Leita í fréttum mbl.is

Núna.

Frosti Sigurjónsson alþingismaður vill afnema verðtryggingu á neytendalánum strax. Að sjálfsögðu á að gera það sé ætlunin að afnema hana á annað borð. Þess vegna var með ólíkindum að skipuð skyldi nefnd í málið í stað þess að lagafrumvarp yrði gert um afnám verðtryggingar á neytendalánum.

Stjórnarflokkarnir höfðu báðir markað sér þá stefnu að verðtryggingu á neytendalánum bæri að afnema.  Það kann því ekki góðri lukku að stýra að fá eitthvað fólk úti í bæ til að taka sér marga mánuði til að boða eitthvað allt annað en stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu.

Afskipti stjórnmálamanna af lánamálum hafa sjaldnast verið til góðs. Þó getur myndast sú staða á markaðnum að nauðsyn beri til að vernda veikari aðilann í fjármálaviðskiptum, neytandann, en það hefur heldur betur ekki verið gert. Hingað til hafa stjórnmálamenn ráðslagast í þessum málum með þeim afleiðingum að íslenskir neytendur eru í hópi  skuldugusta fólks Norðan Alpafjalla.  

Verðtryggðu lánin voru búin til af stjórnmálamönnum og eru óhagkvæmustu neytendalán sem þekkjast. Ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna sem er gjörsamlega óraunhæf var búin til af stjórnmálamönnum og lífeyrisaðlinum. Þar var líka vegið að hagsmunum hins veikari, neytandans, í fjármálaviðskiptum og fjármálafyrirtækjum tryggðir hærri vextir en almennt gerist í okkar heimshluta.

Þrátt fyrir það er vörnin sterk fyrir þessari óhæfu og því er haldið fram m.a. af verðtryggingaraðlinum í ASÍ að með afnámi verðtryggingar yrði heldur betur vá fyrir dyrum vegna þeirra gríðarlegu vaxtahækkunar sem mundi fylgja í kjölfarið og aukinnar greiðslubyrðar í upphafi lánstíma.

En er það þannig? Ef einhver staðreynd er til varðandi peningamarkaðinn þá er hún sú að þeim mun meira framboð sem er á peningum þeim mun lægra verð er á þeim. Verðið á peningum eru vextir. Óverðtryggð húsnæðislán í nágrannalöndum okkar bera nú iðulega lægri vexti en verðtryggð íbúðarlán hér.  Óhagkvæm lánakjör á Íslandi eru ekki náttúrulögmál eins og hagfræðingur ASÍ og meirihluti verðtryggingarnefndarinnar virðast telja.

Verðtryggingin og vaxtaokrið er afleiðing af mistökum stjórnmálamanna við lagasetningu til hagsbóta fyrir þá fáu á kostnað hinna mörgu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flowell

Nefnd í stað lagafrumvarps er vegna þess að það var aldrei ætlunin að afnema verðtryggð neytendalán. Því til að afnema verðtryggð neytendalán, sem er kannski minnsti vandinn, þá þarf að skoða lífeyriskerfið ofan í grunninn. Það er hægara sagt en gert hjá þeim sem vilja óbreytt ástand. Verra ástand fyrir alla, meira að segja þá sem vilja hafa óbreytt ástand.

Flowell, 4.2.2014 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 648
  • Sl. sólarhring: 683
  • Sl. viku: 5587
  • Frá upphafi: 2426221

Annað

  • Innlit í dag: 600
  • Innlit sl. viku: 5154
  • Gestir í dag: 567
  • IP-tölur í dag: 538

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband