Leita í fréttum mbl.is

Hættum að versla í Harrods?

Fyrir nokkru spurði Jack Straw fyrrverandi utanríkisráðherra Breta af gefnu tilefni, að því hvort stjórnvöld í Bretlandi hefðu kannað tengsl Quatar og Kuweit við alþjóðlega hryðjuverkasamtök eins og ISIS og fleiri.

Í blaðinu Daily Telegraph 21. september er sagt frá því  að Quatar hafi sent flutningaflugvélar með vopnum til Íslamista í Líbýu sem eru bandamenn samtakanna sem stóðu fyrir morðinu á bandaríska sendiherranum og stjórna nú Tríbolí og eru óðum að ná því takmarki að gera Líbýu að óstjórntæku ríki, þrem árum eftir að Bretar og Frakkar sögðust hafa komið á lýðræðislegri þróun í landinu.

Blaðið segir að það séu athyglisverð sannindi að Quatar styðji Hamas samtökin, æstustu vígamenn Íslamista í Sýrlandi og írak m.a. hópa með tengsl við Al Kaída.

Gerd Müller ráðherra alþjóðlegrar þróunar í Þýskalandi staðhæfir einnig að Quatar fjármagni hryðjuverkasamtök í Sýrlandi, Írak, Líbanon, Nígeríu og á Gasa svæðinu. 

Á sama tíma og vígamenn vopnaðir og fjármagnaðir af Quatar myrða þúsundur saklausra borgara, selja konur í ánauð, nauðga og ræna þá er emírinn í Quatar, Tamim bin Hamad al-Thani, og helstu sporgöngumenn hans að fjárfesta sem mest þeir mega í Bretlandi og hafa m.a. keypt stórverslunina Harrods, Hyde Park 1, dýrustu íbúðablokk í London og Shard sem er hæsta bygging í London.  

Einnig á sama tíma er fólk í Bretlandi, Frakklandi og Íslandi að tala fyrir viðskiptabanni á Ísrael en dettur ekki í hug að það væri nærtækara,  að eiga ekki viðskipti við ríki sem fjármagnar hryðjuverk.  Af hverju hafa Bretar ekki bundist samtökum um að sniðganga Harrods. Af hverju láta Bretar sér vel líka að Quatarar fjárfesti og fjárfesti í London á sama tíma og vígamenn þeirra standa fyrir morðum í Mið-Austurlöndum m.a. á breskum hjálparstarfsmönnum.  

Svo heillum eru Vesturlönd horfin að þau hafa samþykkt að Quatar haldi heimsmeistarkeppni í knattspyrnu árið 2022 og höndli sem ekkert sé á fjármálamörkuðum.

Það hreyfir ekki við fólki ekki einu sinni kistnum kirkjum þó að trúbræður þeirra séu myrtir vegna trúar sinnar. Það hreyfir ekki við Evrópubúum þó að hundruð þúsunda flýji yfirvofandi fjöldamorð, nauðganir og mansal. Sé einn Bandaríkjamaður tekinn af lífi eða einn Breti þá lítur fólk örstutta stund upp úr bjórglasinu og Obama segir að eitthvað verði að gera.

Svo halda menn áfram að versla í Harrods og Obama heldur áfram að 16 holu á Golfvellinum. Ríkisstyrktu kirkjurnar í Evrópu snúa sér á hina hliðina værukærar í vellystingum ríkisstyrkjanna og strákarnir í Cheers panta annan umgang. 

Hugmyndafræðileg og trúfræðileg niðurlæging Vestur Evrópu og Bandaríkjanna er algjör og svo virðist sem sama sé þar upp á teningnum og hjá íbúum Konstantínóbel árið 1492 þegar vígasveitir Tyrkja sóttu að borginni. Þá söfnuðust borgarbúar saman í Hagia Sofía kirkjunni þáverandi og lögðust á bæn á meðan fámennt varnarlið á borgarvirkjunum var ofurliði borið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hvað? Gamli sjálfstæðismaðurinn orðinn harður gagnrýnandi kapitalistanna á Vesturlöndum?

Ekki syrgi ég það. Batnandi manni er best að lifa!

Torfi Kristján Stefánsson, 22.9.2014 kl. 19:28

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hef alltaf verið gagnrýninn á kapítalistana á Vesturlöndum sérstaklega í Bretlandi og Banaríkjunum. Mér er ekkert að batna að því leyti.

Jón Magnússon, 23.9.2014 kl. 00:18

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég get tekið heilshugar undir með þér Jón og sé ekki ástæðu til að slá þessum alvarlegu hlutum upp í glens.  Ástandið í Mið-Austurlöndum er graf alvarlegt.  Það er til háborinnar skammar fyrir okkur sem köllum okkur Kristin að horfa á það sem er að gerast og þær hörmungar sem trúsystkini okkar ganga í gegnum þarna austur frá og yppa bara öxlum, eins og það komi okkur ekkert við.

Obama tók enn einu sinni niður þegar hann ætlaði að gera Qatar og Tyrki að sérlegum sáttasemjurum milli Ísraels og Hamas.  Hann veit fullvel hvað hann er að gera.  Það sýndi sig t.d. þegar hann lét loks tilleiðast, eftir nokkra hringi á golfvellinum, að senda nokkrar flugvélar með sprengjur á ISIS þegar þeir síðarnefndu voru búnir að króa þrjátíuþúsund manns af á fjalli einu í Írak.  En hann gat ekki annað orðspors síns vegna.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.9.2014 kl. 14:32

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær sýnist mér þessi grein hjá þér, nafni.

Óhugnanlegt ef allt þetta er rétt um Quatar.

Og mikil er ógæfa Breta, ef stuðningsmenn hryðjuverka eru farnir að leggja undir sig brezk fyrirtæki.

PS. Er ekki emírinn í Quatar bróðir þess al-Thanis sem vélaður var inn í Kaupþing banka? Var sá ekki að vinna dómsmál í Bretlandi vegna fjármálagerninga og fá rosalegar bætur? Erum við sjálfir búnir að bíta úr nálinni með að hann leiti hér bóta líka?

Jón Valur Jensson, 23.9.2014 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 546
  • Sl. sólarhring: 1371
  • Sl. viku: 5688
  • Frá upphafi: 2470072

Annað

  • Innlit í dag: 509
  • Innlit sl. viku: 5217
  • Gestir í dag: 504
  • IP-tölur í dag: 490

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband