Leita í fréttum mbl.is

Nútíma draugasögur

Draugasögur voru áður fyrr sagðar af hjátrúafullu fólki sem hafði mun takmarkaðri þekkingu en við höfum í dag. Vegna aukinnar þekkingar hafa gömlu draugasögurnar tekið breytingum og orðið nútímalegri á meðan þær gömlu hreyfa ekki við óttakennd neins.

Um nokkurt skeið hafa rutt sér til rúms nútíma draugasögur sem iðulega eru búnar til í nafni vísinda og umfram þekkingar þeirra sem telja sig best þekkja.  Sameiginlegt þessara vísindadraugasagna er aðallega tvennt. Í fyrsta lagi krafa um aukin fjárframlög til viðkomandi vísindamanna og í öðru lagi stórfellt inngrip ríkisvaldsins til að koma í veg fyrir aðsteðjandi vá jafnvel tortímingu alls mannkyns. Þessar draugasögur hljóma því eins og himnasending í eyrum hugmyndasnauðra sósíalista.

Í upphafi síðustu aldar reiknuðu vísindamenn út að helstu stórborgir jarðar mundu grafast í hrossaskít og kröfðust aðgerða. Aldamóta tölvuveiran leiddi til aðgerða vegna einhvers sem vísindamenn á sviðinu héldu fram að mundi gerast en aðrir sáu ekki vitræna glóru í enda var þetta rugl.  Vandamál  vegna farsíma er eitt  t.d. að slökkva verði á raftækjum í flugi án þess að það sé nokkur ástæða til þess.

Versta og dýrasta draugasagan hefur verið um hnattræna hlýnun af mannavöldum. Sú draugasaga hefur þegar valdið víðtækum ótta fjöld fólks,  kostað gríðaelga fjármuni og dregið úr hagvexti.

Engu breytir þó hlýnun jarðar hafi ekki verið til staðar síðustu 16 árin. Áfram halda svonefndir vísindamenn að ausa út nýjum hryllingssögum sem engin fótur reynist síðan fyrir þegar fylling tímans hefur gert þær hlægilegar. En hver stenst fullyrðingar um að yfir 90% vísindamanna séu þessarar skoðunar.  Það þýðir þá að þeir sem hallda öðru fram eru í besta falli rugludallar að mati þeirra sem telja að vísindakenningar sannist og afsannist á grundvelli lýðræðislegra kosninga. 

Brennisteinsmengun frá gosinu í Holuhrauni sýnir okkur hvað við erum miklir maurar á jarðkringlunni í samanburði við náttúruöflin.  Ef til vill hreyfir það við einhverjum sem þora þá að véfengja vísindamenn sem iðulega fá feit framlög úr ríkissjóði vegna fylgispektar við draugasögurnar.

Í mörg ár hefur því verið haldið fram að mikli hlýnun á ströndum Kaliforníu og Oregon fylkjum í USA væri hnattrænni hlýnun að kenna. Nú er komin niðurstaða eftir langvinna rannsókn sem segir að það hafi ekkert með það að gera heldur breytingar á vindakerfi í þessum heimshluta. En slíkar breytingar séu alltaf að eiga sér stað og geti staðið um árabil jafnvel í aldir.

Skipta þessar staðreyndir einhverju máli? Eða eigum við að halda áfram að kasta góðum peningum á eftir vondum, draga úr hagvexti og auka atvinnuleysi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

(((Kæri nafni, ég á óbirta aths. hjá þér við síðustu grein á undan þessari. --M.b.kv.)))

Jón Valur Jensson, 25.9.2014 kl. 13:04

2 Smámynd: Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þetta er laukrétt. Eftir nokkrar vikur kemur út bók eftir Matt Ridley á íslensku, Heimur batnandi fer, þar sem hann fer yfir nokkrar draugasögur. Það verður málstofa með honum 30. október.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 25.9.2014 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 560
  • Sl. sólarhring: 1379
  • Sl. viku: 5702
  • Frá upphafi: 2470086

Annað

  • Innlit í dag: 523
  • Innlit sl. viku: 5231
  • Gestir í dag: 518
  • IP-tölur í dag: 503

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband