Leita í fréttum mbl.is

Efndir og vanefndir ríkisstjórnar

Svo virðist sem tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu geti á endanum litið út eins og svissneskur ostur þ.e. með fleiri götum en mat.

Allir útreikningar á grundvelli þess frumvarps sem lagt hefur verið fram á Alþingi þskj. nr. 837 eru getgátur eins og frumvarpið lítur út.  Miðað er við að færa niður höfuðstól verðtryggðra lána á tímabilinu 1.janúar 2008 til 31.desember 2009 þannig að í stað neysluverðsvísitölunnar á því tímabili komi "viðmiðunarvísitala" eins og segir í 7.gr. frumvarpsins. Allt þetta gæti verið gott og blessað ef einhver vissi hver þessi "viðmiðunarvísitala" væri. 

Í lagafrumvarpinu er þess vandlega gætt að nefna ekki hver "viðmiðunarvísitalan" á að verða. Eðlilegt hefði verið að "viðmiðunarvísitalan" væri ákveðin í lögunum og raunar óskiljanlegt að það skuli ekki vera gert. Svo virðist því sem að ríkisstjórnin ætli sér að ákveða "viðmiðunarvísitöluna" eftir hentugleikum síðar. 

Meðan "viðmiðunarvístalan" er ekki ákveðin getur engin sagt til um það hvað verðtryggðu lánin lækka mikið. Þess vegna eru yfirlýsingar forsætisráðherra á kynningarfundinum um frumvarpið innihaldslaust hjóm því miður.  

Þess vegna gæti svo farið að það væru fleiri göt en matur á þessari velferðarstefnu ríkisstjórnarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Jón, ég stend líka á gati. Fram hefur komið að "forsendubrestur" verði talin hækkun umfram 4,8% hækkun vísitölu. Hér er tafla sem sýnir a) raun-neysluvöruvísitölu b) hækkun milli ára c) Nýja viðmiðunarvísitölu án forsendubrests.

a) b) c)

NV % NV -brestur

2007 273.1 4.8% 273.1

2008 307.7 12.7% 286.2

2009 344.6 12.0% 300.0

2010 363.2 5.4% 314.4

Uppsafnaður forsendubrestur af 10 milljónum fyrir árin 2008 og 2009 yrði þannig 1.635.049. Forsendubrestur af 20 milljóna láni væri því 3.270.000 (ekki tekið tillit til afborgana eða vaxta)

Þess vegna er óskiljanlegt hvernig dæmið um fjölskylduna með 22 milljóna lán, fái 1 milljóna lækkun á höfuðstól vegna forsendubrests. Kannt þú skýringu á því?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.3.2014 kl. 18:37

2 identicon

Sæll Jón.

Ég er búinnn að horfa aftur og aftur á þessa kynningu og ég átta mig ekki á þessari viðmiðunarvísitölu. Eitt nefndi forsætisráðherrann sem var að miða ætti við verðbólgumarkmið SÍ sem er eins og kunnugt er 2,5%.

Upphaflega átti að miða við 4,8% sem er bara tala slegin út í loftið og var aldrei nefnd aftur eftir útreikninga á sínum tíma.

Mikið þótti mér Bjarni Benediktsson brjóstumkennanlegur þarna á fundinum. Ástin kulnar hratt þar á bæ.

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 23:40

3 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Jenný ég kann ekki skýringar á þessu. Þetta er allt hið furðulegasta. Svo finnst mér skrýtið hvernig hinar talandi stéttir í þjóðmálum skuli geta talað sig hása um útkomur og niðurstöður þegar lykilatriði vantar í jöfnuna og þess vegna er ekki hægt að reikna hana út.

Jón Magnússon, 28.3.2014 kl. 14:50

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Hafþór það er ómögulegt að finna út hvað á að gera meðan eina tölu vantar í jöfnuna.

Jón Magnússon, 28.3.2014 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 684
  • Sl. sólarhring: 929
  • Sl. viku: 6420
  • Frá upphafi: 2473090

Annað

  • Innlit í dag: 621
  • Innlit sl. viku: 5849
  • Gestir í dag: 596
  • IP-tölur í dag: 583

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband