Leita í fréttum mbl.is

Átti ekki að afnema verðtryggingu á neytendalánum.

Nefndin sem átti að koma með tillögur um afnám verðtryggingar skilaði af sér í gær. Tillögur nefndarinnar eru um allt annað en þeim var falið að gera.  Stundum er þetta kölluð sérfræðinganefnd. Hvaða sérfræðiþekking er það eiginlega varðandi verðtryggingu sem þetta fólk býr yfir umfram annað?

Það verður engin breyting sem nokkru máli skiptir á verðtryggingunni og óhagkvæmustu lánakjörum fyrir neytendur á Íslandi þó tillögur nefndarinnar nái fram að ganga.

Nefndin er með hræðsluáróður fyrir verðtryggingunni og segir að fasteignaverð geti lækkað um 20% verð verðtrygging afnumin.

Sé svo af hverju er húsnæðisverð allt að helmingi hærra á öllum hinum Norðurlöndunum þó þar sé engin verðtrygging?

Svo byggir þetta nefndarfólk á því að vextir muni snarhækka verði verðtrygging afnumin. Af hverju eru þeir þá ekki í þeim hæðum sem nefndin talar um á hinum Norðurlöndunum þar sem engin verðtrygging er.

Við getum ekki boðið upp á sambærileg lífskjör og annarsstaðar í okkar heimshluta nema við hættum að trúa þeim þjóðsögum að hagkerfið á Íslandi lúti sérstökum lögmálum sem réttlæti vitlausa hluti eins og verðtryggingu, örmynt og dýrustu neysluvörur í heimi.

Við erum láglaunaland, hávaxtaland og háskattaland.  Er ekki kominn tími til að gera róttækar breytingar í íslensku samfélagi til að geta boðið unga fólkinu í landinu upp á von um bjartari framtíð og betri kjör?

Afnám verðtryggingarinnar á neytendalánum strax er einn áfanginn í þeirri baráttu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð grein. Er svarið ekki það að fjármagnseigendur og valdafólk lífeyrissjóðanna vilji ekki missa spón úr aski sínum?

Sumarliði Einar Daðason, 24.1.2014 kl. 11:24

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Því miður átt þú of fáa  skoðanabræður í Sjálfstæðisflokknum í þessu máli, Jón.  Bjarni Ben lýsti sig ánægðan með þessa moðsuðu sem kom frá þessari nefnd.  Svo verður gert eitthvert lifandi lík úr málinu í meðförum þingsins.

Þórir Kjartansson, 24.1.2014 kl. 11:45

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Sumarliði. Að sjálfsögðu vilja þeir sem eiga ekkert missa. Það er alltaf svoleiðis.

Jón Magnússon, 24.1.2014 kl. 12:15

4 Smámynd: Jón Magnússon

Á Landsfundum hefur ítrekað komið fram víðtækur stuðningur við afnám verðtryggingar á neytendalánum og það er stefna flokksins að verðtrygging á neytendalánum skuli afnumin. Þeir sem tala um eitthvað annað eru þá að fara gegn Landsfundarsamþykktum

Jón Magnússon, 24.1.2014 kl. 12:16

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jón.

Hvað er maður með þínar, að því virðist heilbrigðu og heiðarlegu sjónarmið að gera undir handleiðslu Bjarna Ben o/co í Sjálfstæðisflokknum, Anno 2015?

Er ekki tímabært fyrir þig að fylgja alvöru Sjálfstæðismönnum á borð við Halldór í Holti og fleirri góða, að yfirgefa þetta fúla fley?

Hvað getur þú t.d. ímyndað þér að Sjálfstæðisflokkurinn uppskeri marga borgarfulltrúa í höfuðborginni í vor? - Þrjá, kannski fjóra?

Jónatan Karlsson, 25.1.2014 kl. 11:59

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fasteigna verð [bókað bakveð] á almennum heimils fermetra fjölskyldu með fasta hlut í GDP framleiðslu hvers skattárs, er aldrei hærra NÝBYGGINGARKOSTNAÐUR erlendis,  þegar almenningur hækkar í reiðfjárinnkomu næstu 30 ár að eigin mati eru margir sem borga þá hærra verð fyrir fasteign þegar tekið er með í reikninginn hugsanlegt hámarksraunvirði 30 ára jafngreiðslu veðskuldar [með eða eða án vaxtabreytinga á fimm ára fresti]. Allir prófessor í USA  og UK reikna þetta eins og drekka vatn. 

  Það þarf að leggja 60 % á væntanlega jafngreiðslu endurgreiðslu á 30 árum til tryggja sig gegn 150% hækkun á GDP á 30 árum. 

100 ein. útborgun, 30 ein. í rekstrarkostnað=> 130 ein. verðtygging 78 ein. Heildar skuld til endurgreiðslu á 30 árum : 208 ein.  Það er á ári 6,93 ein.    Mánuði 0,57 ein.  Ef verðbólga  verður minni græðir lánadrottinn meira.

það gildir sama bókhald og stærðfræði utan Íslands. Sérfræði kemur almennu ekkert við.

Veðaflosun kennd við Irwin Fisher dreifir verðbótum mestum fyrst  þannig að sá keppnisfæri þolinnmóði getur byrja að hirða umfram raunvexti eftir 20 ár.

Sérfræði nefnd , hvað er það? Kunna menntaðir Íslendingar ekki að fjárfesta  í heimils fasteign? 

Ég hef rætt við marga erlenda sem skilja ekki að ég virðist vera eini Íslendingurinn sem skil þá.   Borgari á mölinni er vanalega ekki með  uppskeru tekjur í fríðu.  Meðal innkomu lið um 80% einstaklinka  vegna samtaka atvinnurekenda of toppsins í stjórnsýslunni getur ekki aukið sinn hlut af Heildar GDP á hverju ári erlendis.    

Ísland er það öðruvísi? 

Júlíus Björnsson, 26.1.2014 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 968
  • Sl. viku: 3301
  • Frá upphafi: 2448268

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 3071
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband