Leita í fréttum mbl.is

Flugvélar mengun og fjármögnun Framtíðarlandsins.

Það kemur fram á bloggsíðu Jóns Axels að líklegur stuðningsaðili  hreyfingarinnar Framtíðarlandið sé Hannes Smárason FL Group.  Hannes má styrkja þá sem hann vill innan ramma laga og hópar eins og Framtíðarlandið geta tekið við styrkjum eins og þeir vilja innan ramma laga. Hitt er annað mál hvort það samrýmist markmiðum og baráttu samtaka eins og Framtíðarlandsins að taka við styrkjum frá hverjum sem er. Mundi Framtíðarlandið t.d. taka við styrkjum frá Landsvirkjun? Frá Alcoa? Sé það rétt að Framtíðarlandið taki við styrkjum frá FL Group eða aðilum þeim tengdum. Hver er þá afstaða Framtíðarlandsins til mengunar frá flugvélum? Umhverfismál einskorðast ekki við álver eða vatnsaflsvirkjanir.

 Ég hef horft á baráttu Framtíðarlandsins og fundist hún athygliverð og er sammála þeirra sjónarmiðum í mörgu. Það skiptir miklu fyrir baráttusamtök eins og Framtíðarlandið sem er nú að skipta þingmönnum í hópa að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum í fjármálum sínum ekki síst þegar fullyrðingar í þá veru eru hafðar uppi eins og hjá Jóni Axel. Vitað er að Ómar Ragnarsson þáði styrk hjá Landsvirkun alla vega kr. 8 milljónir en það er hans að sýna fram á að það hafi verið eðlilegt. En hverjir standa fjárhagslega á bak við Framtíðarlandið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

FL group er örugglega á topp 10 listanum yfir mest mengandi fyrirtæki á Íslandi.

Skyldi þetta vera smjörklípa?

Júlíus Sigurþórsson, 21.3.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Vonandi sér fólk í gegnum þetta.

Georg Eiður Arnarson, 21.3.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 749
  • Sl. sólarhring: 767
  • Sl. viku: 5688
  • Frá upphafi: 2426322

Annað

  • Innlit í dag: 691
  • Innlit sl. viku: 5245
  • Gestir í dag: 633
  • IP-tölur í dag: 600

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband