14.4.2014 | 21:04
Fréttir. Ekki fréttir og Rangar fréttir
Fréttamaður á Ríkisútvarpinu til margra ára vakti réttilega athygli á því fyrir skömmu hversu afkáraleg fyrsta útvarpskvöldfrétt RÚV var á sunnudagskvöld. Því miður er fréttastofa RÚV ekki ein um þá hitu að koma með ekki fréttir og rangar fréttir.
Í fréttum fjölmiðla hefur ítrekað verið sagt frá því að fólk sæki meira í verðtryggð lán vegna þess hvað afborganir séu hagstæðar í byrjun. Ekki er bent á það að verðtryggingin étur upp alla eignamyndun. En þessar fréttir eru rangar. Í riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika nr. 1.2014 segir:
"Athygli vekur hversu mikið vægi verðtryggðra skulda lækkaði á síðasta ári eða sem nemur um helmingi af þeirri lækkun sem aðgerðum ríkisstjórnarinnar er ætlað að ná. Hlutur óverðtryggðra lána heldur áfram að aukast og er eina lánaformið sem eykur hlutdeild sína af heildarskuldum, þ.e. í lok árs 2012 var hlutdeild óverðtryggðra lána 16,5% en 18% í lok síðasta árs."
Fréttir um að fólk sé að taka verðtryggð lán í stórum stíl eru draugasögur sjálfsagt fabrikeraðar hjá verðtryggingarfurstum til að sýna hversu fráleitt sé að afnema verðtryggingu.
Í annan stað er því ítrekað haldið fram að heimilin standi nú mun betur að vígi og skuldir þerira lækki og lækki. Þetta er villandi frétt og að hluta röng. Í áður tilvitnuðu riti kemur fram á bls. 51 að lækkun skulda heimila sé aðallega vegna endurútreiknings ólögmætra gengislána. En það er ekki öll sagan. Einnig kemur til að fjármálafyrirtæki hafa keypt eignir fólks m.a. á nauðungaruppboði og þar með lækkar skuldastaðan. Þetta eru ekki merki um batnandi stöðu með blóm í haga.
Í þriðja lagi sögðu fjölmiðlar frá því í dag að skuldsetning fyrirtækja hafi dregist saman og lækkað um 24% af þjóðarframleiðslu frá því í fyrra. Af fréttunum mátti ráða undraverðan rekstrarbata fyrirtækjanna, en svo er ekki. Ástæða skuldalækkunar fyrirtækja er vegna afskrifta fjármálafyrirtækja á skuldum þeirra eins og einnig kemur fram í ofangreindu riti.
Ekki kemur fram hvað margir tugir eða hundruð milljarða voru afskrifuð á fyrirtækjunum.
Í staðinn fyrir að birta rangar fréttir og ekki fréttir ættu fjölmiðlar að segja okkur fréttir t.d. hvað mörg hundruð milljarðar hafa verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækja í landinu.
Talsmenn fjármálastofnana og ASÍ sem hafa amast við skuldalækkun venjulegs fólks ætti síðan að fá í viðtöl til að gera okkur grein fyrir af hverju það er í lagi að afskrifa skuldir á fyrirtæki en ekki hjá fólki.
Fréttamenn ættu að skoða það sem máli skiptir og beina sjónum sínum að því sem skiptir máli fyrir fjöldann í stað þess að vera stöðugt að leita uppi einstaklingsbundin vandamál raunveruleg, orðum aukin eða tilbúin.
Vantar ekki fleiri fréttamenn sem eru neytendavænir og hafa metnað til að flytja fólki góðar og heildstæðar fréttir?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 295
- Sl. sólarhring: 703
- Sl. viku: 4116
- Frá upphafi: 2427916
Annað
- Innlit í dag: 271
- Innlit sl. viku: 3807
- Gestir í dag: 263
- IP-tölur í dag: 252
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Takk fyrir þessa samantekt Jón.
Þá mættu fjölmiðlar einnig skoða hversu mikið verðtryggð lán "lækka" við minni verðbólgu. Sú hækkun sem fellur á þessi lán við aukna verðbólgu er færð ofaná höfuðstól og fer ekkert þaðan þó verðbólga hjaðni. Þessum staðreyndum er haldið frá fólki, meðvitað eða af vanþekkingu fréttamanna.
Gunnar Heiðarsson, 14.4.2014 kl. 21:40
Góð og nauðsynleg athugasemd Gunnar takk fyrir það.
Jón Magnússon, 15.4.2014 kl. 09:22
Er ekki rétt hjá mér að svona venjulegur Íslendingur fær ekki greiðslumat til að taka hátt óverðtryggt lán þar sem greiðslubirgðin af því er svo há í byrjun! Er það ekki þessvegna sem fólk er nú að taka verðtryggð lán. Og jafnvel treystir á að á næstu árum verði verðtrygging bönnuð og/eða auðvelt verði að skipta í óverðtrygglán síðar. Þannir sýnist mér að afborgun í byrjun sé um 131 þúsund af óvertryggðu 18 milljóna láni með 7,4% vöxtum en um 95 þúsund af vertryggðu láni með 3,85% vöxtum ef að verðbólgan ríkur ekki upp næstu árin. Þetta er miðað við 3 til 3% verðbólgu.
Og ef við miðum við meðaltekjur þá á húsnæðiskosnaður ekki vera meiri en 35 til 30% þá með fasteignagjöldum og örðu og aðarar skuldir þá held ég að fólk þurfi skolli háar tekjur til að ráða við milli 130 til 140 þúsund á mánuði af bara húsnæislánum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2014 kl. 17:13
Jón. Þarna ert þú að gagnrýna fréttstofnuna fyrir að hafa ekki komið fram með þá röngu fullyrðingu að "verðtryggingin éti upp eignarmyndun". Þessi fullyrðing er þvæla. Verðtrygging kemur í veg fyrir eignarrýrnun lánveitanda en eyðir ekki eignarmyndun lántaka.
Ef við skoðum húsnæðislána og húsnæðismarkaðinn milli janúar 2002 og janúar 2014 þá hefur vísitala neysluverðst til verðtryggingar hækkað um 89,8% á þeim tíma. Á sama tíma hefur húsnæðisverð á höfuðborgrasvæðinu hækkað um 143,1%.
Ef við tökum einstakling sem hefur keypti ibúð í janúar 2002 sem hefur hækkað í verði til samræmis við meðalverðhækkun íbúða á höfuðborgarsvæðinu og hann fjármagnaði hana 100% með lántöku það er átti ekkert í henni þegar hann keypti hana þá ætti hann núna 21,9% af verðmæti hennar ef hann hefði einingis greitt vexti af láninu en ekki greitt það neitt niður. Hann væri sem sagt búin að eignast rúmlega fimmtung af verðmæti íbúðarinnar án þess að greiða neitt fyrir það. En að sjálfsögðu væri hann búinn að greiða lánið eitthvað niður og ætti þá eigin fé í íbúðinni sem því nemur umfram 21,9%.
Vissulega gæti lánið verið hærra í krónum talið en þegar hann tók það en það skiptir engu máli því verðmæti íbðuðarnnar er líka hærra í krónum talið.
Á sama tíma hefur launavístiala hækkað um 108,6%. Ef laun þessa manns hefðu hækkað á þessu tímabili til jafns við almenna launaþróun í landinu og greiðslubyrði lánsins hafi verið 40% af tekjum í upphafi þá hefði hún í janúar 2014 verið komin niður í 36,4% af tekjum.
Hvert er vandamálið?
En varðandi skuldaniðurfellingar. Afskriftir skulda hjá fyrirtækjum eru hvort eð er tapa fé og því aðeins verið að raungera það með afskriftum. Það hefur líka verið gert gagnvart einstaklingum. Sá kostaður lendir á kröfuhöfum í þrotabú gömlu bankanna enda reiknast endanlegt verð sem nýju bankarnir þurfa að greiða fyrir lánasöfnin að mestu út frá því hversu mikið mögulegt er að innheimta af lánunum. Almenningur þarf því ekki að fjármagna þessar afskriftir. Öðru máli gegnir um þær niðurgreiðslur sem stjórnvöld hyggjast nú standa fyrir. Það eru bara tifærslur úr einum vasa hjá almenningi yfir í annan. Það gilda allt önnur lögmál og allt önnur viðhorf um slíkt og þegar slíkt á sér stað þarf að réttlæta það.
En ef við tökum mannin sem keypti sér íbúð í janúar 2002 og hefur hagnast um sem nemur 21,9% af verðmæti íbúðarinnar vegna hækkunar húsnæðisverðs umfram hækkun neysluvísitölu þá ætti hann nú að fá allt að 4 milljónir niðurgreiddar af skattgreiðendum á grunvelli einhvers Ímyndaðs forsendubrests sem hann átti að hafa orðið frir. Þar með verður hagnaður hans orðin allt a 4 milljónir umfram þau 21,9% sem hann hefur þegar hagnast um á þesum viðskiptum.
Sigurður M Grétarsson, 15.4.2014 kl. 21:21
Og Jón. Ég þarf fljótlega að fara að stækka við mig íbúð. Ég hef reiknað út hvaða lánsform er hagstæðast fyrir mig í þeim íbúðakaupum. Ég er viðskiptafræðingur og er því fullfær um að reikna það út. Niðurstaðan er sú að hagstæðasta formið er verðtryggt lán til 40 ára.
Af hverju vilt þú fremja skemmdarverk á mínum fjárhag með því að banna mér að taka þá gerð láns sem er hagstæðast fyrir mig? Af hverju má ég ekki taka það lán í friði fyrir stjórnvöldum?
Sigurður M Grétarsson, 15.4.2014 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.