Leita í fréttum mbl.is

Kæmi til greina að þú verslaðir í Krónunni?

Nokkrum sinnum hafa aðilar sem hugsa sér að stofna ný stjórnmálasamtök látið kanna afstöðu fólks til slíkra samtaka með því að spyrja hvort það gæti hugsað sér að styðja samtökin undir forustu ákveðins einstaklings.  Stór hluti fólks svarar að jafnaði með jái. Reynslan sýnir þó að aðeins lítið brot af jásvarendum greiðir slíku framboði atkvæði sitt.

Fólk er jákvætt með sama hætti og væri spurt hvort það gæti hugsað sér að versla í Krónunni.

Aðilar sem hafa látið kanna stuðning með þessum hætti hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar talið var upp úr kjörkössunum. Aðrir horft á fylgið gluða í burtu þegar stjórnmálasamtökin voru stofnuð sbr. Lilja Mósesdóttir á síðasta kjörtímabili.

Niðurstaða úr skoðanakönnunum sem bjóða upp á valkostina: "Kæmi til greina að"  eða "Gætir þú hugsað þér að" gefa mjög takmarkaðar vísbendingar um raunverulegan stuðning við framboð.

Hópur fólks sem vill að íslendingar gangi í Evrópusambandið hefur hug á því að stofna "hægri" flokk sem hefði það sem eitt helsta baráttumál.  Hvorki er ljóst í hverju hægrað á að vera fólgið né hvaða önnur stefnumál flokkurinn muni beita sér fyrir auk þess að ganga í samband sem gerist stöðugt sósíalískara með hverju árinu sem líður.

Norðmenn kusu tvisvar um aðild að Evrópusambandinu. Þar  áttaði fólk sig á því að stuðningur eða  andstaða við Evrópusambandið fer ekki eftir hefðbundnum  markalínum stjórnmálanna.   Þess vegna stofnuðu t.d. Hægra fólk í Noregi og Verkamannaflokksfólk samtök með og móti og þegar atkvæðagreiðslunni var lokið var þetta ágreiningsmál úr sögunni og já og nei fólk úr hvorum flokknum fyrir sig sameinuðust í flokkum sínum án nokkurra vandamála.

Aðild að Evrópusambandinu er spurning um hagsmuni þjóðarinnar og þess vegna getur engin sagt það með vissu hvort það séu hagsmunir þjóðarinnar að við göngum í bandalagið. Grundvöllur stjórnmálastamtaka sem hefði það sem helsta baráttumál að ganga í Evrópusambandið er því vægast sagt veikur.  

Forusta Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisfólk þarf hins vegar að skoða það hverju sætir að ákveðinn hópur fólks sem hefur stutt Sjálfstæðisflokkinn alla sína tíð skuli nú vinna að stofnun nýrra stjórnmálastamtaka á vægast sagt vafasömum forsendum og telur sér ekki lengur vært innan vébanda Sjálfstæðisflokksins. 

Á sama tíma þarf að huga að því hvernig á því stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hvorki það fylgi með þjóðinni né traust að hann sé afgerandi forustuafl í íslenskum stjórnmálum eins og Sjálfstæðisflokkurinn var frá stofnun hans 1929 fram til 2008.  Vill Sjálfstæðisfólk sætta sig við það?

Getur verið að forusta Sjálfstæðisflokksins hafi ekki áttað sig á því að nauðsyn bar til að treysta hugmyndafræðilegan grundvöll Sjálfstæðisflokksins og það skipti höfuðmál en ekki skipulagsbreytingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef stutt flokkinn alla mína tíð, en flokkur sem er tekinn við hagsmunagærslu fyrir útgerðina á kostnað alls annars er eitthvað sem ég á ekki samleið með lengur.  Hef rekið mitt eigið fyrirtæki í 25 ár og þar að leiðandi átt samleið með Sjálfstæðisflokknum. 

Nú hlustar hann ekki á atvinnulífið, stærstu útfluttningsfyrirtækin (önnur en útgerðarfyrirtæki) ASÍ né neina aðra.  Hafsmunir útgerðar og landbúnaðar hafa forgang yfir önnur mál hverju sem tautar eða raular.

Það er ekki sá flokkur sem ég þekki enda er hann farinn úr næstum 40% fylgi í niður fyrir 20% og stefnir í fylgi gamla Alþýðubandlagsins.  Þess fyrir utan eftir að hafa starfað með fyritæki í þennan tíma er ég alveg viss um að krónan er dauð mynt sem eingöngu á eftir að jarða.  Allir sem neita slíku hafa ekki starfað við einkaframtak né rekið fyrirtæki.    Höftin muna aldrei fara með krónunni og við slíkt er ekki hægt að búa á 21 öldinni.

Því er ég fylgjandi að skoða aðra kosti sem bjóðast og þá hugnast mér EU fram yfir USA, Rússland eða Kína.

Magnús Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 18:31

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Jón að opið orðalag spurningar gefur opið svar. Síðan eru t.d. aðrir hvatar hugsanlegir (ulterior motives) eins og hjá VG- kjósanda að svara játandi til þess að veikja útkomu Sjálfstæðisflokksins.

Vegið var að hugmyndafræðilegum grundvelli Sjálfstæðis- flokksins með ESB- aðdáunarferlinu. Það veikti hann og síðan kom hrunið, mitt í ESB- samkrullinu í stjórn með Samfylkingunni. Nú væri óskandi að línur skýrðust og að nýi ESB- krataflokkurinn verði til.

Ívar Pálsson, 1.4.2014 kl. 21:52

3 identicon

Nákvæmlega, Jón!

Ef húsið skekkist á grunninum þá stendur það ekki lengi. Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða eins og Skakkiturninn í Písa, fagur á að líta, en ekki til neinna nota. guð gefi þjóðinni náð til að varðveita auðlindirnar til hagsbóta landi og þjóð!

Snorri Oskarsson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 297
  • Sl. sólarhring: 693
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2427918

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3809
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband