Leita í fréttum mbl.is

Sprengjur eða friðarsamningar og umbætur

Obama fer nú um lönd og álfur og reynir að fá ríki til fylgis við sprengjuárásir Bandaríkjanna á Sýrland. Sýrland þarf ekki fleiri sprengjur heldur frið og umbætur. Vesturlandabúar hafa mislesið hið svokallaða arabíska vor hrapalega. Arabíska vorið snérist ekki um lýðræði heldur brauð og lífskjör.

Uppreisnir og stríð snúast sjaldnast um grundvallaratriði í trúfræði, pólitík eða heimspeki. Efnahagsleg atriði eru venjulega það sem skiptir mestu. Stundum er það auglóst eins og þegar nasistar komust til valda vegna óðaverðbólgu, vonleysis og hungurs í Weimar lýðveldinu sem og franska byltingin.

Sömu ástæður eru að baki Arabíska vorinu. Efnahagslíf ríkja á þessu svæði er undantekningarlítið í miklum erfiðleikum. Fámenn valdaklíka arðrænir almenning og skiptir olíuauðnum á milli sín. Almenningur býr við sára fátækt og vonleysi. Aðeins tvö lönd í þessum heimshluta Ísrael og Sameinuðu Arabísku furstadæmin skera sig úr enda búa þau ein við opið hagkerfi án gjaldeyrishafta.

Þjóðarframleiðsla á mann í Sýrlandi og Egyptalandi er um 400 þúsund krónur á ári. Matarverð fer hækkandi og helmingur  er undir 25 ára aldri, fólk sem sér ekki fram á að geta látið drauma sína rætast nema með því að gera uppreisn gegn valdaklíkunni eða flytja úr landi til Evrópu eða USA. 

Assad og klíka hans vill ekki breytingar frekar en hershöfðingjarnir í Egyptalandi eða kóngar og prinsar í Jórdaníu og Saudi Arabíu. Forréttindastéttin gerir allt til að tryggja sér auð og völd meðan almenningur sveltur. Frelsi einstaklinganna er takmarkað og frjálst markaðshagerfi ekki fyrir hendi. 

Það þjónar litlum tilgangi að skipta á einum einræðisherra fyrir annan eins og raunin varð í Egyptalandi. Víðtækar breytingar á stjórnarstofnunum og efnahagslífi verða að eiga sér stað.  Það verður að afnema einokunarfyrirtækin og forréttindin og koma á markaðshagkerfi og stjórnarskrárbundnum ríkisstjórnum sem hægt er að skipta um í frjálsum kosningum.

Obama og Bandaríkjamenn telja það skipta  máli að skjóta eldflaugum á stjórnarstofnanir í Sýrlandi. Sú leið Bandaríkjanna að senda fyrst inn landgönguliðið og athuga svo málið er röng. Obama ætti að reyna að fá Rússa og Kínverja til að standa að áætlun um friðsamlega lausn í Sýrlandi og víðar í þessum heimshluta. Bandaríkjamenn ættu að berjast fyrir því að spilltu valdastéttirnar færu frá en reynt yrði að byggja upp stjórnarstofnanir, lýðræðiskerfi og efnahagslíf á grundvelli markaðslausna. 

Milljónir flóttamanna og þær hroðalegu mannlegu hörmungar sem fólkið í Sýrlandi þarf að þola kallar á alvöru lausnir en ekki bull og flugskeytaárásir. Hvernig stendur á því að lýðræðið í dag hefur hvergi komið afburðafólki til valda í hefðbundnum lýðræðisríkjum, sem sjá víðtækari og betri lausnir en flugskeytaárásir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því er svolítið orðum aukið hjá þér að Bandaríkjamenn vilji skjóta á Assad. Hérna megin Atlantshafsins er almenningur yfirleitt á móti áformum friðarverðlaunahafans og forseta 98% íslendinga.

Obama hefur komið sér í vandræði með stórbarkalegum yfirlýsingum og er kominn í þá stöðu að vera "damned if you do and damned if you don't" eins og hérlendir segja.

Þetta sýnir enn og aftur hversu vanmáttug samtök eins og Sameinuðu Þjóðirnar eru og sérstaklega hversu lítinn áhuga og getu Evrópuþjóðirnar hafa til að leysa svona vandamál.

Ég veit reyndar ekki hver lausnin er, meðan á stríðinu í Írak stóð, virtust vesturlöndin helst á því að ekki ætti að skipta sér af innanríkismálum þar austra, kannski það sama eigi við í dag.

Erlendur (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 16:42

2 identicon

"í Sýrlandi þarf að þola kallar á alvöru lausnir en ekki bull og flugskeytaárásir. Hvernig stendur á því að lýðræðið í dag hefur hvergi komið afburðafólki til valda í hefðbundnum lýðræðisríkjum, sem sjá víðtækari og betri lausnir en flugskeytaárásir."

Ef Assad stendur í veg fyrir lausnum og vill ekki neinar breytingar til hins betra gæti þurft að koma honum frá með öðrum hætti en viðræðum. Ef hann er farinn að beita efnavopnum á eigin borgara... (ef það er satt, þar að segja)

annars tek ég undir með flestu hér.

Þór (IP-tala skráð) 7.9.2013 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 297
  • Sl. sólarhring: 693
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2427918

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3809
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband