Leita í fréttum mbl.is

Óréttlæti verðtryggingarinnar

Frá því ríkisstjórnin var mynduð hafa verðtryggð lán hækkað samkvæmt útreikningi Hagstofunnar. Þannig hafa milljarðar verið fluttir frá skuldurum til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Höfuðstóll 20 milljón króna verðtryggðs láns hefur hækkað um 440.000 krónur á þessu tímabili og sá sem skuldar það þarf að greiða vexti af 20.460.000 í stað 20 milljónanna sem hann skuldaði við myndun ríkisstjórnarinnar.

Á sama tíma og veðtryggðu lánin hækka styrkist íslenska krónan. Þess vegna hefði 20 milljón króna lánið átt að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar en ekki hækka. Evran er nú 152.06 en var við myndun ríkisstjórnarinnar 158.67. Hefði vísitalan tengst Evru hefði það því lækkað um 800 þúsund í stað þess að hækka um 440 þúsund. Innkaup á neysluvörum er mest í Evrum eða gjaldmiðlum tengdum Evru og því hefði lækkun á gengi Evrunnar átt að lækka vísitölu neysluverðs. Þú værir þá að greiða afborgun og vexti af kr. 19.200.000. Væru það ekki meiri kjarabætur en stóru samninganefndirnar hafa samið um launþegum til handa.

Verðtryggðu lánin hækka og hækka hvað sem líður styrkingu krónunnar. Þegar til langs tíma er litið þá er enginn gjaldmiðill í heimi jafn sterkur og íslenska krónan bundin vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.

Hvað á lengi enn að níðast á skuldurum með því að bjóða þeim verstu lán í heimi. Verðtrygginguna verður að afnema strax. Það er réttlætismál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef fastir vextir hefðu komið í stað verðtryggingar stæði lán nú, sem hefði verið 20 milljónir 1. júní,án afborgunar í 20.650.000.Það koma aldrei þeir tímar aftur að fólk fái óverðtryggð lán á 2,5 % vöxtum án verðtryggingar.Bankarnir er ekki ríkisbankar lengur og ríkissjóður hefur ekki efni á að niðurgreiða lán íbúðarlánasjóðs.

Sigurgeir Jónsson, 11.1.2014 kl. 15:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaða innlánskjör á að bjóða íslenskum sparöndum? Stokkendur eru fallegar á tjörnum, lántakendur enn fallegri á flugi .En aumingja sparendurnar, eiga fárra kosta völ.

Halldór Jónsson, 11.1.2014 kl. 20:02

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jón, verður þetta kerfi ekki við lýði áfram á meðan auðvaldið er svona sterkt í stjórnkerfinu?????

Helgi Þór Gunnarsson, 12.1.2014 kl. 13:04

4 Smámynd: Jón Magnússon

Vextir í ýmsum nágrannalöndum okkar eru lægri en 2.5% Sigurgeir. Er það sjálfgefið að þínu mati að við verðum alltaf með verstu lánakjörin í okkar heimshluta. Fyrst verðtryggingin er svona góð Sigurgeir af hverju dettur engum öðrum í hug að taka hana upp. Er það e.t.v. vegna þess að það er auðvelt að benda á hvað hún er óréttlát.

Jón Magnússon, 12.1.2014 kl. 18:49

5 Smámynd: Jón Magnússon

Sparendur eiga margra kosta völ í dag Halldór. Má minna þig á að meðan þú stýrðir stærsta steypufyrirtæki landsins þá voru margir sem höfðu spariféð sitt í steypu til að það rýrnaði ekki að verðgildi. Þeim fer stöðugt fækkandi sem geyma sparnaðinn sinn á bankareikningum í dag.

Jón Magnússon, 12.1.2014 kl. 18:51

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þá er spurningin Helgi hvað er auðvaldið? Hverjir halda fastast í verðtrygginguna og verja hana fram í rauðann dauðann. Má benda á ASÍ með Gylfa Arnbjörnsson í broddi fylkingar. Manninn sem hafnaði því þegar neyðarlögin voru sett 2008 að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi. Flestir eru sammála um það í dag að sú tillaga mín var rétt.

Jón Magnússon, 12.1.2014 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 437
  • Sl. sólarhring: 526
  • Sl. viku: 5376
  • Frá upphafi: 2426010

Annað

  • Innlit í dag: 407
  • Innlit sl. viku: 4961
  • Gestir í dag: 399
  • IP-tölur í dag: 380

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband