Leita í fréttum mbl.is

Vondar eru nefndirnar.

Vondar eru nefndirnar þungt er þeirra hlass sagði Ægir Ó stórkaupmaður í ljóðinu "Brestir og brak" eftir Jónas Árnason. Þessi ljóðlína kom mér í hug þegar sagt var frá því í fréttum að ríkisstjórnin væri enn að vandræðast með að finna fólk í sérfræðinganefnd eða nefndir vegna afnáms verðtryggingar á neytendalánum og niðurfærslu verðtryggðra skulda.

Það er nokkuð sérstakt að það skuli vefjast fyrir ríkisstjórn að finna hæft fólk til að sitja í nefndum sem þessum og hvor ríkisstjórnarflokkur um sig hafi neitunarvald gagnvart tillögu hins ríkisstjórnarflokksins. Hætt er við að það taki þá nokkurn tíma að skipa í nefndirnar og ráðherrar geti þá dundað sér við að beita neitunarvaldi sínu eftir geðþótta ef þeim finnst þetta vera mikilvægt framlag til landsstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin hefur mótað ákveðna stefnu í málinu og samið um hana í stjórnarsáttmála. Nefndirnar eru því ekki ákvörðunaraðilar heldur til þess að útfæra tillögur ríkisstjórnarinnar og vinna nákvæmnisvinnuna og handavinnuna við að koma stefnunni frá orðum til athafna. Þess vegna er það sérstakt að skipan í nefndina eða nefndirnar skuli vera orðið að sérstökum samkvæmisleik ríkisstjórnarinnar.

Brýna nauðsyn bar til að skipa nefndir til afnáms verðtryggingar og niðurfærslu lána strax í kjölfar myndunar ríkisstjórnarinnar. Þar  sem það var ekki gert, þá er eins gott að þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben setjist niður í fyrramálið og afgreiði málið sín á milli á klukkutíma. Báðir flokkar eiga mikið af hæfileikafólki sem mundi leika sér af því að vinna þessa handavinnu fljótt og vel.

Þessi mál þola enga bið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Smá leiðrétting: "Slæmar eru nefndirnar..." er sungið í Delerium bubonis.

Ómar Ragnarsson, 15.8.2013 kl. 22:41

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ætla þeir nokkuð að afnema verðtrygginguna Jón? Ég er farinn að hallast að því að svo sé ekki, þeir gætu verið búnir að þessu ef vilji væri fyrir hendi. Því það er satt sem þú segir,það er nóg að hæfu fólki til þess að taka það að sér!!

Eyjólfur G Svavarsson, 16.8.2013 kl. 00:36

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er hárrétt Ómar það er ú Deleríum Búbónis þar sem stórkaupamðurinn og ráðherrann syngja saman um vandamál vegna nefndarfargans og afgreiðslutregðu á málum sem leiddi til þess að þeir hugleiddu að fresta jólunum.

Jón Magnússon, 16.8.2013 kl. 12:55

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég sé ekki hvernig hægt er að komast hjá því að afnema verðtrygginguna.

Jón Magnússon, 16.8.2013 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband