Leita í fréttum mbl.is

Goðsögnin um RÚV og raunveruleikinn

Sú goðsögn er lífsseig meðal þjóðarinnar, að það sé þjóðlegt að framleiða lambakjöt fyrir útlendinga þó gengið sé nærri náttúru landisns og kjötið selt undir framleiðslu-og flutingskostnaði.

Sú goðsögn er líka lífsseig meðal þjóðarinnar að uppspretta, varðveisla og tilurð íslenskrar menningar sé hjá RÚV.

Hvorug goðsagan á nokkuð skylt við raunveruleikann.  

Þegar gripið er til hópuppsasgna hjá RÚV er eðlilegt að skoða hvað er á ferðinni áður en vondir stjórnmálamenn eða útvarpsstjórar eru atyrtir fyrir nísku og illsku í garð RÚV.

Í fyrirtæki eins og RÚV þar sem litlar sveiflur eru í tekjum og hægt er að gera áætlanir langt fram í tímann þarf ekki að grípa til skyndilegra hópuppsagna nema uppsöfnuð vandamál séu orðin til, sem varða stjórnun fyrirtækisins. Vandi RÚV er allt annar og minni en fyrirtækja sem eru háð duttlungum markaðarins.

Í þessari uppsagnarhrinu kemur á óvart hverjir eru látnir fara og hverjir sitja eftir. Þannig er sérkennilegt að fólk sem hefur verið mikilvægt í Kastljósi og morgunútvarpi þurfi að hverfa á braut og hætt sé að segja fréttir frá kl. 12 á miðnætti eins og það skipti kostnaðarlega miklu máli.

Allt þetta mál ber vott um það að stjórn RÚV viti ekki sitt rjúkandi ráð og hafi ekki gaumgæft hvert skuli stefna við rekstur fyrirtækisins.  

Umgjörðin um RÚV sem fyrirtækið starfar eftir var gerð á bóluárunum fyrir Hrunið svokallaða og sú umgjörð hefur ekki verið endurskoðuð sem skyldi  hún hafi verið fráleit frá upphafi.  Þess vegna er mikilvægt núna fyrir velunnara RÚV að skoða hvaða samfélagsleg verkefni það eru sem við teljum eðlilegt og nauðsynlegt að RÚV sinni og sníðum þá umgjörðina um RÚV í samræmi við það. Á grundvelli raunveruleikans en ekki til að viðhalda goðsögnum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er eiginlega sammála þér í öllu þessu. En satt best að segja þykir mér hálfgerð goðgá að nota orðið goðsagnir í þessari merkingu og myndi sjálfur kalla þetta kreddur. En svona er nú íslenskt mál.

Sigurður Þórðarson, 29.11.2013 kl. 14:51

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mín vegna mætti halda Rás 1 gangandi og beina öðrum fjármunum í að styrkja innlenda gerð dagskrárefnis og fréttastofur hjá öðrum ljósvakafjölmiðlum.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.11.2013 kl. 14:52

3 identicon

Svona til gamans  og af einskærri forvitni fór ég inn á heimasíðu ARD - þýska ríkisútvarpsins & sjónvarpsins,  stofnun sem veltir  > 6 mia. evrum  ( u. þ. b.  960 mia. ISK )  á ári  .  ARD er með 22.200 fastráðna starfsmenn - fyrir allar sínar stöðvar og rásir,  tíu talsins. Áhorfenda - hlustenda - hópurinn í Þýskalandi er um það bil 250 x fjölmennari en á Íslandi  (  320 þús. Íslendingar móti 80 milljónum í DE ) Ef við leggjum þetta hlutfall til grundvallar starfsmannafjölda í hvoru landinu fyrir sig, ætti annað hvort hið þýska ARD að hafa 75 þúsund manns á launaskrá í stað þessara  rúmlega  22 þúsund sem núna er raunin,  eða -  ef  Þýskaland væri  viðmiðunin  -  mætti RÚV helst ekki  hafa  fleiri starfsmenn en  90.  Ef marka má upplýsingar Hagstofunnar  ( ? )  sem birtust í www.mbl.is í vikunni voru starfsmenn  RÚV  aftur á móti ríflega 300 í fyrra.  Þetta ætti að vera þeim umhugsunarefni sem hæst hafa vegna uppsagnanna.  

Orri ÓLafur Magnússon (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 484
  • Sl. viku: 4062
  • Frá upphafi: 2426906

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3772
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband