Leita í fréttum mbl.is

Forseti ASÍ á móti skuldaleiđréttingu

Forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson ber mesta ábyrgđ á ţví ađ verđtryggingin var ekki tekin úr sambandi í október 2008. Ţá hamađist hann gegn ţví eins og grenjandi ljón allt til ađ hćgt vćri ađ breiđa yfir 500 milljarđa tap lífeyrissjóđanna.  Ţessi afstađa Gylfa Arnbjörnssonar leiddi til ţess ađ stór hluti fólks sem var ađ reyna ađ eignast eigin íbúđ horfđi á lánin hćkka og hćkka ţangađ til ađ ekkert varđ eftir og eigiđ fé fólksins hvarf. Ranglát verđtrygging stal ţví í samrćmi viđ tillögur Gylfa Arnbjörnssonar. 

Gylfi Arnbjörnsson ţessi helsti sporgöngumađur Jóhönnu Sigurđardóttur í öllum sýndartillögum um skuldaleiđréttingu sem síđasta ríkisstjórn kynnti ćtti ađ kunna ađ skammast sín og viđurkenna ađ hann hefur öđrum fremur unniđ fyrir fjármagnseigendur en gegn hagsmunum venjulegra Íslendinga.

Ţegar ríkisstjórnin kynnir tillögur um almenna skuldaleiđréttingu vegna ţess forsendubrests sem varđ vegna ţess ađ fylgt var tillögum Gylfa Arnbjörnssonar um ađ halda verđtryggingunni óbreytti ţrátt fyrir bankahrun, telur ţessi Gylfi sér sćma ađ hamast gegn ţessum tillögum.

Garmurinn hann Ketill, Árni Páll Árnason fetar dyggilega í fótspor ţessa Skugga Sveins og jarmar međ sama hćtti gegn tillögum ríkisstjórnarinnar. Árni Páll, ţessi fyrrum félagsmálaráđherra virđist ekki muna ađ hann hafđi ţađ í hendi sér ađ koma međ raunhćfar tillögur á sínum tíma en gerđi ţađ ekki.

Ţeir Gylfi Arnbjörnsson og Árni Páll Árnason eiga ţađ sameiginlegt ađ muna ekkert en hafa samt engu gleymt. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Já, satt segirđu. Ég er líka löngu orđin hissa á Gylfa og finnst hann ekki vera lengur sá forseti sambandsins, sem hann á ađ vera. Ţar sem ég hef nú lengi veriđ tengd ASÍ, ţar sem fađir minn var fyrsti framkvćmdastjóri ţess, ţá verđ ég ađ játa, ađ ég tek ţađ nćrri mér, hvernig Gylfi hagar sér, og veit eiginlega ekki, hvert hann er ađ fara međ málflutningi sínum, og finnst vera skömm af ţví, ađ ţetta skuli vera forystumađur ASÍ. Ég er sannfćrđ um, ađ fađir minn hefđi ekki veriđ ánćgđur međ framkomu hans, og gott, ef hann hefđi ekki ávítt hann fyrir framkomu sína, enda lét hann fólk líka heyra ţađ, ef honum fannst ţađ ekki standa nógu vel međ sínu fólki, sem mér alla vega finnst Gylfi ekki gera. Bćđi hann og Árni Páll eru til háborinnar skammar međ málflutningi sínum(raunar Össur líka), enda er ţađ ástćđan fyrir ţví, ađ ég hef eiginlega gefist upp á Samfylkingunni, og finnst hún ekki vera sá flokkur, sem ég gekk til liđs viđ, ţegar hún var stofnuđ á sínum tíma.

Guđbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráđ) 27.3.2014 kl. 13:15

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég heyrđi ekki í útvarpsviđtali viđ Gylfa í núna í hádeginu ađ hann "hamađist á móti skuldaleiđréttingunni", heldur vildi hann ţvert á móti ađ hún nćđi líka ţeirra sem hefđu ţurft ađ taka á sig forsendubrest varđandi skuldabyrđi ţeirra sem eru í Búseta og fleiri slíkum félögum, en hćkkun lána í ţeim hefur ekki ađeins komiđ illa viđ ţetta fólk, heldur er ţetta ţađ fólk sem mun minna hefur á milli handanna en sú "millistétt" sem nú hefur fengiđ uppfyllt loforđ um sértćkar ađgerđir. 

Ţađ á ađ vera hćgt ađ ganga úr skugga um ummćli Gylfa og er málefnalegast en ađ byggja málflutning á ţeim.   

Ómar Ragnarsson, 27.3.2014 kl. 14:21

3 identicon

Já, satt segirđu. Ţetta er til háborinnar skammar, hvernig ţeir tala. Gylfa vćri nćr ađ standa betur međ sínu fólki, en mér finnst hann gera.

Guđbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráđ) 27.3.2014 kl. 19:39

4 Smámynd: Sigurđur M Grétarsson

Hér er ekki um "skuldaleiđréttingu" ađ rćđa heldur niđurgreiđslu skulda sumra heimila á kostnađ annara heimila í landinu. Leiđrétting er ţegar lánveitandi lćkkar höfuđstólinn vegna ţess ađ í ljós kemur ađ hann var vitlaust reiknađur.

Ţegar fariđ er út í jafn mikla millifćrslu milli heimila í landinu ţá er ţađ nauđsynleg forsenda ađ sú millifćrsla annađ hvort dragi úr fjárhagsvanda heimila eđa skapi meira réttlćti. Ţćr ađgerđir sem ríkisstjórnin hefur bođađ standast hvorugt skilyrđiđ.

Hvađ lausn á vanda varđar ţá fara ţessir peningar ađ mestu til tekjuhárra heimila sem ekki eru í vanda á kostnađ tekjulćgri heimila sem eru í mun fleiri tilfellum í vanda. Ţetta gerist međal annars ţannig ađ vextir munu hćkka. Seđlabankinn metur ţađ á 2,8$. Bankar eru ekki öđruvísi en önnur fyrirtćki hvađ ţađ varđar ađ ef veltuskattur er lagđur á ţá ţá hćkkar verđiđ á ţjónustu ţeirra. Ţetta mun leiđa til ţess ađ fleiri fjölskyldur verđa gjaldţrota og fleiri fjölskyldur eiga ekki fyrir mat.

Hvađ réttlćti varđar ţá er í ţessum ađgerđum skautađ framhjá ţeim heimilum sem töpuđu mestu á hruninu ţađ er ţau heimili sem fárfestu í íbúđahúsnćđi á bóluárunum. Ţau fá lítiđ sem ekkert af ţví ađ ţau voru búin ađ fá hluta af skađa sínum leiđréttan í gegnum 110% leiđina. En í stađin fá ţau heimili mikla niđurgreiđslu sem eiga stórar eignir sem hafa hćkkađ mikiđ í verđi og í flestum tilfellum mun meira en lánin bćđi í krónutölu og hlutfalslega.

Ţađ er ţví ekki furđa ađ mađur međ jafn mikla réttlćtiskennd og Gylfi Arnbjörnsson skuli gefa ţessum ađgerđum falleinkun.

Ţađ var ekki Gylfi sem kom í veg fyrir ađ vístalan var fryst eftir hrun. Ţađ var stjórnarskrá Íslands sem kom í veg fyri ţađ. Nánat tiltekiđ eignarréttarákvćđi hennar. Hvernig vćri ađ fara efnislega yfir rök hans og gagnrýna ţau í stađ ţess ađ vera međ svona skítkast ţar sem ţú ert ađ bera óverđsuldađar sakir á hann?

Sigurđur M Grétarsson, 27.3.2014 kl. 20:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 676
  • Sl. sólarhring: 926
  • Sl. viku: 6412
  • Frá upphafi: 2473082

Annađ

  • Innlit í dag: 613
  • Innlit sl. viku: 5841
  • Gestir í dag: 588
  • IP-tölur í dag: 575

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband