Leita í fréttum mbl.is

Afsögn og sök

Það er hemill á rökfræðilega umræðu að ræða mál út frá hagsmunum einstaklinga. Þess vegna verður umræða í fámennum þjóðfélögum eins og Íslandi oft ómarkviss og persónugerð í stað þess að aðalatriði málisins séu rædd.

Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir ákvað vonum seinna að segja af sér ráðherradómi þá var spurningin ekki um sök heldur hvort það væri heppilegt fyrir stjórnsýsluna í landinu, ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn að hún gegndi áfram störfum.

Þegar hún hefur nú sagt af sér þá er spurningin ekki um framtíð hennar í pólitík, sem engin getur sagt fyrir um heldur hvort afsögn hennar hafi verið eðileg út frá málefnalegum sjónarmiðum.

Það gengur síðan ekki upp fyrir mig rökfræðilega þegar formaður Sjálfstæðisflokksins segist telja það heppilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að varaformaður hans hafi þurft að segja af sér sem ráðherra og verði við það hæfari varaformaður.

Ég hef ekki velkst í vafa um að Hanna Birna Kristjánsdóttir mundi þurfa að segja af sér eftir að upplýsingar bárust um samskipti hennar og lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins meðan á rannsókn máls sem beindist að henni og ráðuneyti hennar stóð. Eg hef undrast hversu lengi formaður Sjálfstæðisflokksins lét þetta ástand viðgangast og ef einhver hópur fólks ætti að fá meðvirkniverðlaunin í þessu máli þá er það þingflokkur Sjálfstæðisflokksins.

Það er svo annað mál að þetta lekamál er allt með ólíkindum og gjörsamlega ómögulegt að skilja hvað rak fólk í Innanríkisráðuneytinu til að afla og  koma upplýsingum um þennan ólöglega innflytjenda og meinta glæpastarfsemi hans á framfæri við fjölmiðla. Óneitanlega setur líka að manni kjánahroll þegar verjandi hans kemur ítrekað fram í fjölmiðlum og ræðir um skjólstæðing sinn eins og hvítskúraðan kórdreng.

Það er svo allt annað mál hvort Hanna Birna á endurkomu í pólitík eða ekki. Mona Sahlin þurfti að segja af sér eftir að hafa misnotað greiðslukort ráðuneytis síns en varð síðar formaður sænskra sósíaldemókrata- Kjósendur voru hins vegar ekki á því að fyrirgefa henni og sænskir sósíaldemókratar töpuðu stórt undir hennar forustu. Ritt Bjerregaard þurfti að segja af sér sem ráðherra í Danmörku og átti síðar langan farsælan pólitískan feril.

Á sínum tíma sagði Jóhann Hafstein þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins þegar verið var að tala um að hann léti af embætti og deilur milli Gunnars og Geirs voru í miðpunkti, að það væri engin maður svo merkilegur að Sjálfstæðisflokkurinn og hagsmunir hans væru ekki merkilegri. Þar átti hann við hvort viðkomandi væri trausts verður og líklegur til að leiða flokkinn til góðra verka og aukinnar tiltrúar þjóðarinnar.

Þessi orð Jóhanns Hafsteins eiga að vera sú viðmiðun sem fólk á að miðað við í starfi Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð færsla hjá þér Jón. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2014 kl. 17:29

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er nú svo vitlaus að mér finst það vera gott mál að glæpaferill þessa umrædda ólölegs inflytjanda sé opinberað landsmönnum.

Landsmenn þurfa jú að hafa þennan glæpamann sem nágrana ef honum er veitt landsleyfi og það er ágætt að fá að vita hverskonar glæðamaður hann er.

Ég hrósa þessum aumingja manni sem að LAK þessu í fjölmiðla og missir svo atvinnuna fyrir greiðan.

Þvílík hneisa.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.11.2014 kl. 19:33

3 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Ásthildur.

Jón Magnússon, 22.11.2014 kl. 22:33

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú trúir sem sagt ekki á réttarríkið Jóhann?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2014 kl. 07:28

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég verð að taku undir þetta flest Jón og margt vel athugað há þér í þessari grein. nema kannski þetta

"""Það er svo annað mál að þetta lekamál er allt með ólíkindum og gjörsamlega ómögulegt að skilja hvað rak fólk í Innanríkisráðuneytinu til að afla og  koma upplýsingum um þennan ólöglega innflytjenda og meinta glæpastarfsemi hans á framfæri við fjölmiðla.""

þetta atvik, að leka upplýsingum um meintan aðild hælsleitanda að mannsali var þarft innlegg í umræðuna um málið sem var út á túni á þessum tíma. Það var verið að verja mannréttindi með því að leka skjalinu ekki síður en að leka því ekki. Annarsvegar íslendinga og hinsvegar meintra glæpamanna.

Guðmundur Jónsson, 23.11.2014 kl. 13:06

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Öllum sem svipar til mannsins sem hér tókst að setja allt á vitlausa endann, á að vísa til bakka án skoðunar og á kostnað þess sem flutti hann inn.

Við höfum ljóslega hvorki efni né andlegan þroska til að fást við svona fyrirbæri.  Enga leynd á að leyfa um innflytjendur.    

Hrólfur Þ Hraundal, 23.11.2014 kl. 13:13

7 identicon

Það eru margir fletir á þessu lekamáli og því miður allt of lítill hluti af umfjöllun um það þannig að maður hafi geð í sér og nennu til að lesa það. Ég hef hins vegar velt fyrir mér spurningunni um mörk ritfrelsis annars vegar og hins vegar tjáninga- og persónufrelsis í þessu sambandi. Í heilt ár, að þvi er virðist, hafa blaðamenn hjá DV vitað hver sendi þeim minnisblaðið úr ráðuneytinu, án þess að hægt væri að fá upplýsingar um það hjá þeim. Hérna ekki um að ræða eiginlega vernd heimildarmanns, heldur er verið að halda hlífiskildi yfir starfsmanni ráðherra sem hefur brotið reglur um þagnarskyldu. Með birtingu efnisatriða úr minnisblaðinu er vegið að því fólki, sem þar er fjallað um. "Höggið" lendir þvi fyrst og fremst á þeim sem síst skyldi. Er eðlilegt að dómstólar slái skjaldborg um blaðamenn (og þar með brotlegan ráðuneytisstarfsmann) undir svona kringumstæðum? Hver er réttur þessa fólks, sem um var fjallað í minnisblaðinu, gagnvart fjölmiðlum sem birta upplýsingar úr því? Hvar eru mörk prent- og tjáningarfrelsins gagnvart persónufrelsi borgaranna og hælisleitenda?

Ágúst Jónsson (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 265
  • Sl. sólarhring: 780
  • Sl. viku: 4086
  • Frá upphafi: 2427886

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 3782
  • Gestir í dag: 242
  • IP-tölur í dag: 234

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband