Leita í fréttum mbl.is

Abba og menningarelítan

Það eru 40 ár frá því að Abba vann söngvakeppni Evrópu með laginu Waterloo. Fáir trúðu því þá að Abba ætti eftir að verða vinsælasta dægurlagahljómsveitin að Bítlunum undanskildum.

Meðlimir Abba höfðu reynt árum saman áður en þeir sigruðu með Waterloo að ná frægð og frama. Ári áður reyndi Abba að komast í Evrópsku söngvakeppnina með laginu "Ring Ring" en náðu ekki árangri, en þar sem lagið seldist vel annarsstaðar en í Svíþjóð og varð ofurvinsælt átti Abba greiðari leið árið eftir.

Þó Abba ynni sigur var vinstri sinnaða sænska menningarelítan ekki ánægð með hljómsveitina hvorki fyrir né eftir. Einn sænskur gagnrýnandi talaði um að Abba væri dæmi um "fársjúkt kapítalískt þjóðfélag"  þar sem fólki væri svo ofgert með vinnu að það hefði ekki orku til að hlusta á annað en lágmenningartónlist Abba.

Ef þeir einu sem njóta styrkja frá almenningi vegna listsköpunar sinnar kæmust áfram þá hefði Abba aldrei náð vinsældum og þannig er um marga fleiri topplistamenn fyrr og síðar.

Hvað sem öður líður þá hefur tónlist Abba verið einstök og það er hægt að þakka Abba fyrir að hafa auðgað tilveruna síðustu 40 ár og því viðeigandi  að segja  "Thank you for the music." 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér líst betur á þá grúbbu heldur en t.d. polla-pönk-fíflalætin.

Jón Þórhallsson, 6.4.2014 kl. 17:27

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég varð fyrir þeirri merkilegu reynslu að sjá ABBA meðan þau hétu enn „Björn, Benny, Frida och Agneta“ á sveitaballi á Skáni 1973, árið fyrir Waterloo. Mér er þetta minnisstætt vegna þess hve gífurlega „professional“ þau voru þarna innan um fullu Svíana og hve mikill „klassi“ var strax yfir þeim löngu áður en þau urðu heimsfræg.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.4.2014 kl. 17:49

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það voru margir sem höfðu ekki mikið álit á Abba, enda rís Abba til þegar pönk er enn í gangi og diskóið á fullu. Löngu síðar sagði Bono frá því að hann og pönkararnir hefðu fyrirlitið Abba innilega, en nú yrði hann að játa, að þeir hefðu haft kolrangt fyrir sér.

Við Helga fórum í stutta ferð til Írlands þegar Abba var að koma sér á kortið og komum heim með alveg splunkunýtt lagið "Dancing queen".

Dóttir okkar fór með það á plötukvöld í skólanum þar sem krakkarnri áttu að leggja sjálf til tónlist, og varð fyrir miklum vonbrigðum með það að hennar framlag þótti afar lélegt.

Aðeins nokkrum vikum síðar trónaði "Dancing queen" á toppnum og þá var það allt í einu "in."

Átti leið framhjá FÍH salnum í gær þar sem kór og hljómsveit voru að flytja þessa klassík og í söngkepnni framhaldsskólanna í gær hljómuðu lög frá sjöunda áratugnum.

Það sem einu sinni var gott, en hefur fallið í gleymsku, verður aftur gott.  

Ómar Ragnarsson, 6.4.2014 kl. 18:12

4 Smámynd: Már Elíson

Góður pistill, og hverju orði sannara, Jón.

Már Elíson, 6.4.2014 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband