Leita í fréttum mbl.is

Mistök við veitingu friðarverðlauna Nóbels

Nefnd Þorbjörns Jagland sem úthlutar friðarverðlaunum Nóbels notar ítrekað vald sitt til að koma á framfæri pólitískum sjónarmiðum í stað þess að veita þeim verðlaunin sem verðskulda þau.

OPWC(samtök um bann við notkun efnavopna) fengu friðarverðlaunin. Opinber stofnun með aðsetur í Hag í Hollandi með yfir 500 starfsmenn og aðild 189 þjóðríkja.  Ekkert sérstakt hefur komið frá þessari opinberu nefnd undanfarin ár. Sú ákvörðun Putin Rússlandsforseta og Assads Sýrlandsforseta að fela nefndinni að eyða efnavopnum Sýrlands drógu athyglina að nefndinni. Þeir Assad og Pútin eiga því hlutdeild í friðarverðlaununum í ár eins gáfulegt og það nú er.

Fyrri mistök nefndarinnar við úthlutun verðlaunanna eru m.a .þegar Barrack Obama Bandaríkjaforseti, Alþjóðlega kjarnorkustofnunin og opinbera nefndin um loftslagsbreytingar af mannavöldum fengu þau.

Malala Yousafzai, Pakistanska stúlkan sem Talíbanar reyndu að myrða vegna þess að hún berst fyrir menntun stúlkna átti skilið að fá verðlaunin. Fyrrum bekkjarsystur Malölu í Mingora í Swat dalnum í Pakistan urðu vonsviknar þegar það fréttist að hún hefði ekki unnið. Annarsstaðar í borginni þar sem forn sjónarmið um yfirburði karla eru ráðandi var fagnað. Konur eiga að vera heima, þær eiga ekki að fara í skóla það hentar þeim ekki sagði talsmaður þeirra sjónarmiða.

Málsvari Talibana í Pakistan fagnaði ákvörðun nefndar Þorbjörns Jagland og sagðist ánægður með að Malala hefði ekki unnið.

Norska verðlaunanefndin gat lagt mannréttindabaráttu kvenna lið með því að veita Malölu verðlaunin í stað þess að ganga að þessu leiti í lið með Talibönum. En það hentaði greinilega ekki heimspólitískum sjónarmiðum sósíaldemókratans Þorbjörns Jagland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Satt er það Jón og Jagland sagði það líka sjálfur að þetta væri beinhörð pólitík og fékk skömm fyrir í norsku blöðunum. Það var líka sagt að dagar hans og annarra uppgjafa pólitíkusa í Nóbels nefndinni væru taldir, þetta væri ekki í anda Nóbels.

Eyjólfur Jónsson, 13.10.2013 kl. 14:38

2 identicon

Ég er þér sammála í þessu.

Einar Björnsson (IP-tala skráð) 13.10.2013 kl. 15:23

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Friðarverðlaun Nóbels hafa verið pólitízkur fótbolti í langan tíma. Einir verstu hryðjaverkamenn í Mið-Austulöndum Arafat og Begin fengu verðlaunin eitt árið og Jimmy Carter fékk verðlaunin líka og þú hefur bent á Obama sem viðtakanda. Ég efast ekkert um að meirihluti alheimsins telur Obama engan friðarsinna?

Ég var í vopnaflugi fyrir Jimmy Carter til Sómalíu, þvílíkan Peace President hef ég aldrei heyrt frá eða séð. Ef eitthvað er þá var hann einn mesti rugl forseti sem uppi hefur verið, til dagsins í dag.

Friðarverðlaun Nóbels er rugl enda er fólk hætt að bera virðingu fyrir þeirri útnefningu.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 13.10.2013 kl. 16:03

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Tek undir ýmislegt hér.

Það er mannlegt frumkvæði, hugur og þor og athafnir einstaklinga í þeim anda sem verðlauna ber, fremur en "passívar" stofnanir sem fengnar eru til að inna af hendi skylduverk á sínu starfsviði.

Mér finnst það lélegt yfirklór og fráleitt sem heyrst hefur að Malala hafi verið "of ung" til að hljóta friðarverðlaunin með tilheyrandi "ábyrgð". Ekki var hún of ung til að vinna hetjudáðir sínar með eigið líf að veði; Í þágu allra kvenna í sínu heimalandi og sem snerta þar að auki ríkjandi kvennakúgandi hefðir í íslömskum samfélögum.

Kristinn Snævar Jónsson, 13.10.2013 kl. 16:42

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vona að það sé rétt Eyjólfur.

Jón Magnússon, 13.10.2013 kl. 22:56

6 Smámynd: Jón Magnússon

Tek undir með ykkur Jóhann og Kristinn. Algjörlega sammála.

Jón Magnússon, 13.10.2013 kl. 22:57

7 identicon

".. to the person who shall have done the most or the best work for fraternity between the nations and the abolition or reduction of standing armies and the formation and spreading of peace congresses."  Samkvæmt skilyrðum Nobels átti Malala eins mikinn möguleika á að vinna Nóbelsverðlaunin í efnafræði og hagfræði. Enda engin takmörk á þeim verðlaunum sem hægt er að fá ef skilyrðin eru hundsuð.

Ufsi (IP-tala skráð) 14.10.2013 kl. 12:23

8 identicon

Sæll Jón.

Kann að vera að nefndin hafi metið það ígildi
dauðadóms að veita Malölu Nóbelsverðlaunin.

Sérkennilegt þetta klúður einstakt við verðlaunin
í eðlisfræði til handa Peter Higgs.

.

Húsari. (IP-tala skráð) 14.10.2013 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 681
  • Sl. sólarhring: 927
  • Sl. viku: 6417
  • Frá upphafi: 2473087

Annað

  • Innlit í dag: 618
  • Innlit sl. viku: 5846
  • Gestir í dag: 593
  • IP-tölur í dag: 580

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband