3.9.2014 | 14:47
Vangeta og veruleikafirring
Eftir byltinguna í Úkraínu í vetur kepptust forustumenn Evrópu og Bandaríkjanna og Íslands við að heimsækja landið og fagna með byltingarforingjunum yfir þeim sigri lýðræðisins að víkja réttkjörnum forseta frá völdum og lofa stuðningi þjóða sinna.
Eðlilega taldi valdatökufólkið í Úkraínu að því væru allar leiðir færar. Bandaríkjamenn og Evrópusambandið lýstu yfir vilja til að veita Úkraínu myndarlega fjárhagsaðstoð og losa landið úr skuldum við Rússa. Stjórnvöld í Úkraínu héldu því í stríð við við fólk í austurhéruðum Úkraínu.
Eftir að Rússar tóku Krímskaga og engin lyfti litla fingri hefðu augu stjórnenda Úkraínu átt að opnast fyrir því að það eru pappírstígrisdýr sem stjórna Evrópu og Bandaríkjunum. Samt héldu þeir vígreifir áfram og sendu aukið herlið til austurhéraða landsins í stað þess að leita samninga.
Nú nokkrum mánuðum síðar hefur tæp milljón rússneskumælandi Úkraínmanna flúið heimili sín og farið yfir landamærin til Rússlands. Það hefur að verulegu leyti farið framhjá vestrænum fréttastofum. Það er engin sem flýr heimili sitt nema sá hinn sami telji sér hættu búna.
Þúsundur hafa fallið í bardögum. Iðulega er haldið fram að Rússar aðstoði aðskilnaðarsinna og það er vafalaust rétt. Sýndar voru myndir af nokkrum rússneskum hermönnum sem farið höfðu að eigin sögn af misgáningi yfir landamærin. En það er ekki sagt frá því að meira en 300 Úkraínskir hermenn hafa farið yfir landamærin til Rússlands og Rússar verið svo vinsamlegir að semja um að láta þá lausa.
Það er ekki fjallað um það að eftir æfingar síðustu mánaða er Úkraína á barmi gjaldþrots og aðstoðin mikla úr Vestrinu lætur á sér standa. Efnahagsþvinganir gegn Rússum bitna líka á Úkraínu og tæpur fjórðungur landsframleiðslu Úkraínu er á þeim svæðum þar sem barist er.
Í dag sagði Obama Bandaríkjaforseti að Bandaríkin muni ekki koma Úkraínumönnum til aðstoðar hernarðarlega. Engin gerir ráð fyrir að Evrópusambandið geri neitt. Rússar gætu þess vegna lagt undir sig Úkraínu. Á grundvelli þessara staðreynda er súkkulaðiframleiðandinn og oligarkinn í stöðu forseta Úkraínu nú að biðja Pútin um að semja vopnahlé sem Pútin hefur nú gert. En þá er myndin sú að ekki verður betur séð en aðskilnaðarsinnar hafi unnið hernaðarlegan sigur.
Forustumenn Evrópu hafa hist á mörgum fundum til að ræða þessi mál og ítreka vanmáttugar hótanir um aðgerðir. Stjórnendur Bandaríkjanna hafa talað digurbarkalega, en engin innistæða hefur verið fyrir þeim orðum. Þessir stjórnendur bera ábyrgðina á vandamálum Úkraínu. Þeir öttu Úkraínustjórn á foræðið.
Skyldu strákarnir í ISIS búast við því að sama óraunsaæið, úrræðaleysið og pólitíski gunguhátturnin verði ofan á hjá stjórnendum Evrópu og Bandaríkjanna hvað þá varðar. Þeir hafa nánast óáreittir framið þjóðarmorð og mannsal ásamt því að forsmá öll grundvallarmannréttindi og reglur um meðferð á stríðsföngum og herteknu fólki. Þeir hafa líka horft á það að stríðið í Úkraínu tekur hug og hjarta Evrópskra stjórnmálamanna á meðan þeir fremja hryllileg hryðjuverk og aðför að kristnu fólki sunnanmegin við Miðjarðarhafið.
Það væri e.t.v. ráð að hætta að troða illsakir við Rússa og fá þá með í baráttuna gegn þeim hryllingi sem fólkið sunnan Miðjarðarhafsins þarf að þola og mun skola að ströndum Evrópu fyrr en síðar verði ekki brugðist við af fullri hörku.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 50
- Sl. sólarhring: 63
- Sl. viku: 1527
- Frá upphafi: 2488145
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 1399
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson
Athugasemdir
Auðvitað eru rússar að berjast í Úkraínu. Það væri vit í því fyrir þá. Þeir gætu fengið land, fullt af iðnaðarhéruðum. Og fleiri rússa.
Og ef kaninn veit hvað er gott fyrir þá ráðast þeir á ISIS. Það hefði bara góð áhrif á móralinn hjá þeim. Að berja á einhverjum imbum sem geta bara barist við óvopnað fólk á sléttlendi, en ekki að pikka fight við gaura sem geta barið á móti.
Herinn þarf eitthvað feel good verkefni.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.9.2014 kl. 22:42
Tek undir þessa gagnrýni þína Jón.
Það er með ólíkindum hve illa er komið fyrir fólkinu í Úkraínu vegna algers vanamts og hreins barnaskaps forystumanna ESB og USA í utanríkismálum.
Man einhver eftir Kósóvó sem var bara lítil sýsla innan landamæra Serbíu aðalega byggð múslimum.
Þeir vildu allt í einu segja skilið við Serbíu, vegna vondra stjórnvalda.
Þá var það af Evrópuríkjum og USA talið alveg sjálfssagt.
Þá var ekki talaða um vonda aðkilnaðarsinna í Kósóvó eins og nú er gert í Austur Úkraínu.
Meira að segja hófu Bandaríkjamenn með mikilli velþóknunn ESB heiftúðlegar loftárásir á Belgrad höfuðborg Serbíu til þess að styðja þessa "góðu" aðskilnaðarsinna í Serbnesku sýslunni Kósóvó.
Tvískinnungurinn og hræsnin í þessu Úkarínu máli er með miklum ólíkindum og íslensk stjórnvöld hafa orðið sér til skammar og Kratarnir hér heima heimta að við verðum líka beittir viðskiptaþvinunum af hálfu Rússa !
Það er stórhætta á að vegna algers barnaskapar þá eyðileggi stjórnvöld mikil og góð viðskipti okkar við Rússa og margra áratuga gott samstarf okkar við þessa miklu þjóð.
Gunnlaugur I., 4.9.2014 kl. 00:16
Það var NATO sem var misnotað í fyrsta skipti Gunnlaugur þegar gerðar voru loftárásir á Belgrad og fleiri skotmörk í Serbíu. NATO var eingöngu varnarbandalag og á þeim forsendum gengum við í bandalagið, en þarna var það misnotað sem árásarbandalag. Mikil er skömm þeirra sem að því stóðu. Síðan var NATO aftur misnotað þegar farið var í herhlaup til Afganistan.
Jón Magnússon, 4.9.2014 kl. 00:59
Það er mikið til í þessu hjá þér Jón og eins Gunnlaugur, en ég man þó ekki betur en að þessar loftárásir á Serbana hafi orðið til að binda enda á styrjöldina í fyrrum Júkóslavíu.
Hafi Úkraína þann sjálfsákvörðunarrétt að segja sig frá Sovét og til sveitar í ESB þá ætti með sama hætti að vera réttur þeirra héraða í Úkraínu þar sem meirihlutinn er Rússar að segja sig frá Úkraínu og til sveitar í Rússlandi. Á þeim forsendum átti alltaf að semja um þessi mál og verður vonandi gert.
Vandræðagangur USA í alþjóðamálum virðist orðin regla fremur en undantekning. Á sama hátt og þeir gáfu Úkraínu undir fótinn með aðstoð og hleyptu þannig öllu í bál og brand (eins og bent er á í pistli) þá heltu þeir olíu á eld með hálfvelgju stuðningi við uppreisnina gegn Assad í Sýrandi. Náðu þó þar að koma fótunum undir ISIS bæði með beinum fjár/vopna stuðningi og ekki síður með að tryggja óstöðugleika á svæðinu. Nú eru þeir komnir í hring og farnir að spá í að styðja Assad í baráttunni við ISIS en þá um leið gegn því fólki sem taldi sig vera að ganga inn í arabíska vorið með stuðningi Bandaríkjanna. Assad er nokk sama hvar tunnusprengjurnar lenda.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 06:35
Pistillinn þinn, Jón, hitti alveg naglann á höfuðið þarna í lokin. Það væri nær að Vesturveldin hættu að berja á Rússum og fengju þá með gegn þessum SI-glæpasamtökum.
Elle_, 4.9.2014 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.