Leita í fréttum mbl.is

Skuldaniðurfærsla og réttlæti.

Tillögur um niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána, sem forsætis- og fjármálaráðherra kynntu á laugardaginn eru góðra gjalda verðar svo langt sem þær ná.  Faglega eru tillögurnar vel unnar af sérfræðingahópnum. Erfitt er að ná fram réttlæti mörg ár aftur í tímann og framhjá þeirri staðreynd verður ekki gengið.

Niðurfærsla höfuðstóla verðtryggðra lána sem samsvarar verðbótum umfram 4.8% frá desember 2007 til ágúst 2010 skiptir mestu. Þar er þó ekki nóg að gert til að ná fram réttlæti. Á þessu tímabili voru engar almennar hækkanir eða virðisauki hér á landi, en hækkun verðtryggðra lána var vegna kyrrstöðuverðbólgu. Niðurfærsla allra verðbótanna á þessum tíma hefði því verið réttlát en því miður óframkvæmanleg svo mörgum árum síðar.

Það mátti öllum vera ljóst þegar Hrunið varð, að það varð að taka verðtrygginguna úr sambandi til að alls réttlætis yrði gætt. Það réttlæti vildu þau Jóhanna Sigurðardóttir, Gylfi Arnbjörnsson og ýmsir forustumenn í fjármálakerfinu ekki heyra minnst á. Búsáhaldabyltingin kom síðan í veg fyrir skynsamlegar aðgerðir á þeim tíma. Ábyrgða þeirra aðila sem þar stóðu svo illa að verki er því mikil.

Kyrrstöðustjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gerði ekki neitt nema að fresta fullnustuaðgerðum og bjóða upp á aðgerðir sem höfðu enga þýðingu nema  að fresta vandanum. Lagðir voru milljarðar í tilgangslítið embætti umboðsmanns skuldara og gallaða greiðsluaðlögun. Þær aðgerðir voru mislukkaðar og hafa engu skilað nema samfélagslegum útgjöldum og brostnum vonum.  Óneitanlega er ömurlegt að hlusta nú á forustufólk Samfylkingar og Vinstri grænna vandræðast með fyrstu raunhæfu tillögurnar í skuldamálum heimilanna sem fram hafa komið frá Hruni.

Kosturinn við tillögur ríkisstjórnarinnar nú eru að þær taka til venjulegs fólks sem var að fjárfesta í fasteignum og vill standa í skilum og hefur burði til að gera það svo fremi ástandið í þjóðfélaginu versni ekki. Leiðrétting verðtryggðu lánanna og skattleysi séreignalífeyrissparnaðar eru góð nálgun. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

http://www.sudurfrettir.is/skuldin-borin-fram-a-mitt-ar-2017/

Er þetta virkilega rétt sem hér kemur fram ?

Jón Ingi Cæsarsson, 3.12.2013 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 506
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 5020
  • Frá upphafi: 2426890

Annað

  • Innlit í dag: 468
  • Innlit sl. viku: 4656
  • Gestir í dag: 449
  • IP-tölur í dag: 424

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband