Leita í fréttum mbl.is

Sendiherrar og sýndarrök.

Utanríkisráðherra skipaði tvo nýja sendiherra í gær. Auðvelt er að gagnrýna það ráðslag með málefnalegum rökum. Heildarúttekt á utanríkisþjónustunni hefur ekki farið fram. Sendiráð og sendinefndir eru of margar. Sendiherrar of margir. Sendiherrastöður á að auglýsa. En formaður VG gerir það ekki.

Björn Valur Gíslason varaformaður VG er þó sýnu málefnalegri í  gagnrýni sinni á  flokksfélaga sinn Árna Þór Sigurðsson nýskipaðan sendiherra. Formaður VG, Katrín Jakobsdóttir hefur ekkert við skipan Árna að athuga, en allt á hornum sér vegna skipunar Geirs H. Haarde.

Katrín segir að ekki megi skipa Geir þar sem hann eigi í málaferlum við Ríkið. Samt veit hún vel að opinberir starfsmenn hafa oft leitað réttar síns gegn Ríkinu. Hingað til hafa það verið talin sjálfsögð mannréttindi. Katrín sagði ekkert þegar Már Seðlabankastjóri fór í mál við Seðlabankann. Það var í lagi af því að þar var félagi Már. Öðru máli gegnir um Geir. Geir Haarde má ekki leita réttar síns ekki einu sinni til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Forustumenn VG og forvera þess flokks hafa iðulega talað um helgan rétt opinberra starfsmanna sem og anarra að leita réttar síns. Þeir hafa fordæmt Verufsverbot, embættisbann vegna skoðana. En það á ekki við um Geir að mati Katrínar. Geir má ekki leita álits dómstóls á því hvort mannréttind hafi verið á honum brotin. Þessi málatilbúnaður Katrínar eru sýndarrök og henni til minnkunar, en e.t.v. eðlileg þar sem hún var einn af ákærendunum í pólitískri ákæru gegn Geir.

Geir H. Haarde er umdeildur, en það er ekki vegna starfa hans að utanríkismálum m.a. sem utanríkisráðherra.  Hann hefur fjölþætta menntun, gott vald á mörgum tungumálum auk annarra kosta sem þykja skipta miklu svo úr verði góður sendirherra. Skipan Geirs var því rökrétt miðað við feril hans og stöðu. Að halda öðru fram er ómálefnalegur hatursáróður.

Það má gagnrýna með hvaða hætti sendiherrar eru skipaðir, en hitt er ljóst að hvort sem um væri að ræða valnefnd eða annars konar málefnalegt hlutlægt ráðningarferli í starf sendiherra, að þá mundu fáir komast með tærnar þar sem Geir Haarde hefur hælana. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Tekur einhver mark á þessu bulli í

Katrínu? Þessi flokkur sem er sérhæfður í svikum og undyrferli er ekki marktækur á neinn hátt í mínum augum!

Eyjólfur G Svavarsson, 1.8.2014 kl. 10:58

2 identicon

Satt segirðu. Ég skil ekki málflutninginn hjá forystu VG. Það má kannske gera athugasemdir við pólitískar ráðningar á fólki í sendiherrastöður sem aðrar opinberar stöður, og það að "gamlir" pólitíkusar skuli vera valdir til þessa arna, en forysta VG er ekki að því, heldur agnúast út í, að Geir skuli hafa verið valinn. Þetta er eins og annað eftir þessu fólki.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 10:59

3 identicon

Tek heilshugar undir þessa færslu þína.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 16:44

4 identicon

Geir Haarde er til all maklegur. Mér finnst að nú ætti að grípara tækifærið og spara í utanríkisráðuneytinu. Tillaga var um það. Minnka þarf ríkisumsvif. Það sannast að auðvelt er að vera höfðingi á annara kostnað.

Magnus Magnusson (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 556
  • Sl. sólarhring: 1376
  • Sl. viku: 5698
  • Frá upphafi: 2470082

Annað

  • Innlit í dag: 519
  • Innlit sl. viku: 5227
  • Gestir í dag: 514
  • IP-tölur í dag: 499

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband