Leita í fréttum mbl.is

Nýr foringi?

Elliði Vignisson og sjálfstæðisfólk í Vestmannaeyjum unnu það ótrúlega afrek að fá 73% greiddra atkvæða í bæjarstjórnarkosningunum.

Í lýðræðisríki þar sem stjórnendur ráða ekki fjölmiðlum er algjör undantekning að stjórnmálaflokkur nái svo afgerandi fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað Vestmannaeyjum undanfarin ár og sá stuðningur sem flokkurinn fær nú sýnir að bæjarbúar eru almennt mjög ánægðir með störf meirihlutans.

Elliði Vignisson bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisfólks í Vestmannaeyjum hefur verið óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós og m.a. boðið vinstri menningarelítunni í 101 Reykjavík byrginn. Að honum var heldur betur sótt í kjölfar þess. Elliði stóð hins vegar jafnréttur ef ekki réttari eftir.

Í kjölfar þessa góða árangurs er eðlilegt að Sjálfstæðisfólk gaumgæfi hvort  kominn sé fram nýr foringi flokksins á landsvísu sem líklegur sé til góðra verka og geti notið almenns trausts landsmanna.

Sú forustusveit Sjálfstæðisfólks þ.á.m. nýs forustufólks,  sem nú hefur haslað sér völl víða um land í sveitarstjórnum  þarf að láta  til sín taka í auknum mæli á vettvangi landsmála.

Þjóðin og Sjálfstæðisflokkurinn þurfa á því að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón, ég er búinnn að vera á þessari skoðun varðandi Elliða Vignisson í allnokkurn tíma og er ánægður með að fleiri deila henni með mér. 

Þá er spurning hvort ekki sé tímabært fyrir Sjálfstæðisflokkinn í ljósi þess að hann er sigurvegari á landsbyggðinni en með heldur slakt gengi í höfuðborginni að Formaðurinn komi af landsbyggðinni?  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.6.2014 kl. 11:58

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

LÍÚ og Sjálfstæðisflokkurinn eiga Vestmannaeyjar... en varla meira en það af Íslandi.

 Veldi Vestmannaeyjakóngs er bundið við Heimaey.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.6.2014 kl. 14:56

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég var nú fyrst og fremst að tala um Elliða sem forustumann og að hann ætti vel heima sem einn helsti forustumaður Sjálfstæðisflokksins. Þar var ekki sérstaklega verið að tala um formennsku.

Jón Magnússon, 3.6.2014 kl. 00:11

4 Smámynd: Jón Magnússon

Jæja Jón minn Ingi er því virkilega þannig varið.

Jón Magnússon, 3.6.2014 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 276
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 4492
  • Frá upphafi: 2450190

Annað

  • Innlit í dag: 250
  • Innlit sl. viku: 4179
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband