Leita í fréttum mbl.is

Hinir umburðarlyndu

Hinir umburðarlyndu í Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Samfylkingunni hafa undanfarið hneykslast á oddvita Framsóknar í borgarstjórn fyrir efasemdir um lóðaúthlutun fyrir mosku í Reykjavík. Vilhallir fréttamenn þessa "umburðarlynda og víðsýna fólks" hafa elt uppi forustumenn Framsóknarflokksins til kreista fram fordæmingu á flokkssystur sinni.  Ummæli sem fréttahaukarnir telja bera augljósan vott um rasisma og þjóðernisofstæki.

Samt sem áður hefur oddviti Framsóknar ekki mælt styggðaryrði um múslima eða veist að trúarskoðunum þeirra eftir því sem ég veit best. 

Á sama tíma er upplýst að Kristín Soffía Jónsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur látið frá sér fara mun alvarlegri ummæli um trúarhóp, en oddviti Framsóknar um múslima. Svo bregður hins vegar við að reynt er að þagga það niður og forustumenn Samfylkingarinnar eru ekki eltir á röndum til að fá afstöðu þeirra til ummæla Kristína Soffíu Jónsdóttur. 

Ummæli Kristína Soffíu sem hér er vikið að um Aust-rómversku kaþólsku kirjkuna eru: "Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að úthluta lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér".

Ummælin viðhafði Kristín Soffía vegna viðhorfa safnaðarins til samkynhneigðra, sem eru raunar svipuð og rómversk kaþólskra og mun mildari í garð samkynhneigðra og réttinda þeirra en afstaða múslima.

Séu ummæli oddvita Framsóknarflokksins og frambjóðanda Samfylkingarinnar borin saman þá fela ummæli frambjóðanda Samfylkingarinnar í sér mun meiri fordóma, skort á umburðarlyndi og skort á víðsýni og eru alvarlegri og fordæmanlegri ef eitthvað er. Samt sem áður er engin krafa gerð um að hún víki úr fjórða sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Fréttamenn elta heldur ekki Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar vegna þessara ummæla flokkssystur hans,  þó þeir hundelti Sigmund Davíð og tíundi í hverjum fréttatíma að hann hafi ekki fordæmt ummæli flokkssystur sinnar.

Ummæli Kristínar Soffíu eru vissulega fordæmanleg og ósæmileg. Athyglisvert er að í urmæðu um málið segist hún sjá eftir því að hafa sagt þetta, en nefnir ekki sérstaklega hvað hún sjái eftir. Hún hefur heldur ekki beðist afsökunar á ummælunum sem telja verður lágmark þegar um svo alvarleg og lágkúruleg ummæli er að ræða.

Finnst Árna Páli Árnasyni og Degi B. Eggertssyni forsvaranlegt að hafa Kristínu Soffíu á framboðslista Samfylkingarinnar eftir að opinberuð hafa verið þessi ummæli hennar. Finnst þeim eðlilegt að hún sitji á framboðslistanum án þess að sinna þeirri lágmarkskurteisi að biðjast afsökunar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Jón:

þetta segir Kristín í frett visir.is:

ég sé eftir þessum ummælum og það er gott að fá tækifæri til að biðjast afsökunar á þeim.

Þannig að ég sé nú ekki betur en að hún nefni hvað hún sjái eftir OG að hun biðjist afsökunar.

Held að maður verði að vera lögfræðingur til að túlka orð hennar á annan veg! :)

Finnst þér í alvöru ástæða til að kalla eftir umsögnum flokkssystkina hennar um þetta? Eða ertu bara í málsvörn fyrir xB oddvitann?

Hvað finnst þér annars sem lögmenntuðum manni um ummæli hennar, um að ekki beri að veita lóðir til múslima né rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, fyrst við séum hér með Þjóðkirkju? Ertu sammála henni um að sveitarfélög eigi að meðhöndla þessi og fleiri (óháð en skráð og viðurkennd) trúfélög með öðrum hætti en Þjóðkirkjuna?

Einar Karl, 28.5.2014 kl. 12:56

2 identicon

Sæll.

Gott hjá þér að vekja athygli á þessari hræsni fjölmiðlamanna. Annars er ljóst að þeir ætla að hegða sér með afar áþekkum hætti hérlendis hvað múslima áhrærir og kollegar þeirra víða um heim.

Er íslam trúarbrögð? Trúin er bara ein hlið íslam, íslam er í reynd þjóðfélagskerfi sbr. tilvist íslamskra banka víða um heim. Menn kannast kannski við sharía lög (og stór hluti múslima í Evrópu vill þau).  

Mér finnst íslam raunar lykta meira af því að vera einhvers konar glæpasamtök og hef ég séð fyrir því sannfærandi rök. Múslimar mega, skv. kóraninum, ráðast á og drepa þá sem aðhyllast ekki íslam (súra 4:89 og mörg önnur vers). Sömuleiðis má drepa þá múslima sem ganga af trúnni og lifa margir fyrrum múslimar í skugga þess. Í súru 5:51 er múslimum meinað að vingast við kristna og gyðinga. Hvað myndi fólk segja ef skipulögð glæpasamtök fyndu upp trúarbrögð og notaði þau til að réttlæta starfsemi sína?

Framkoma við konur er með öllu óásættanleg innan íslam. Hjónabönd við stúlkur eru álitin eðlileg (súra 65:4). Konur geta bara erft helming þess sem karlar geta erft (súra 4:11). Bara karlar geta farið fram á skilnað (súra 2:229). Sömuleiðis er fjölkvæni leyfilegt. Hvar eru nú annars femínistar, sá málefnalegi hópur? Sóley, hvar ertu? Steingrímur og Ögmundur, ætlið þið bara stundum að vera femínistar?

Vissuð þið að leiðtogi Boko Haram er lærður í íslömskum fræðum? Hann er svo lærður að múslimar á Vesturlöndum treysta sér ekki til að fordæma það sem hann hefur gert út frá því sem í kóraninum segir.

Málfrelsi eins og við þekkjum það fyrirfinnst ekki í íslam og afar hættulegt getur verið að gagnrýna íslam. Spyrjið bara dönsku skopmyndateiknarana ef þið trúið mér ekki. Þið getið líka prófað að spyrja kvikmyndagerðarmanninn Theo van Gogh. Æ nei, það er ekki hægt því hann var drepinn fyrir að setja út á íslam. Bömmer.

Er einhver svo bláeygur að halda að íslam hafi breiðst út með friðsamlegum hætti? Þeim sem aðhyllast önnur trúarbrögð innan íslamskra ríkja fækkar hratt, m.a. vegna jizyah. Halda menn að allt yrði ekki brjálað ef við reyndum að skattleggja múslima hérlendis sérstaklega? Samt er í lagi frá þeirra bæjardyrum séð að skattleggja minnihlutahópa í íslömskum löndum sérstaklega. Tvöfaldur standard much?

Þessi siður og Vestræn menning eiga einfaldlega ekki samleið. Annars hafa fjölmiðlamenn brugðist algerlega, þeir sleppa því að fræða fólk um íslam - þorri fólks heldur að íslam sé eins og hver önnur trúarbrögð en slíkt er fjarri lagi. Það sem þú bendir á hér Jón er angi sama vanda. Fjölmiðlamenn höfðu heldur ekki nokkurn minnsta áhuga á því eftir hrunið að ræða sín vinnubrögð í aðdraganda hrunsins. Metnaðarleysi virðist vera mjög útbreitt í fjölmiðlageiranum.

Svo heyrist voðalega lítið um andúð íslam á samkynhneigðum, samtök samkynhneigðra í Íran áætla að um 4000 manns hafi verið líflátin fyrir samkynhneigð í Íran frá byltingunni þar. Hvað finnst Sf og fjölmiðlamönnum um það?

Múslimar eru ábyggilega upp til hópa gott fólk en íslam er hugmyndafræði haturs. Múslimar eru helstu fórnarlömb íslam og hlutskipti þeirra er afar sorglegt. 

Þeir sem kalla málflutning oddvita Framsóknar í Rvk rasisma ættu að fletta því orði upp.  

Helgi (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 14:08

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tell að lágkúruleg ummæli á borð við þau, sem þú birtir, eigi ekki að sjást hjá frambjóðanda neins framboðs í Reykjavík. Hafði raunar ekki séð þau fyrr og vissi raunar ekki að Kristín Soffía væri á framboðslista.   

Ómar Ragnarsson, 28.5.2014 kl. 14:28

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sannarlega er það augljóst að þessir miðlar munu hvorki spyrja Árna Pál né Dag.

Sigurður Þórðarson, 28.5.2014 kl. 15:14

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vekja athygli á þessu, þau eru góð í áróðrinum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2014 kl. 08:40

6 identicon

"umburðalynada og víðsýna fólks". Ironiskt - Segir allt sem segja þarf.

"Ólýðræðislegt og ráðríkt krata fólk".

Byggja upp krata-kommúnistablokkir í miðbæ Reykjavíkur sem minna á DDR.

Uppsprengd leiga sem enginn almennur borgari getur borgað, en aðein borgin getur borgað og þá væntanlega undir gestina "einstæðu börnin" sem bíða eftir fjölskylduinnflutningnum, því foreldrarnir finnast ALLTAF eftir að þau hafa fengið dvalarleyfi. Reynsla annarra norðurlanda. "Flóttamennirnir vegabréfslausu frá Sýrlandi eða eru pað kannski bara jihadistar" flytja að sjálfsögðu inn líka á kostnað skattborgara, ef kratar fá að ráða. Ekki ósennileg að Össur teki á móti þeim með föruneyti frá Gaza sem "sörpræs".

Flugvöllurinn, hann getur nú farið fjandans til og fullkomlega óþarfi að byggja nýjan. Það vantar land undi DDR blokkir. En hefur Ómar Ragnarsson skoðun?

Mín skoðun er einföld á umsögn Kristínar Soffíu.

Henni er illa við trúarsöfniði, en þorir ekki fyrir sitt litla líf að segja hvað hún hugsar t.d. um and-kritilegan söfnuð eins og múslima og islam yfir höfuð.

Stjórnmálamaður og það vinstri PK má ekki fá á sig stimpilinn: Rasisti, fasisti, nasisti og islamabob, en þetta eru höfuð röksemdirnar frá vinstri sinnum, þegar islam er í umræðunni. Sem sagt, engin rökræða.

kv.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 11:23

7 Smámynd: Einar Karl

Óttalega klént af þér Jón að birta engar athugasemdir við þennan pistil.

Einar Karl, 29.5.2014 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 816
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband