Leita í fréttum mbl.is

ASÍ og danska íbúðalánakerfið

Eftir að forusta ASÍ var komin út í horn í vörn sinni fyrir verðtrygginguna. Beruð að því að hafa svikið launþega í landinu í skuldafjötra verðtryggingar, vegna hagsmuna lífeyrissjóða, þá kom ASÍ forustan með þá snilldarlausn að við ættum að taka upp danska húsnæðislánakerfið.

Gylfi Arnbjörnsson og valdaklíka hans, sem kom í veg fyrir það að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi við Hrunið, ber ábyrgð á því að stjórnvöld freista nú með að leiðrétta geigvænlega hækkun sem varð á verðtryggðu lánunum vegna Hrunsins allt að 80 milljarða á kostnað skattgreiðenda.

ASÍ forustan hefur haldið kynningarfund um kosti danska húsnæðislánakerfisins og lagt til að það yrði tekið upp. Þrátt fyrir að það virðist margt gullið sem glóir í því útlandinu þá getur samt verið um ómerkilega glitsteina  að ræða en ekki eðalmálm.

Í grein í Economist 19-25.apríl  segir um kerfið að það sé eitthvað rotið í Danmörku og "Denmark´s property market is built on rickety foundation" eða Danska íbúðakerfið er byggt á óstöðugum grunni. og danskar fjölskyldur séu með hæstu skuldir miðað við tekjur allra 34 ríkja OECD og eyðsla Dana líti út fyrir að vera álíka slæm og ábyrgðarlausra Suður-Evrópu búa. 

Danska íbúðalánakerfið er því ekki endilega það besta sem hægt er að taka upp þó að ákveðin atriði væru kærkomin fyrir íslenska íbúðakaupendur og nauðsynlegt að innleiða.  Vextir af veðlánum í Danmörku eru með því lægsta sem þekkist í heiminum vegna gagnsæis og mikillar samkeppni á lánamarkaðnum.  Íslenskir neytendur þyrftu heldur betur að geta notið slíkra hluta án þess að taka upp danska kerfið að öðru leyti. 

Hér erum við með hæsta lánakostnað á húsnæðislánum sem þekkist í heiminum vegna verðtryggingar. Það væri því nauðsynlegt að fá alvöru samkeppni á lánamarkaðinn sem tryggðu íslenskum neytendum lága vexti og góð lánakjör.  Þá mundi velmegun í landinu aukast til muna.

En það sem skiptir mestu máli það er bann við verðtryggingu á neytendalán strax. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Er ekki verðtrygging á neytendalögum búin að vera ólögleg a.m.k. frá upphafi þessarar aldar? Mér skilst að Hagsmunasamtök heimilanna séu að berjast fyrir að fá prófmál fyrir dómi.

Sumarliði Einar Daðason, 24.4.2014 kl. 13:20

2 identicon

sæll jón

það er lítið sem kemur út úr þessu hjá þessum samtökum, auk þess er alltaf verið að tala um sýndarveruleika, það er t.d. ekki heldur nein evra á íslandi, og verður ekki um sinn í mörg ár. Hvenær fara menn að koma úr loftbelgnum sínum niður á jörðina? Það er kannski verra fyrir launamenn sem bera mikinn kostnað við að halda þessari krataklíku uppi á ofurkaupi

jón (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 09:16

3 identicon

Ástæða þessara skulda eru ekki húsnæðiskerfið sem slíkt heldur er þar skattkerfinu um að kenna. Skattkerfið verðlaunar ríkulega skuldir og það er skattalega hagkvæmt að halda skuldum á íbúaðarhúsnæði eins nálaægt 80% af markaðsvirði (eða hærra ef einhver er tilbúinn til að lána svo mikið, td. var mjög mikið um 110-130% lán/lánatilboð 2006/7 í DK).

Eyðlan sem Economist vísar svo til er vegna þess að peningarnir sem fást út úr þessar óendanlegu endurfjármögunarhringekju eru svo geymdir annarsstaðar en í bankanum því eignir þar koma á móti skuldum í húsnæði. Í því samhengi er rétt að minna á að meðal líftíma danskra húsnæðislána er um 3 ár þó lánað sé til 30 ára enda eru td. ekki stimpilgjöld af húsnæðislánum til einkanota.

Magnús (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 349
  • Sl. sólarhring: 1358
  • Sl. viku: 5491
  • Frá upphafi: 2469875

Annað

  • Innlit í dag: 331
  • Innlit sl. viku: 5039
  • Gestir í dag: 330
  • IP-tölur í dag: 324

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband