Leita í fréttum mbl.is

Kynbundnar lánveitingar

Ríkislánastofnunin, Byggðastofnun, ætlar að hefja kynbundnar lánveitingar. Lánin sem um er að ræða standa einungis kvenkyns einstaklingum til boða  á lægri vöxtum en lán til karla.

Ekki veit ég hvernig þetta rímar við lög um jafnstöðu kynjanna og hvort þeir sem hæst tala um þá jafnstöðu hafa eitthvað við kynbundna mismunun lánveitinga að athuga.

Ríkislánastofnunin, Byggðastofnun, hefur tapað hlutfallslega mestu fé allra lánastofnana frá því þessi pólitíska lánastofnun var stofnuð. Hrunbankarnir eru þar ekki undanskildir. Fyrir liggur að stofnuin hefur nær eingöngu lánað karlmönnum og mettap lána er því þannig fólki að kenna.

Þó jafnstaða kynjanna sé mikilvæg þá er spurning hvort það eigi að koma í veg fyrir jákvæða hluti. Kynbundin mismunun á þessum vettvangi gæti þó haft í för með sér að konur yrðu umsækjendur og skráðar fyrir atvinnustarfsemi sem að hins kyns fólk hefði þó með að gera. Spurning er hvernig Byggðastofunun ætlar að koma í veg fyrir slíka misnotkun.

Víða í veröldinni hafa komið fram lánastofnanir sem lána nær eingöngu til smáfyrirtækja sem konur reka og sú lánastarfsemi hefur almennt gefist vel. Þá má ekki gleyma að velmegun þjóða er mest þar sem atvinnuþáttaka kvenna er mest. Þess vegna gæti kynbundin lán af því tagi sem ríkislánastofnunin boðar verið góðra gjalda verð. Ýmis rök geta því mælt með lánveitingum af þessu tagi

En þá er spurningin ef jafnstöðunni er vikið til hliðar að þessu leyti af skynsemisástæðum, getur það þá ekki átt við þess vegna með sömu formerkjum á öðrum sviðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 Einu skilaboðin sem ég les út úr svona aðgerðum er eftirfarandi : "Konur eru greinilega svo miklu óæðri að það þarf að hjálpa þeim meira en körlum þegar kemur að því að lána þeim pening!!"

Eru þetta skilaboðin sem jafnréttisbaráttan er að reyna skila til okkar allra, að konur sé óæðri eða verri en karlmenn og þurfi því að hjálpa þeim meira??

Kynbundin mismunun er ekkert annað en mismunun og á ekki heima í nútíma samfélagi.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.11.2014 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 808
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband