Leita í fréttum mbl.is

Fólk eða ferkílómetrar

Sá merki maður Nelson Mandela er nýlátinn. Flestir eru í dag sammála um það þar sé genginn einn merkasti stjórnmálamaður á síðari hluta 20. aldar og byrjun þeirrar 21.

Nelson Mandela barðist fyrir því að fólk fengi kosningarétt sem einstaklingar en ekki á grundvelli litarháttar, kynferðis eða jarðeigna. Grunnurinn í hans baráttu var að allir ættu að eiga jafnan kosningarétt þannig að vægi atkvæðanna væri það sama.  Vegna þessarar afstöðu þurfti Mandela að sitja í fangelsi stóran hluta bestu æviára sinna.

Er það nokkur í dag sem er ósammála því að ofangreind baráttumál Nelson Mandela um jafnt vægi atkvæða fólks sé grundvallaratriði í lýðræðislandi

Raunar er það svo. Þannig er atkvæðavægið á Íslandi ennþá ójafnt og sum atkvæði vega meira en helmingi meira en önnur. Enn þann dag í dag er til fólk í þessu landi sem afsakar það að kjósendur njóti ekki jafnræðis. Hvernig væri nú að þjóðin tæki sér Nelson Mandela til fyrirmyndar og gerði þær breytingar á stjórnarskránni að vægi allra atkvæða væri það sama á Íslandsi óháð búsetu, kynferði eða litarhætti.

Væri það til of mikils mælst. Eða er atkvæðsirétturinn fyrir ferkílómetra en ekki fólk? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 59
  • Sl. sólarhring: 849
  • Sl. viku: 4573
  • Frá upphafi: 2426443

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 4240
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband