22.11.2014 | 15:07
Afsögn og sök
Það er hemill á rökfræðilega umræðu að ræða mál út frá hagsmunum einstaklinga. Þess vegna verður umræða í fámennum þjóðfélögum eins og Íslandi oft ómarkviss og persónugerð í stað þess að aðalatriði málisins séu rædd.
Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir ákvað vonum seinna að segja af sér ráðherradómi þá var spurningin ekki um sök heldur hvort það væri heppilegt fyrir stjórnsýsluna í landinu, ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn að hún gegndi áfram störfum.
Þegar hún hefur nú sagt af sér þá er spurningin ekki um framtíð hennar í pólitík, sem engin getur sagt fyrir um heldur hvort afsögn hennar hafi verið eðileg út frá málefnalegum sjónarmiðum.
Það gengur síðan ekki upp fyrir mig rökfræðilega þegar formaður Sjálfstæðisflokksins segist telja það heppilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að varaformaður hans hafi þurft að segja af sér sem ráðherra og verði við það hæfari varaformaður.
Ég hef ekki velkst í vafa um að Hanna Birna Kristjánsdóttir mundi þurfa að segja af sér eftir að upplýsingar bárust um samskipti hennar og lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins meðan á rannsókn máls sem beindist að henni og ráðuneyti hennar stóð. Eg hef undrast hversu lengi formaður Sjálfstæðisflokksins lét þetta ástand viðgangast og ef einhver hópur fólks ætti að fá meðvirkniverðlaunin í þessu máli þá er það þingflokkur Sjálfstæðisflokksins.
Það er svo annað mál að þetta lekamál er allt með ólíkindum og gjörsamlega ómögulegt að skilja hvað rak fólk í Innanríkisráðuneytinu til að afla og koma upplýsingum um þennan ólöglega innflytjenda og meinta glæpastarfsemi hans á framfæri við fjölmiðla. Óneitanlega setur líka að manni kjánahroll þegar verjandi hans kemur ítrekað fram í fjölmiðlum og ræðir um skjólstæðing sinn eins og hvítskúraðan kórdreng.
Það er svo allt annað mál hvort Hanna Birna á endurkomu í pólitík eða ekki. Mona Sahlin þurfti að segja af sér eftir að hafa misnotað greiðslukort ráðuneytis síns en varð síðar formaður sænskra sósíaldemókrata- Kjósendur voru hins vegar ekki á því að fyrirgefa henni og sænskir sósíaldemókratar töpuðu stórt undir hennar forustu. Ritt Bjerregaard þurfti að segja af sér sem ráðherra í Danmörku og átti síðar langan farsælan pólitískan feril.
Á sínum tíma sagði Jóhann Hafstein þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins þegar verið var að tala um að hann léti af embætti og deilur milli Gunnars og Geirs voru í miðpunkti, að það væri engin maður svo merkilegur að Sjálfstæðisflokkurinn og hagsmunir hans væru ekki merkilegri. Þar átti hann við hvort viðkomandi væri trausts verður og líklegur til að leiða flokkinn til góðra verka og aukinnar tiltrúar þjóðarinnar.
Þessi orð Jóhanns Hafsteins eiga að vera sú viðmiðun sem fólk á að miðað við í starfi Sjálfstæðisflokksins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Löggæsla, Mannréttindi | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 265
- Sl. sólarhring: 780
- Sl. viku: 4086
- Frá upphafi: 2427886
Annað
- Innlit í dag: 246
- Innlit sl. viku: 3782
- Gestir í dag: 242
- IP-tölur í dag: 234
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Góð færsla hjá þér Jón.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2014 kl. 17:29
Ég er nú svo vitlaus að mér finst það vera gott mál að glæpaferill þessa umrædda ólölegs inflytjanda sé opinberað landsmönnum.
Landsmenn þurfa jú að hafa þennan glæpamann sem nágrana ef honum er veitt landsleyfi og það er ágætt að fá að vita hverskonar glæðamaður hann er.
Ég hrósa þessum aumingja manni sem að LAK þessu í fjölmiðla og missir svo atvinnuna fyrir greiðan.
Þvílík hneisa.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 22.11.2014 kl. 19:33
Takk fyrir það Ásthildur.
Jón Magnússon, 22.11.2014 kl. 22:33
Þú trúir sem sagt ekki á réttarríkið Jóhann?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2014 kl. 07:28
Ég verð að taku undir þetta flest Jón og margt vel athugað há þér í þessari grein. nema kannski þetta
"""Það er svo annað mál að þetta lekamál er allt með ólíkindum og gjörsamlega ómögulegt að skilja hvað rak fólk í Innanríkisráðuneytinu til að afla og koma upplýsingum um þennan ólöglega innflytjenda og meinta glæpastarfsemi hans á framfæri við fjölmiðla.""
þetta atvik, að leka upplýsingum um meintan aðild hælsleitanda að mannsali var þarft innlegg í umræðuna um málið sem var út á túni á þessum tíma. Það var verið að verja mannréttindi með því að leka skjalinu ekki síður en að leka því ekki. Annarsvegar íslendinga og hinsvegar meintra glæpamanna.
Guðmundur Jónsson, 23.11.2014 kl. 13:06
Öllum sem svipar til mannsins sem hér tókst að setja allt á vitlausa endann, á að vísa til bakka án skoðunar og á kostnað þess sem flutti hann inn.
Við höfum ljóslega hvorki efni né andlegan þroska til að fást við svona fyrirbæri. Enga leynd á að leyfa um innflytjendur.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.11.2014 kl. 13:13
Það eru margir fletir á þessu lekamáli og því miður allt of lítill hluti af umfjöllun um það þannig að maður hafi geð í sér og nennu til að lesa það. Ég hef hins vegar velt fyrir mér spurningunni um mörk ritfrelsis annars vegar og hins vegar tjáninga- og persónufrelsis í þessu sambandi. Í heilt ár, að þvi er virðist, hafa blaðamenn hjá DV vitað hver sendi þeim minnisblaðið úr ráðuneytinu, án þess að hægt væri að fá upplýsingar um það hjá þeim. Hérna ekki um að ræða eiginlega vernd heimildarmanns, heldur er verið að halda hlífiskildi yfir starfsmanni ráðherra sem hefur brotið reglur um þagnarskyldu. Með birtingu efnisatriða úr minnisblaðinu er vegið að því fólki, sem þar er fjallað um. "Höggið" lendir þvi fyrst og fremst á þeim sem síst skyldi. Er eðlilegt að dómstólar slái skjaldborg um blaðamenn (og þar með brotlegan ráðuneytisstarfsmann) undir svona kringumstæðum? Hver er réttur þessa fólks, sem um var fjallað í minnisblaðinu, gagnvart fjölmiðlum sem birta upplýsingar úr því? Hvar eru mörk prent- og tjáningarfrelsins gagnvart persónufrelsi borgaranna og hælisleitenda?
Ágúst Jónsson (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.