Leita í fréttum mbl.is

Af ómissandi gróðastarfsemi

Samfélagsmiðillinn RÚV fær nú daglega talsmenn sérhagsmuna, sem útlista fyrir okkur hvað starfsemi þeirra sé ómissandi. Hvað mikill gróði sé af starfseminni og hvílíkt þjóðhagslegt tap það væri kæmi til þess að skattgreiðendur borguðu minna til þessara sérhagsmuna.

Einhvern veginn gengur þetta ekki upp. Sé það svo að starfsemin sé jafn gróðavænleg og látið er í veðri vaka, af hverju þarf þá að styrkja hana af almannafé. Taka frá þeim sem græða ekki eins mikið.  Ef hagnaður er eða gróðavon hvaða þörf er þá á  ríkisstyrkjum?

Óneitanlega er það athyglisvert að hlusta á þau hugvitsamlegu rök sem hagsmunaaðilar færa fram fyrir því að geta verið áfram á beit í buddunni þinni.

En burtséð frá því af hverju dettur ríkisstjórninni ekki í hug að búa til alvöru utanríkisþjónustu og leggja niður öll óþörf sendiráð og ná með því milljarða sparnaði í stað þess að klípa milljón hér og hundrað þar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Verst finnst mér að fréttastjórarnir skuli ekki hafa verið látnir fara. Framganga RUV í kringum Icesave var alveg með ólíkindum. Skömm að innanbúðarmenn skuli ekki vera látnir fara eftir lögum þeim er um hlutleysi stofnunarinnar gilda.

Svo er auðvitað lítið talað um það að í lok síðasta árs skulduðu ríki og sveitarfélög landsins yfir 1000 milljarða umfram eignir. Að því kemur að lánadrottnar átta sig á því og hætta að lána. Staðan hérlendis er auðvitað ekkert eins dæmi og þegar fjárfestar átta sig á stöðu opinberra sjóða víða erlendis kippa þeir að sér höndum.

Skera þarf mun meira niður hjá hinu opinbera og lækka skatta og álögur ásamt því að fella úr gildi reglur sem takmarka verðmætasköpun. Sparka þarf stjórn og forstjóra LV sem fyrst og fá þangað fólk sem veit eitthvað í sinn haus. Drómórar um sæstreng sem er tæknilega ekki framkvæmanlegur eiga heima í skáldsögum.

Helgi (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 19:46

2 identicon

Seljum bara RÚV þá hætta allir að væla.

Og leggjum niður landbúnaðarstyrki fyrst við erum byrjuð.

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 20:56

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski var þetta fólk að tala um eigin buddu því mér sýndist jú að allir sem hafa látið að sér kveða hafi haft einhverjar tekjur af stofnuninni sem freelansarar. Þetta er semsagt allt fólk sem óttaðist fyrst og fremst um að missa spón úr eigin aski.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2013 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband