Leita í fréttum mbl.is

Við áttum að nálgast Rússa með vináttu og sáttahug

Sá merki stjórnmálamaður, íhaldsmaðurinn Norman Tebbit sem særðistá sínum tíma í hryðjuverkaárás IRA þar sem ætlunin var að gera út af við Margaret Thatcher, fjallar í bloggi sínu í gær um atburðina í Úkraínu og afstöðuna til Rússlands. Tebbit segir þar m.a

"Mér virðist að vestrænar þjóðir hafi verið svo létt og ánægðar með sigurinn í Kalda stríðinu þegar Berlínarmúrinn var brotinn niður, Þýskaland sameinað, Sovétríkin splundruðust og Baltnesku ríkin, Pólland, Tékkóslóvakía og önnur Mið-Evrópuríki sóttu um aðild að Evrópusambandinu og jafnvel NATO, að þau hafi ekki áttað sig á hvar það skildi Rússa og Rússland eftir.  Það var vissulega tíminn til að nálgast Rússa í anda vináttu og sátta. Rússar eru eftir allt saman Evrópumenn og við deilum sameiginlegum kristnum menningararfi. Við eigum marga sameiginlega óvini. Nánari efnahagssasmvinna hefði orðið öllum til góðs.

En þess í stað þá leyfðum við efnahag Rússlands að hnigna þegar oligarkarnir sólu öllu sem þeir gátu og biturð og auðmýking Rússnesku þjóðarinnar kom KGB manninum Putin til valda. Venjulegur Rússi álítur að Evrópusambandið sé ekki í neinni stöðu til að fordæma Rússa fyrir að endurheimta Krím eftir að hafa sjálft tekið til sín meginhluta landa sem fyrrum voru í Varsjárbandalaginu.  William Hague (utanríkisráðherra Breta) segir að hann vilji ekki láta Rússa komast upp með yfirgang. Persónulega finnst mér Rússar ekki beita jafn miklum yfirgangi Brussel en það virðist ekki skipta Hague  máli."

Athyglisverð sjónarmið hjá þessum reynda og víðlesna stjórnmálamanni. Ef til vill hefði Gunnar Bragi Sveinsson átt að skoða þessi sjónarmið áður en hann fór í sýningarferð sína til Kiev. Hvaða tilgangi þjónaði sú ferð eiginlega öðrumen að reyna að fullnægja sýniþörf ráðherrans? Var íslenskum hagsmunum greiði gerður og var það skynsamlegt að spyrða okkur algjörlega saman við Evrópusambandið í málinu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annað eðalíhald ,hinum megin við álinn, Pat Buchanan, hefur svipaða sýn á þessi mál. Þeir sem fylgjast með  gömlu  brýnunum á http://mclaughlin.com kannast við það. Til álita kom að taka tillit til “lögmætra öryggishagsmuna” rússa. 

Að skara í eldana í Úkaínu var glapræði. “Fuck the EU” lýðræði V. Nuland raungerðist í Maidan-stjórninni. Þar fara brennuvargar en ekki brunalið.

 “Fuck the EU” var annars, efnislega, stefna Gunnars Braga og stjórnarinnar þar til  kúvent var á tíeyringi fyrir nokkrum dögum.

Hvað sem segja má um Ó.R.G. verður hann vart sakaður um vingulshátt af því tagi.

Valdimar Jónsson (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 488
  • Sl. viku: 4060
  • Frá upphafi: 2426904

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3770
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband