Leita í fréttum mbl.is

Fall sparisjóðanna. Athyglisverð skýrsla

Eftir hraðlestur í gegn um ákveðna kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna þá má sjá að efnistök og vinnubrögð eru fagleg og betri en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall viðskiptabankanna. Sú skýrsla var stemmningsskýrsla skrifuð af fólki með takmarkaða þekkingu á viðfangsefninu og nefndarmenn gættu ekki að grundvallarreglum m.a. varðandi andmælarétt.

Viðtöl við nefndarmenn í sparisjóðanefndinni eru líka athyglisverð. Þar eru ekki gífuryrði eða hæpnar fullyrðingar heldur málflutningnum hófstillt. Að svo komnu máli sýnist mér því að nefndin hafi skilað góðu dagsverki ólíkt fyrri rannsóknarnefndum Alþingis í kjölfar bankahrunsins 2008.

Varðandi viðbrögð stjórnvalda vegna sparisjóðanna má sjá þá niðurstöðu nefndarinnar að ráðleysi hafi verið hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir varðandi málið þar segir rannsóknarnefndin m.a. 

  " Það er mat rannsóknarnefndarinnar að á árunum 2008–2011 hafi ríkt sérstakar aðstæður á íslenskum fjármálamarkaði og því hafi fjármálafyrirtækjum réttilega verið veittur viðbótarfrestur til að koma eiginfjárgrunni sínum í lögmælt horf samkvæmt 2. málsl. 4. mgr. 86. gr. laga nr. 161/2002. Það vitnar þó um óskýra lagaframkvæmd að þrír sparisjóðir hafi starfað lengur en í 12 mánuði eftir að ljóst varð að eiginfjárhlutfall þeirra væri undir lögbundnu lágmarki."

Hér er vikið að  tilraunum Steingríms J. Sigfússonar þáverandi fjármálaráðherra til að halda lífi í ákveðnum Sparisjóðum. Þær aðgerðir ráðherrans með tilstyrk og tilstuðlan þáverandi forstjóra  Fjármálaeftirlitsins Gunnars Andersen kostuðu skattgreiðendur meira en skuldaleiðréttingin sem fjármálaráðherra leggur til að eigi sér stað mun kosta.

Málatilbúnaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á síðasta kjörtímabili er staðfestur,  þegar hann gagnrýndi Steingrím J. Sigfússon og Gunnar Andersen fyrir fara ekki að lögum varðandi eiginfjárhlutfall sparisjóða. Gunnar Andersen sagði það rangt hjá þingmanninum og lagðist í hatursherferð gegn honum fyrir að segja satt um lagabrot Gunnars Andersen og Steingríms J. Sigfússonar.

Fróðlegt verður að fylgjast með umræðum um sparisjóðaskýrsluna á Alþingi og sjá hvort að samhljómur verður með þeim flokksbrærunum Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem stóð vaktina af mikilli prýði á síðasta kjörtímabili og Vilhjálmi Bjarnasyni samflokksmanni hans sem var einn helsti sporgöngumaður Gunnars Andersen þáverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins á sama tíma.  



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna ert þú ekki að lesa rétt í skýrsluna. Það hefur komið skýr fram í viðtölum við formann rannsóknarnefndarinnar að það sé ekkert sem bendi til þess að tapið á sparisjóðunum þar með talið Sparisjóði Keflavíkur hefði orðið minna hefðu þeir verið gerðir upp strax. Lækkun á eigin fé þeirra stafaði af því að allt of hátt verðmat á eignum þeirra var leiðrétt en ekki af því að verðmæti þeirra hafi minnkað.

Það er því alveg á tæru að fullyrðingar ýmisa aðila þar með talið þín í gegnum árin að með þessu hafi tapst fé skattgreiðenda eiga ekki við nein rök að stðjast og voru því ekkert annað en ómakegar ærumeiðingar í garð Steingríms J. Sigfússonar. Þú og aðrir sem hafið verið að halda þessum rangfærslum fram skuldioð honum því afsökunarbeiðni og væruð menn að meira að bera hana fram.

Þesar fullyrðingar ykkar hafa enfaldlega verið rakið kjaftæði frá upphafi til enda. Tapið af falli Sparisjóðs Keflavíkur var sök þeirra sem stjórnuðu honum og eins Fjármálaeftirlitsins sem lét þá komast upp með þá órðaðsíu sem einkenndi stjórnun þeirra og það far fyri daga Gunnars Andessens í stóli forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Sigurður M Grétarsson, 12.4.2014 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 411
  • Sl. sólarhring: 1366
  • Sl. viku: 5553
  • Frá upphafi: 2469937

Annað

  • Innlit í dag: 386
  • Innlit sl. viku: 5094
  • Gestir í dag: 384
  • IP-tölur í dag: 375

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband