Leita í fréttum mbl.is

Öll rök til ađ stytta nám til stútentsprófs.

Illugi Gunnarsson menntamálaráđhera hefur ítrekađ sagt ađ hann muni beita sér fyrir ţví ađ stytta nám til stúdentsprófs og telur ađ öll rök standi til ţess.

Ţađ er forgangsverkefni ađ koma á ţeim breytingum í menntakerfinu ađ námsmenn útskrifist sem stúdentar á sama aldri og í nágrannalöndum okkar. Ţađ mundi ţýđa ađ fólk yrđi stúdentar 18 ára  í stađ 20 eins og nú er.

Hvergi á OECD svćđinu er fólk útskrifađ sem stútendtar jafngamlir og hér á landi og međalaldur háskólastúdenta er hér 28 ára en í Evrópu  23 ára.  Ţessar tölur sýna hvađ ţađ er mikilvćgt ađ ná fram ţessari breytingu sem menntamálaráđherra hefur gert ađ ákveđnu forgangsmáli. Vonandi gengur honum vel ađ koma ţessu máli áfram.

Ţađ hefur mikiđ ţjóđhagslegt gildi ađ ná fram styttingu ađfararnáms ađ stúdentsprófi um 2 ár. Kostnađur námsmanna verđur mun minni m.a. vegna ţess ađ stór hluti háskólastúdenta mundi ţá búa áfram í foreldrahúsum í upphafi námsins og fćstir mundu vera komnir međ fjölskyldu á ţeim tíma.  Stytting ađfararnámsins ţýđir ţví meiri heildarstyttingu náms fram ađ námslokum en 2 árum af ţví ađ ţađ er fćrra sem truflar og leiđir til brotthvarfs frá námi.

Ţađ hefur mikilvćga ţjóđhagslega ţýđingu ađ ná fram ţessu baráttumáli menntamálaráđherra auk ţess sem ţví fylgir mikill sparnađur fyrir ríkissjóđ til lengri tíma litiđ. Raunar ţarf ađ taka allt skólakerfiđ til endurskođunar og skođa međ hvađa hćtti mćtti kenna fólki međ áhrifaríkari og skemmtilegri hćtti en nú er gert. Möguleikarnir eru fyrir hendi vegna gjörbreytts margmiđlunarumhverfis, en skólanám hefur ekki tekiđ eđlilegum breytingum miđađ viđ ţá möguleika sem eru fyrir hendi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfređ K

Styđ ţađ ađ lćkka stúdentsaldurinn, en hvernig er best ađ gera ţađ, Jón?

Ráđherrann talar eingöngu um ađ stytta námiđ í framhaldsskólum, sem eru 4 ár, en minnist ekkert á grunnskólanámiđ, sem eru heil 10 ár. Enginn virđist hafa velt ţeim möguleika fyrir sér eđa spurt ráđherra út í hann heldur. Er ţađ bara ég sem finnst menn vera ađ byrja á öfugum enda hérna?

Svo mćtti líka athuga ţađ ađ láta börn byrja 5 ára í stađ 6 ára. Ţá er strax búiđ ađ lćkka stúdentsaldurinn niđur í 19 ára.

Annars var ég međ svipađa athugasemd um sama mál undir annarri fćrslu hjá síđuhöfundi fyrir nokkrum vikum en hún virđist hafa fariđ í ritskođun (var aldrei birt).

Alfređ K, 16.8.2013 kl. 21:00

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Margt mćlir ţú skynsamlegt ađ vanda Jón minn góđur Magnússon. En verđur ekki ađ byrja ţar sem vandinn á upptök sín? Ţađ er í grunnskólanum. Blöndun í bekkji í stađ ţess ađ hafa A, B og C bekki eftir námsárangri tefur fyrir framleiđslu góđs efniviđar til framhaldsnáms. Ţađ eru fćstir grunnskolanema sem kunna margföldunartöfluna í síđasta bekk. Ţessir nemendur eru ekki í stakk búnir ađ lćra algebru eđa stćrđfrćđi í framhaldsskóla. Bekkjablöndunin leiđir til ţess ađ námiđ gegur í hćgagír og öllum leiđist í skólanum. Illugi á ađ byrja ţarna ef meiningin er ekki ađ ţynna út stúdentsprófiđ.

Halldór Jónsson, 18.8.2013 kl. 16:05

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ţađ ţarf ađ taka allt skólakerfiđ til endurskođunar og viđurkenna ađ viđ erum í fallsćti međal OECD ríkjanna međ hćsta aldur til stútentsprófs, elstu háskólanemana, mesta brotthvarfiđ úr framhaldsnámi. Síđan erum viđ međ slaka útkomu á samanburđarprófum milli landa. Af hverju er ţađ ţessari ţjóđ ofviđa ađ viđurkenna stađreyndir og breyta til bóta fyrir nútímann og komandi kynslóđir?

Jón Magnússon, 19.8.2013 kl. 20:46

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ţví miđur er ţetta allt of rétt hjá ţér Halldór. Ţađ má hvergi viđurkenna lengur ađ einhver skari fram úr. Ţađ skiptir máli ađ skipta fólki í námseiningar eftir getu ţá lćra allir mest. Ég átti ţess kost ađ vera kennari í allmörg ár og man vel hvađ ţađ var vont ađ vera međ bekki ţar sem mikill munur var á nemendum eftir getu.

En ţetta er ekki bara svona í skólunum Halldór. Í íţróttum ţurfa allir ađ vinna og fá medalíu og bikar ekki bara ţeir sem sigra. Ţau liđ eru talin til fyrirmyndar sem tapa leikjum sínum vegna ţess ađ ţau settu óhćfa leikmenn inn á.  Ég ćtla ekki ađ segja hvađ mér finnst um ţetta Halldór ţví ţá kallađi ég á mig enn meiri ásókn en ţú gerđir ţegar ţú lýstir ţví yfir ađ ţú vildir ekki sjá samkynhneigđa karla kyssast á almannafćri.

Jón Magnússon, 19.8.2013 kl. 20:51

5 Smámynd: Alfređ K

Jú, ţađ verđur kannski ađ segjast ađ viđ erum svolítiđ slök á heildina og í alţjóđlegum samanburđi, viđ höfum samt fullt af hćfileikaríku og gáfuđu ungu fólki, sem viđ gćtum menntađ svo miklu betur, en til ţess ţyrfti fleiri góđa kennara og til ţess ţyrftum viđ ađ kunna ađ meta starf ţessarar mikilvćgu stéttar betur en viđ gerum og höfum gert til ţessa.

Ég veit t.d. ađ í tveimur löndum sem búa yfir engum sérstökum náttúrauđlindum, en eru á samt á međal ríkustu landa í heimi, er kennarastarfiđ mikils metiđ og miklar kröfur gerđar til ţeirra sem ćtla sér ađ taka ađ sér kenna börnum og ungmennum, hvort heldur í barnaskóla eđa framhaldsskóla, ađ sama skapi eru laun ţessara kennara líka há eđa međ ţeim hćrri sem gengur og gerist almennt á Vesturlöndum, ţetta eru löndin Danmörk og Sviss.

Tek undir međ Halldóri síđan ađ hér á landi mćtti hlúa betur ađ raungreinunum, ţetta eru jú greinar sem skipta hvađ mestu máli upp á atvinnuvegi framtíđarinnar og samkeppnishćfni viđ ađrar ţjóđir, og gera ţađ strax í grunnskóla, ţađ til dćmis ađ margföldunartaflan sé ekki lengur skyldukunnátta í grunnskóla er algjör SKANDALL, í 6. bekk var okkur gert ađ lćra hana (upp ađ 10) og í 7. bekk var kunnáttan síđan stađfest međ upprifjun og hrađaprófi (30 spurningar á blađi, minnir mig, á innan viđ 10 mín. og engar vilur leyfđar, annars var prófiđ tekiđ aftur).

Alfređ K, 19.8.2013 kl. 22:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 123
  • Sl. sólarhring: 204
  • Sl. viku: 3771
  • Frá upphafi: 2559078

Annađ

  • Innlit í dag: 112
  • Innlit sl. viku: 3516
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 110

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband