Leita í fréttum mbl.is

Eitthvað annað

Fátt sýnir betur stefnuleysi og hugmyndasneyð stjórnarandstöðu en þegar forstumenn hennar segja allir sem einn að það hefði ekki átt að gera þetta, heldur eitthvað annað.

Í gær kynnti ríkisstjórnin skuldaleiðréttinu, sem gagnast venjulegu fólki verulega til frambúðar einkum ef verðtryggingin verður tekin af hið snarasta og það verður að gera. Forustufólk stjórnarandstöðunar voru í framhaldi af því spurð um aðgerðirnar og þá komu þau Katrín Jakobs, Árni Páll, Birgitta Jóns og Guðmundur Steingríms fram eins og einradda kór sem kyrjaði sömu hjáróma laglínuna. "Ekki þetta heldur eitthvað annað."

Nánar aðspurð sögðu leiðtogar stjórnarandstöðunnar eins og í vel æfðu leikriti nákvæmlega það sama eða  "Það hefði t.d. mátt greiða niður skuldir, leggja meira í heilbrigðiskerfið, leggja meira í menntakerfið o.s.frv."  Semsagt það mátti gera eitthvað bara eitthvað annað en kom skuldsettum einstaklingum til aðstoðar.

Það er athyglisvert að stjórnarandstöðunni kom ekkert annað í hug en endilega að eyða þeim fjármunum í eitthvað annað en að ná fram meira réttlæti fyrir þá sem þurftu að þola óréttlæti stökkbreyttu höfuðstóla verðtryggðu lánanna.

Athyglisvert að engum í stjórnarandstöðunni datt í hug að koma með hugmynd um að lækka skatta. Nei það mátti ekki rétta hag skuldugra heldur eyða því í annað.

Skattalækkun hefði þó líka dugað skuldsettum einstaklingum sem og öðrum og stuðlað að auknum hagvexti. En það datt semsagt stjórnarandstöðunni ekki í hug enda flokkslíkamabörn hugmyndafræði aukinnar skattheimtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ótrúlegt þetta lýðskrums- lið, svo kemur það í ljós að sjálf sóttu þau flest um skuldaleiðréttinguna fyrir sig og sína.

Hræsnin og loddaraskapruinn á svo sannarlega sína fulltrúa á Alþingi okkar.

Gunnlaugur I., 12.11.2014 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband