Leita í fréttum mbl.is

Morgunbæn og mannréttindabrot

Biskupinn yfir Íslandi hefur lýst  fögnuði yfir þeirri stefnubreytingu RÚV að halda sig við bænastund í útvarpi á morgnana. Það er að sjálfsögðu gott, en e.t.v. ekki úrslitatriði um kristilega hugsun og baráttu.

Á sama tíma eru kirkjuleiðtogar víða um heim að lýsa yfir áhyggjum sínum vegna ofsókna á hendur kristnu fólki og öðrum minnihlutahópum í Írak og Sýrlandi og villimannlegu framferði Íslamskra vígasveita sem hafa iðulega drepið alla karlmenn í þorpum kristinna og Jasída og selt börn og konur í ánauð.

Biskupinn af Leeds í Englandi sendi sérstakt ákall til forsætisráðherra Breta fyrir helgi, sem forsætisráðherrann vitnaði til í grein í sunnudagsblaði Daily Telegraph og sagði að Bretar yrðu að bregðast við þessari villimennsku og koma í veg fyrri útrýmingu minnihlutahópanna í Írak og Sýrlandi.

Í gær sagði Fransis páfi að það væri réttlætanlegt að beita hervaldi til að stöðva fólskuverk Íslömsku vígamannanna.  Páfinn sagði að það væri lögmætt að stöðva "the unjust agressor". 

Nú finnst mér sú spurning brennandi með hvaða hætti biskupinn yfir Íslandi og aðrir höfuðklerkar þjóðkirkjunnar taka á þeim hryðjuverkum sem Íslamskar vígasveitir eru að fremja í Írak og Sýrlandi. Ætla þeir að standa með trúarsystkinum okkar eða láta sér fátt um finnast?

Fyrir nokkru sagði  sr. Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur að þjóðin vildi hafa sérstaka þjóðkirkju og vísaði þar til niðurstöðu lítt marktækrar skoðanakönnunar vegna tillagna ólögmæts stjórnlagaráðs.

Ef til vill er þetta rétt hjá sr. Hjálmari. Þjóðin hefur hins vegar ekkert með skoðana- og hugsjónalausa þjóðkirkju að gera sem þorir ekki að standa með öðru kristnu fólki þegar á reynir. Ef þjóðkirkjan heldur þeirri vegferð áfram þá á stór hópur sem ætíð hefur stutt þjóðkirkjuna ekki lengur samleið með henni.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þögn frú Agnesar, biskups Íslands, er hryggileg. Hún virðist vera föst þeim vef sem Íslenska þjóðkirkjan lifir ein í og sem ríkisvaldið og ódugandi biskupar fyrri áratuga hafa skapað henni. Því miður nær ekki vefur kirkjunnar á Íslandi neinstaðar. Tilfinning fyrir að vera hluti alheimskirkju Krists er nær óþekkt á Íslandi. Ákall kirkjuleiðtoga um allan heim, biskupa og safnaðarleiðtoga gerist æ háværari og kall til friðar, og ekki hvaða friðar sem helst - heldur friðar sem heldur. Hér í Stokkhólmi er þrýstingurinn mikill frá Sænsku kirkjunni á stjórnmálamenn. Þetta hefur áhrif.

Baldur Gautur Baldursson, 21.8.2014 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 268
  • Sl. sólarhring: 380
  • Sl. viku: 4484
  • Frá upphafi: 2450182

Annað

  • Innlit í dag: 244
  • Innlit sl. viku: 4173
  • Gestir í dag: 236
  • IP-tölur í dag: 233

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband