Leita í fréttum mbl.is

Milljarðagjöf ritstjóra Fréttablaðsins

Ritstjóri Fréttablaðsins heldur því fram að þeir sem hafa veitt makríl undanfarin ár hafi fengið milljarða að gjöf. En hver er gjöfin? Gjöfin er sú að mati ritstjórans og nokkurra pistlahöfunda í blaðinu, að ríkið skuli ekki hafa tekið allan hagnað af veiðunum í skatta. Þá er einnig fjallað um nauðsyn þess að settar verði reglur um makrílveiðar og veiðarnar kvótasettar.

Það sem Ronald Reagan sagði um slíka skatta- og ríkisvæðingarstefnu á algjörlega við um þessa hugsun þ.e: Ef það hreyfist skattlegðu það. Ef það heldur áfram að hreyfast settu lög um það. Ef það hættir að hreyfast styrktu það af almannanfé. (If it moves tax it, if it keeps on moving regulate it, if it stops moving subsidise it)

Einn af pistlahöfundunum sem telur þjóðina hafa tapað milljörðum á því að skattleggja ekki makrílveiðar  fellur algjörlega að því sem Reagan segir um skattlagningarsósíalisma eins og þennan, en sá maður vill skattleggja makrílveiðar af því að þær bera sig á sama tíma og hann vill beita innflutningshöftum í landbúnaði og styrkja landbúnaðarframleiðsluna um milljarða til að framleiða sauðakjöt ofan í útlendinga.

Eðli þeirrar gjafar sem ritstjóri Fréttablaðsins lýsir er því sú að ríkið skattleggi arðbæra atvinnugrein til að færa þá peninga sem þar verða til yfir í óarðbæran atvinnurekstur.  

Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að hverfa frá ofurskattahugmyndunum draga úr skattheimtum á sama tíma og dregið er úr völdum, bruðli og óráðssíu stjórnmálamanna með skattfé almennings. Annars verður alltaf vitlaust gefið og þjóðin öll mun líða fyrir það.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll síðuhafi..

ég hefði nú haldið að svona gegn og góður íhaldsmaður eins og þú værir ekkert á móti því að setja makrílinn á uppboð, sem væntanlega myndi tryggja þjóðinni sem mestan arð..??

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2013 kl. 15:39

2 identicon

Þú er  sem sagt að  í te partí!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.11.2013 kl. 19:39

3 identicon

Í Færeyjum er borgað umtalsvert gjald til ríkisins fyrir veiðar á makríl. Hvers vegna er það þá ekki hægt á íslandi?

Toni (IP-tala skráð) 18.11.2013 kl. 20:06

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vil að allur kvótasettur afli fari á uppboð.

Jón Magnússon, 18.11.2013 kl. 23:46

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vil nú frekar kaffi Rafn.  Þannig að ég bíð þér seint í te partý.

Jón Magnússon, 18.11.2013 kl. 23:47

6 Smámynd: Jón Magnússon

Er ekki borgað umtalsvert gjald fyrir veiðar á makríl Toni. Er það ekki inni í afrakstrinum sem auðlegðargjaldið leggst á?

Jón Magnússon, 18.11.2013 kl. 23:48

7 Smámynd: Jón Magnússon

Svo er það einn meginmisskilningur sósíalista að halda að fjármunir sem stjórnað er að geðþótta stjórnmálamanna sé betur varið en þeim sem einstaklingar afla og ríkið stelur ekki af þeím.  Eldsneytið á hrunvélina kom í gegn um opinbera skattlagningu.

Jón Magnússon, 18.11.2013 kl. 23:50

8 identicon

Sæll.

Tek undir með þér Jón, þessi hugsunarháttur er alveg með ólíkindum. Gott hjá þér að vekja athygli á þessu.

Sá einhvers staðar að hugtakið "þjóðareign" er algerlega merkingarlaust lagalega séð. Kannski vinstri menn ættu að kynna sér það? Ég hef aldrei séð neinn físk í sjó sem merktur er einhverjum. Þeir sem veiða hann eiga hann auðvitað.

Svo gleymist auðvitað að jafnvel þó ekkert veiðigjald væri fengjum við samt "rentu" af auðlindinni okkar. Útgerðir afla tekna með sölu á sinni vöru og þær tekjur eru skattskyldar. Útgerðir greiða laun og launamenn borga skatt. Úgerðirnar kaupa vöru og þjónustu og slíkt ber skatt. Á ekkert að skilja eftir fyrir þá sem leggja í það að veiða fisk? Hvaðan halda menn að stór hluti þess gjaldeyris sem við notum til að skipta við aðrar þjóðir komi? Er það kannski eitthvað sem skiptir ekki máli?

Svo finnst mér það vera opin umræða hvort skattar séu yfir höfuð löglegir. Eiga menn ekki það sem þeir vinna sér inn? Hvað gefur þá þriðja aðila rétt til að taka hluta launa manns? Hvað gefur hinu opinbera þann rétt að skipta sér að viðskiptum mínum við t.d. verslanir með því að leggja skatt á viðskiptin? Það að taka sér einhvern rétt er ekki það sama og hafa til einhvers rétt.

Segjum svo Jón að ég gangi að þér hrifsi án þíns leyfis af þér tíuþúsund kall og gefi t.d. bændum eða fötluðum. Hið opinbera tekur fé af fólki og gefur t.d. bændum og fötluðum. Hvaða munur, ef einhver, er á því sem ég geri og hið opinbera? Ég sé engan mun - nema kannski þann að annað er löglegt en hitt ólöglegt.

Helgi (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 13:31

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það kom fram í máli sjávarútvegsráðherra í útvarpi í gær, að ríkið hefði haft 20 milljarða króna tekjur af makrílveiði árið 2012. Þar er þá eflaust átt við allar tekjur þess af þessum veiðum, ekki aðeins af veiðigjaldinu. Ríkið tekur t.d. tekjuskatt af bæði fyrirtækjunum og einstaklingum sem hjá þeim starfa, á sjó og á landi, og fleiri skatta.

Þar á ofan er sala makrílafurða úr landi veigamikill þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar, eins mikilvæg og hún er til lækkunar erlendra skulda.

Öfundaráróður Mikaels Torfasonar í Fréttablaðinu byggir á fáfræði og vondri hagfræði, eins og ég mun ræða á Moggabloggi mínu bráðlega.

Jón Valur Jensson, 19.11.2013 kl. 13:51

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Veiðigjald er ekki skattur hversu oft sem farið er með þá þvælu. Skilgreininga á skatti er sú að um sé að ræða þvingaða greiðslu frá hendi aðila með skattlagningarvald þar sem engin verðmæti séu látin á móti. Þarna er vert að banda á hlutann "þar sem engin verðmæti eru látin á móti". Um leið og skattlagningaraðilinn lætur verðmæti á móti greiðslum sem aðeins þeir sem þiggja verðmætin þurfa að borga þá eru það viðskipti en ekki skattur. Hér er einfaldlega um leigu að ræða.

Leiga á veiðiheimildum verður ekki að skatti við það eitt að leigusalinn sé aðili með skattlagningarvald.

Þessar veiðiheimildir eru þjóðareign og því væri það rán á eignum þjóðarinnar að gefa útgerðarmönnum þær.

Sigurður M Grétarsson, 19.11.2013 kl. 22:44

11 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt hjá þér Helgi að það er kominn tími til að ræða í alvöru hvað sé eðlilegt að ríkið taki í sinn hlut af þjóðarframleiðslunni. Hér er það yfir 50% en í Alþýðulýðveldinu Kína um 19%. Skattlagningin er komin út yfir öll hagræn og skynsamleg mörk.

Jón Magnússon, 20.11.2013 kl. 13:37

12 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála nafni minn Valur eins og oft áður.

Jón Magnússon, 20.11.2013 kl. 13:37

13 Smámynd: Jón Magnússon

Hvaða verðmæti lét ríkið á móti þegar fólk fór að veiða makríl Sigurður?

Jón Magnússon, 20.11.2013 kl. 13:38

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón. Verðmætin sem látin eru af hendi til útgerðarmanna eru veiðiheimildirnar. Þeir bjuggu þær ekki til og þeir hafa aldrei átt þær. Þeir hafa bara haft heimild til að nýta þær. Meðan ásókn í fiskistofna er minni en þeir geta gefið af sér og þar með ekki ástæða til að takmarka veiðar þá getur það skapað meiri tekjur fyrir ríkissjóð að sem flestir veiði heldur en að fá gjald af veiðunum. En um leið og eftirspurnin eftir veiðiheimildum er orðin meiri en hægt er að heimila þá þarf að takmarka veiðar með einhverjum hætti og þá eru veiðiheimildirnar orðnar að verðmæti.

Það verðmæti sem felst í veiðiheimildunum er eign þjóðarinnar í heild og þar með fara stjórnvöld með skipulag þess og breyta þeim í peninga fyrir þjóðina í gegnum ríkissjóð. Það eru því verðmæti í formi veiðiheimilda sem úterðarmenn fá afhent til eins árs í senn fyrir veiðigjaldið. Sækist þeir ekki eftir áframhaldandi heimild til veiða þurfa þeir ekki lengur að greiða veiðigjaldið.

Gott dæmi um þetta er að ef ríkið setur gjald á notkun húss sem er í eigu þess sem notar það og hann fær ekkert í staðinn þá er það skattur. En ef ríkið innheimtir gjald fyrir notkun á húsi sem ríkið á þá er það leiga en ekki skattur vegna þess að þá eru látin í té verðmæti sem felast í réttinum til að nota hús sem ríkið á.

Það sama á við um veiðiheimildirnar. Notkun á veiðiheimildum sem ríkið/þjóðin á eru erðmæti sem útgerðarmenn fá fyrir veiðigjaldið og þeim er í sjálfsvald sett hvort þeir kaupa þá veiðiheimild eða ekki. Það gildir það sama varðandi leigu á veiðiheimildum milli útgerða og leigu ríksins til útgerða á veiðiheimildum. Þetta er leiga en ekki skattur. Þetta er eðlilegt afgjald fyrir að fá að nýta verðmæti sem eru í eigu annarra en þeirra sem nýta þær.

Sigurður M Grétarsson, 20.11.2013 kl. 20:57

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Það er fínt að tekjur ríkisins séu 20 milljarðar án þess að veiðigjald sé innheimt. En þær tekjur tapast ekki við það að tekið sé upp veiðigjald heldur koma tekjur af veiðigjaldinu til viðbótar við það ef undan er skilið að tekjuskattur lækkar eitthvað vegna þess að hagnaður útgerðanna minnkar. Því er veiðigjaldið að frádregnum áhrifum þess á hagnað útgerða hrein viðbót við aðrar tekjur af veiðunum.

Þetta stafar af því að þegar það er afrakstursgeta fiskistofnanna sem er takmarkandi þáttur í verðmætasköpuninni þá hefur gjaldtaka fyrir veiðiheimildir ekki áhrif á afraksturinn af veiðunum svo fremi að það gjald sé ekki það hátt að eftirspurnin eftir veiðiheimildunum verði minni en nemur afrakstursgetu fiskistofnanna.

Þess vegna eru tekjur ríkisins og afrakstur þjóðfélagsins af veiðunum án veiðigjalds ekki rök gegn því að taka upp veiðigjald enda tapast þær tekjur og sá afrakstur ekki viið það.

Sigurður M Grétarsson, 20.11.2013 kl. 21:01

16 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður ég er að tala um makrílinn og þessa rugluð umræðu um "milljarðagjöfina". Ég er ekki að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið.

Jón Magnússon, 21.11.2013 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 690
  • Sl. sólarhring: 702
  • Sl. viku: 4737
  • Frá upphafi: 2427581

Annað

  • Innlit í dag: 621
  • Innlit sl. viku: 4381
  • Gestir í dag: 585
  • IP-tölur í dag: 566

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband