Leita í fréttum mbl.is

Vitsmunalega ofurmennið

Forsætisráðherra upplýsti það sem öðrum hefur hingað til verið hulið. Mikið má Landinn vera sæll að eiga svona vitsmunalegt og þekkingarlegt ofurmenni sem forsætisráðherra. Á Bylgjunni í dag benti Sigmundur Davíð á að kjöt annarsstaðar en á Íslandi, Bretlandi og í Noregi væri sýkt. Svo sýkt að það ylli breytingu á hegðunarmynstri fólks.

Vor ástsæli forsætisráðherra upplýsti ekki hvort breytingin væri til góðs eða ills, en sagði að sýkinguna slíka að hún hefði heltekið heil...u þjóðlöndin í Mið-Evrópu. Ef til þess vegna sem fólk þar er svona friðsamt og glæpir fátíðir.

Þetta sýnir að mati forsætisráðherra hvílík nauðsyn það er að við höldum áfram landbúnaði með ofurstyrkjum skattgreiðend og hæsta kjötverði í heimi til neytenda. Glimrandi viðskiptatækifæri eru framundan þegar fólk uppgötvar það sem forsætisráðherra Íslands hefur einn uppgötvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bull er þetta ... sýking kjöts hér í Evrópu, er vel þekkt fyrirbæri.  Bæði nautakjöt, ásamt Svínakjöti.  Ertu kanski að agitera fyrir því að Ísland leggi niður kjötvinnslu, svo þeir geti fengið bíllegt nautakjöt frá Englandi/Írlandi.  Eða kanski bíllegt, og hreinlega ógeðslegt, lambakjöt frá Nýa Sjálandi.

Ætli það séu ekki til aðrar aðferðir, til að tryggja að fólk á Íslandi hafi efni að kaupa Íslenskt kjöt.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 08:09

2 identicon

Manni líður næstum eins og að hafa skipt yfir á áróðursútvarp Norður Kóreu eða eitthvað álíka þegar SDG fer að tala um landbúnaðarmál.

Er maðurinn semsagt að segja að "sýkta" kjötið sé í lagi ef við greiðum ofurtolla af því ?

Síðast þegar ég var í bandaríkjunum þá keypti ég sérræktað sirloin í whole foods, þeir eru með sér býli á sínum vegum þar sem nautin fá gæða fóður og eru ekki sprautuð með vaxtaraukandi efnum.

Fyrir þetta borgaði ég um 3000kr kílóið en sambærilegt naut hér kostar c.a. 6000kr kílóið, þetta er sambærilegur verðmunur og á öðrum innfluttum vörum.

Verðmunurinn á kjúklingakjöti er hinsvegar talsvert meiri.

Ég skil ekki vandamálið, stokkum upp landbúnaðarkerfið það er öllum til góða.

Það er nóg framleitt af lambakjöti og íslenska lambakjötið er frábært, þetta segi ég ekki af einhverri þjóðernisrembu heldur reynslu.

Það komu útlendingar í heimsókn til okkar í fyrra og við eiginlega plötuðum þau til að prófa lamb, þau sögðust ekki borða það.

Þau komu í heimsókn aftur í ár og kröfðust þess að fá aftur svona lamb :)

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 08:50

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Forsætisráðherra hefur með þessu skýrt ýmislegt, sem okkur hinum hefur þótt torskilið, svo sem uppgang „Fylkisflokksins“. Mér finnst nefnilega ekki ólíklegt að Gunnar Smári hafi étið sýkt kjöt, enda hefur hann verið mikið erlendis upp á síðkastið. Fjöldi stuðningsmanna hans bendir líka til að þarna innflutningurinn á útlendu kjöti sé að segja til sín.

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.8.2014 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 266
  • Sl. sólarhring: 378
  • Sl. viku: 4482
  • Frá upphafi: 2450180

Annað

  • Innlit í dag: 242
  • Innlit sl. viku: 4171
  • Gestir í dag: 234
  • IP-tölur í dag: 231

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband