Leita í fréttum mbl.is

Rafræn auðkenni og einstaklingsfrelsi.

Fjármálaráðherra hefur ákveðið að þeir sem vilji njóta skuldaleiðréttingar verði að fá sér rafræn auðkenni frá fyrirtækinu Auðkenni.  Þetta er gert til að valdstjórnin og kaupahéðnar geti fylgst vel með því sem borgararnir aðhafast. Í bók sinni 1984 um ofurríkið hefði George Orwell talið að þetta væri dæmi um byrjun endaloka einstaklingsfrelsisins.

Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum fjármálaráðherra og þeir meðreiðasveinar hans úr ríkiskerfinu,  sem tala fyrir þessu byggja þessa kröfu. Eftir því sem best verður séð er engin lagaheimild fyrir þessari kröfu.

Hvergi er talað um rafræn auðkenni sem skilyrði skuldaleiðréttingar í lögunum um skuldaleiðréttinguna. Einstakir ráðherrar eða jafnvel ríkisstjórnin öll geta ekki tekið slíkar ákvarðanir án þess að stoð sé fyrir þeim í lögum. Þetta skilyrði fyrir skuldaleiðréttingunni er því ekki marktækt nema stjórnvöld telji að við séum komin það langt inn í sovétið að ekki þurfi að spyrja þingið fyrirfram og jafnvel ekki nema í besta falli eftir á.  

Óneitanlega er það kaldhæðni örlaganna og nálegt fyrir formann Sjálfstæðisflokksins,  að nú skuli upp rísa Ögmundur Jónasson úr vinstri grænum,  fyrrum ráðherra til varnar einstaklingsfrelsinu og má þá segja að römm sé sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Ögmundur er sonur þess mæta Sjálfstæðismanns Jónasar B. Jónssonar heitins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:etta hefur verið mér nokkuð hugleikið nú síðustu daga. Hvernig getur hið opinbera(stjórnvöld) sett svona kostnaðarkröfu á almenna borgara án lagaheimildar.Er þetta ekki eithvað sem Umboðsmaður Alþingis ætti að taka upp?

Kjartan (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 12:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð greining og sönn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.9.2014 kl. 15:57

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Aumingja flokkurinn okkar að láta taka sig svona í frjálshyggjufræðunum

Halldór Jónsson, 9.9.2014 kl. 17:50

4 identicon

Það eru þjónustufulltrúarnir í bönkunum sem afhenda rafrænu skilríkin.

Því ætti fólk að geta staðfest skuldayfirfærsluna í næsta útibúi.

Grímur (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 573
  • Sl. sólarhring: 1384
  • Sl. viku: 5715
  • Frá upphafi: 2470099

Annað

  • Innlit í dag: 535
  • Innlit sl. viku: 5243
  • Gestir í dag: 529
  • IP-tölur í dag: 514

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband