Leita í fréttum mbl.is

Hatursorðræða og tjáningarfrelsi.

Ótrúlegt að sjá hvað er skilgreint sem hatursorðræða í nýrri skýrslu Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Dæmi:

"„Ég hata ekki samkynhneigða og er ekki með fordóma út í ykkur. En ég er ykkur ekki sammála með skilgreininguna á því hvað hjónaband er. Þótt þér finnst þetta eðlilegt að þá finnst mér það ekki."

Ég tel þetta eðlilega tjáningu í lýðræðisþjóðfélagi. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um ruglandann í þessari skýrslu.

Þeir sem gerðu skýrsluna átta sig greinilega ekki á að tjáningarfrelsi eru lögvernduð mannréttindi samkvæmt stjórnarskrá og hatursorðræða er ekki til staðar fyrr en eðlilegri tjáningu og skoðanaskiptum sleppir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Stjórnarskráin hefur verið svo illa fótum troðin, til dæmis með ólöglegri eignaupptöku, að fólk er sennilega alveg hætt að taka nokkuð mark á henni.

 Varðandi þetta:

"„Ég hata ekki samkynhneigða og er ekki með fordóma út í ykkur. En ég er ykkur ekki sammála með skilgreininguna á því hvað hjónaband er. Þótt þér finnst þetta eðlilegt að þá finnst mér það ekki."

þá er ég sennilega hættur að skilja íslensku vegna þess að ég sé ekki hatrið. 

Mér finnst það hins vegar skýlaust brot á mannréttindum að neita fólki um frjálsa tjáningu. Þeir sem vinna á þessari skrifstofu þurfa greinilega á því að halda að læra hvað mannréttindi eru.

Hörður Þórðarson, 23.8.2014 kl. 03:09

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Alveg rétt Jón.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.8.2014 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 718
  • Sl. sólarhring: 723
  • Sl. viku: 4765
  • Frá upphafi: 2427609

Annað

  • Innlit í dag: 647
  • Innlit sl. viku: 4407
  • Gestir í dag: 610
  • IP-tölur í dag: 591

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband