanna í Írak. Hann hefur vegið að Obama forseta vegna trúarskoðana þó hann hafi beðið hann afsökunar síðar. Hann hefur haldið fram dæmalausum hlutum um ýmis önnur trúarbrögð auk ýmissa rangfærslna og margs annars sem ég er andvígur trúfræðilega. Þá hefur hann oftar en einu sinni eins og sr. Bjarni snúist eins og pólitískur vindhani.

 Þrátt fyrir það tel ég eðlilegt að Franklin þessi fái að tjá skoðanir sínar og þjóðkirkjan beri sig ekki að vingulshætti með að segja sig frá þáttöku í þessari vonar uppákomu. Sjálfur ætla ég að hlusta á Franklin Graham ef ég á þess kost þó ég sé honum ósammála í veigamiklum atriðum.

Sóknarnefndin í Laugarneskirkju ætti að muna eftir orðum sem  franska skáldinu og heimspekingnum  Voltaire eru eignuð: " Ég fyrirlít skoðanir þínar, en ég er tilbúinn að fórna lífi mínu til að þú fáir að halda þeim fram."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér áður fyrr ríkti ákveðinn trúarlegur rétttrúnaður þar sem ýmsir minnihlutahópar lentu utangarðs.

Nú hefur dæmið snúist við og utangarðshóparnir orðnir háværir og valdamiklir í samfélaginu. 

Og þeir hópar boða pólítískan rétttrúnað sem er að verða til þess að þeir trúuðu eru að lenda utangarðs.

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 23:09

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisvert þetta, nafni, sem þú rifjar hér upp um orð og athafnir séra Bjarna Karlssonar. Hann féll reyndar í tízkuvilluna, þvert gegn boðum Heilagar Ritningar, og eru þeir prestar aumkunarverðir, sem taka ekki mark á Kristi og postulum hans, en gera jafnvel gys að þeim og snúa við helgisiðum Guðs almáttugs. Þvílík ofdirfska! Þvílík vanhugsun!

Jón Valur Jensson, 15.8.2013 kl. 00:37

3 identicon

Sæll Jón.

Þakka þér fyrir þessa ágætu grein.
Eg er henni sammála að öllu leyti.

Þó skyggir þar eitt á en það er skoðun þessa ræðumanns
um lækningar við samkynhneigð og svonefnd "afhommun".

Ég get með engu móti fallist á að það sé réttlætanlegt
að maður fái haldið ræðu og þing sé haldið t.d. um hvítan
húðlit minn sem ég fæ alls engu ráðið um.
Engin deilir um að samkynhneigð finnst alls staðar í
dýraríkinu. Er einhver sérstök ástæða til að að þessi maður
fái veiðileyfi á hóp manna sem engu fær ráðið um hlutina.
Er hugsanlegt að um brot á lögum sé að ræða með því
að taka slíku sem sjálfsögðum hlut og samþykkja það?

Húsari. (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 10:52

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er stundum vandlifað Ólafur einkum þegar háværir eins máls minni hlutahópar eiga í hlut. En þeir sem fyrir utan þá standa verða að muna þá skyldu að standa vörð um mannréttindi bæði minni hluta hópanna sem og annarra.

Jón Magnússon, 15.8.2013 kl. 12:04

5 Smámynd: Jón Magnússon

Mér fannst furðulegt að þjóðkirkjan skyldi ekki hafa neitt við framferði sr. Bjarna að athuga á sínum tíma. Sr. Bjarni gekk svo langt að snupra þáverandi biskup og fleiri fyrir linkind í málum sr. Geirs Waage og að þeir rækju hann ekki úr starfi. Sr. Bjarni sýndi á þessum tíma eins og núna virðingarleysi fyrir tjáningarfrelsinu auk þess sem það var með ólíkindum þegar hann lýsti yfir þeirri girnd sinni að berja Brynjar Níelsson.

Jón Magnússon, 15.8.2013 kl. 12:06

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Húsari. Ég fæ ekki séð að Franklin þessi brjóti lög með þessum ummælum sínum. Auk þess finnst mér of langt gengið þegar tjáningarfrelsið er takmarkað eins og það er miðað við svokallað hatursákvæði gagnvart hópum o.fl í hegningarlögunum. Mannréttindi eru fyrir einstaklinga og það eru einstaklingar sem verða fyrir mannréttindabrotum. Hópurinn getur venjulga varið sig og réttindi sín. Sé það hins vegar ekki þannig að hópurinn geti varið sig þá getur verið rétt að beita þessu ákvæði annars ekki.

Jón Magnússon, 15.8.2013 kl. 12:09

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sr. Bjarni minnir um margt á ónefndan prest vestan lækjar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.8.2013 kl. 13:29

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er rétt að halda því til haga að enginn hefur svo ég viti til lagt til að BANNA Franklin Graham að koma til Íslands eða að tala hér. Það er einfaldlega ENGINN að tala um að takmarka málfrelsi hans, svo allt tal um slíkt fellur um sjálft sig.

En mjög margir eru MÓTFALLNIR því að ríkisstofnunin Þjóðkirkjan taki þátt í að auglýsa upp þennan mann og útvarpa fordómafullum skoðunum hans.

Svo annað dæmi sé búið til, þá er t.d. alveg leyfilegt að hafa og lýsa þeirri skoðun að konur ættu ekki að hafa kosningarétt. En það væri forkastanlegt ef ríkisstofnun byði hingað útlendum gesti með slíka skoðun sem helsta ræðumanni á stóran mannfögnuð.

Svo er það RANGT að segja að Bjarni Karlsson hafi viljað víkja Geir Waage úr embætti vegna "skoðana" þess síðarnefnda, heldur vegna grundvallarágreinings á milli þeirra hvernig prestar ættu að taka á ákveðnum alvarlegum málum í sínu starfi. Biskup var í þeim efnum alveg sammála Bjarna, þ.e. hvernig taka ætti á því.

(Ef prestur lýsir því yfir t.d.að hann neiti að skíra stúlkubörn, þá er slík yfirlýsing annað og meira en "skoðun" heldur yfirlýsing um að hann ætli ekki að sinna starf sínu.)

Skeggi Skaftason, 15.8.2013 kl. 14:56

9 Smámynd: Már Elíson

"...Hann féll reyndar í tízkuvilluna, þvert gegn boðum Heilagar Ritningar, og eru þeir prestar aumkunarverðir, sem taka ekki mark á Kristi og postulum hans, en gera jafnvel gys að þeim og snúa við helgisiðum Guðs almáttugs....

Segir hinn alvitri en blindi JVJ

Heyrðu væni, þetta er nú bara markaðsrit og óþarfi að fara á límingum þó einhver segi satt.

Már Elíson, 15.8.2013 kl. 15:54

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Magnússon: Viltu sem sagt afnema hatursákvæðið, en (ef ég man rétt) ekki afnema guðlastsákvæðið?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2013 kl. 16:03

11 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég hver það er Heimir.

Jón Magnússon, 15.8.2013 kl. 17:00

12 Smámynd: Jón Magnússon

Allöng er þessi ræða Skeggi. Eins og málið hefur verið sett fram þá er það andstaða við að Franklin Graham tali. Það er einnig andstaða gegn því að þjóðkirkjan standi að málinu. Þá hafa aðilar sagst hafa tekið miða en ætla ekki að mæta. Semsagt koma í veg fyrir að fólk sem vill hlusta geti það.

Væri Imami frá Saudi Arabíu sem er á móti kosningarétti kvenna ræðumaður á fundi um Islam þá fyndist mér fengur í að hlusta á hann og hvernig hann færði rök fyrir sínu máli og hefði ekkert við það að athuga að fjölmenningarsetrið eða hvað það nú heitir stæði að komu hans til landsins.

Varðanid sr.Geir Waage þá var ágreiningurinn um inntak trúnaðarskyldu presta við skjólstæðinga sína. Í framhaldi af skrifum sr. Bjarna mátti sr. Geir og ég sjálfur eftir að hafa tekið upp þykkjuna fyrir sr. Geir sitja undir brigslyrðum um allskyns efni m.a. að samsama okkur með barnaníðingum. Allt var það gjörsamlega fráleitt. Það kom síðan fram skömmu síðar í sambandi við mál Ólafs Skúlasonar biskups, að sr. Geir Waage hafði heldur betur staðið sig sem samviska kirkjunnar þegar á reyndi. Sr. Geir var í fararbroddi þeirra presta sem vildu að mál yrðu ekki þögguð niður innan kirkjunar. Hvar skyldi sr. Bjarni hafa verið þá?

Jón Magnússon, 15.8.2013 kl. 17:10

13 Smámynd: Jón Magnússon

Það á engin að fara úr límingunum ef sannleikurinn er færður fram Már. Sérstaklega ekki kristið fólk. Minni á það sem Jesús sagði við Pontíus Pílatus að hann hefði verið í heiminn borinn til að bera sannleikanum vitni.

Jón Magnússon, 15.8.2013 kl. 17:11

14 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vil ekki afnema hatursákvæðið heldur breyta því og gera það einstaklingsmiðað. Þú ert að rugla saman þegar ég var að tala um Pussy Riot og benda á að við værum líka með í hegningarlögum eins og Rússar refsilagaákvæði varðandi guðlast.

Jón Magnússon, 15.8.2013 kl. 17:14

15 identicon

Þessi orð Biblíunnar lýsa að mér finnst Þjóðkirkjunni okkar vel :

 
Ég þekki verkin þín,þú ert hvorki kaldur né heitur. Betur að þú værir annaðhvort kaldur eða heitur.
En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur kaldur mun ég skyrpa þér út af munni mínum. Opb. 3,14-17. Framhaldið á líka vel um margan Íslendinginn í dag. 17-22.

Sveinn (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 19:05

16 Smámynd: Einar Karl

Jón Magnússon heur lýst því yfir að hann vilji viðhalda í lögum banni við guðlasti. Sjá umræðuhala við pistil hans frá 22.8.2012.

Ég spurði þá:

Finnst þér að sú íslenska lagagrein sem þú vitnar til, "sem mælir fyrir um refsingu allt að 3. mánaða fangelsi þeirra sem opinberlega draga dár að eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags"

eigi fullan rétt á sér?

og Jón svarar:

Já Einar það finnst mér.

Einar Karl, 15.8.2013 kl. 20:00

17 identicon

Sæll Jón

Nei, þú vilt ekki afnema þessi hatursákvæði, en þú vilt kannski að menn verði dæmdir sekir fyrir það eitt að lesa upp úr ritningunni samanber: A homosexual can claim emotional damage from hearing Scripture that describes his lifestyle as an abomination og "Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn, né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar, né kynvillingar, þjófar, né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa."(1.Kor.6:9 -11) ???  Sjá einnig (Bible Verses About Homosexuality)
Þú vilt kannski líka styðja hér Zíonista ADL og fleiri í því að gera Nýja Testamentið að hatursriti og allt fyrir þá hjá ADL svo og fyrir Homma og Lespíur? 

U.S. STATE DEPARTMENT SAYS
NEW TESTAMENT IS “ANTI-SEMITIC”?

Making 'Hate Criminals' -
With No Law Broken

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 20:30

18 Smámynd: Jón Magnússon

Breytir ekki því sem ég var að segja Einar Karl að ég vil gera þetta ákvæði einstaklingsmiðað og það er minni þörf á vernd fyrir hópa, þjóðir og kynþætti en einstaklinga. Mér finnst að hegningarlagavernd þurfi að vera vegna þess að það er ekki hægt að samþykkja að farið sé yfir öll mörk. En það stendur sem ég svaraði áðan.

Jón Magnússon, 15.8.2013 kl. 21:13

19 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit ekki hvar þú finnur þetta Þorsteinn en ég svara  ekki fyrir Bandaríkjastjórn eða einstakar stofnanir þess ríkis.

Jón Magnússon, 15.8.2013 kl. 21:14

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gervi-Skeggur mepð Brahms-myndina, athugaðu, að það er Bjarni Karlsson sem hefur SKOÐUN í þessum samkynhneigðramálum, en séra Geir Waage hefur TRÚNA, sem reyndar samrýmist betur vísindalegri þekkingu í þessum málum heldur en trúarafneitun Bjarna.

Jón Valur Jensson, 16.8.2013 kl. 05:44

22 identicon

"ANTI-HATE LAWS WILL MAKE YOU A CRIMINAL.

In 2004, eleven Christians were arrested and jailed in Philadelphia for the “hate crime” of peaceful evangelism at a gay pride parade. For the full story, visit www.truthtellers.org

Hate Laws End Free Speech.

In Canada,

A Christian was fined $6,000 for printing 3 Bible verses against homosexuality. A newspaper was fined $6,000 for accepting his ad.
 

A Christian printer was fined $5,000 for refusing to print stationery for homosexual activists. He was bankrupted after spending $175,000 contesting the charge.
 

A Christian was fined $35,000 for distributing “hate literature”--tracts critical of homosexuality.
 

Church school administrators were forced to hire a known homosexual, under threat of prison.
 

A pastor was told it’s a “hate crime” to hand out gospel tracts, punishable by prison.

In Australia,

Two Christians were indicted for criticizing Islam, another for criticizing Zionism.

In Britain,

Two political activists were indicted, facing 7 years in prison, for describing Islam as a “wicked faith.” A filmmaker was threatened with arrest for using the term “homosexual” rather than “gay.”

In Sweden,

A pastor faced prison for reading from the pulpit Scriptures critical of homosexuality.

In Holland,

It’s now a “hate crime” to criticize fornicators and adulterers.

In Germany,

A Catholic priest faces jail for the “hate crime” of publicly criticizing abortionists.

In Canada, Australia, and most of Europe, it’s now a “hate crime” to publicly criticize protected groups. Truth is not allowed as evidence in hate crimes trials. All that matters are the delicate feelings of members of federally protected groups. A homosexual can claim emotional damage from hearing Scripture that describes his lifestyle as an abomination. He can press charges against the pastor or broadcaster who merely reads the Bible in public."http://www.truthtellers.org/alerts/flyertext.html

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 09:46

23 Smámynd: Jón Magnússon

Þorsteinn þú dunar þér við þetta. En það var ekki beinlínis þessi atriði sem pistillinn fjallar um.

Jón Magnússon, 16.8.2013 kl. 12:53

24 identicon

Sæll aftur Jón

Þú segir hérna í athugasemd "Ég vil ekki afnema hatursákvæðið heldur breyta því og gera það einstaklingsmiðað." (#15.8.2013 kl. 17:14 ), en hvernig þá einstaklingsmiðað og er það þá skv. Zínista ADL  "Hate Laws" og/eða "Hate Crime Laws"?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 214
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4430
  • Frá upphafi: 2450128

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 4124
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband