Leita í fréttum mbl.is

Óbilgjarnir öfgasinnar

Guðmundur Andri Thorson segir í blaðagrein að óbilgjarnir öfgasinnar sæki að Ríkisútvarpinu með linnulausum árásum. Ekki gerir greinarhöfundur tilraun til að skilgreina hvað felist í því sem hann kallar óbilgjarnar árásir öfgasinna.

Nú er það svo að gagnrýni á RÚV er af mörgum og mismunandi toga. Einn hópur telur að þar sé um að ræða pólitíska hlutdrægni. Aðrir gagnrýna á þeim forsendum að það sé ekki nægjanlega faglega unnið og metnaður ekki nægur. Enn aðrir gagnrýna RÚV vegna stöðnunar og þess að ekki sé brotið upp á nýungum. Svo eru þeir sem segja að ekki sé farið nægjanlega vel með það mikla fé sem stofnuin fær af nefskatti fólks og fyrirtækja. Loks eru það óbilgjarnir öfgasinnar eins og ég að mati Guðmundar Andra sem gagnrýna það að geta ekki valið um það hvort ég vilji vera áskrifandi eða ekki.

Það er brot gegn sjálfsákvörðunarrétti mínum sem borgara að skylda mig til að greiða til ljósvakamiðils í eigu ríkisins. Með því að hafa þá skoðun er ég orðinn óbilgjarn öfgasinni?

Stofnun eins og RúV verður að þola gagnrýni. Stofnun eins og Rúv verður að sætta sig við að forsendur rekstrar ríkisfjölmiðils eru allt aðrar nú þegar hægt er að nálgast fréttir og afþreyingarefni með einföldum hætti nánast hvar sem er. Stofnun eins og RÚV hefur ekki brugðist við kalli tímans og brotið upp á nýungum í takti við breytingar á fjölmiðlaumhverfinu.  Ég get með engu móti séð hvernig það kemur heim og saman að þeir sem gagnrýna stöðnun og vond vinnubrögð RÚV séu óbilgjarnir öfgamenn sem vilji sundra þjóðinni.

Ekki dettur mér í hug að kalla Guðmund Andra óbilgjarnan öfgasinna þó við séum ekki á sama máli varðandi hljóðvakamiðlun. Mér finnst það hinsvegar öfgar hjá öllum þeim sem telja rétt að svipta mig og aðra frelsi til að vera áskrifendur að eða ekki áskrifendur að RÚV. Þeir eru að stela peningunum okkar til að þjóna lund sinni. Er slíkur þjófnaður á annarra fé með samþykki meiri hluta Alþingis ekki mun frekar brot á réttindum frjálsborins fólks til að ráða málum sínum sjálft?

Hver er þá óbilgjarn öfgasinni? Sá sem vill frelsi eða sá sem vill halda við helsi og frelsisskerðingu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Heill og sæll Jón.

Svo virðist sem ég sé í sama öfgahópi og þú, enda neyddur til að borga þennan nefskatt líka hvort sem mér líkar betur eða ver.

Ég eins og þú hef ekki val um hvort ég vilji greiða þetta gjald, eða sleppa því.

Það heyrir til undantekninga ef ég stilli útvarpið á ríkismiðilinn, og þá óvart. Horfi lítið á sjónavarp og er ekki einu sinni með tengda línu fyrir íslensku stöðvarnar svo ekki horfi ég á þær.

Mitt val er að horfa ekki né hlusta á ríkisstöðvarnar en ég fæ ekki að velja hvort ég vilji borga fyrir áhorfsleysið, eða ekki.

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 9.12.2014 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 257
  • Sl. sólarhring: 779
  • Sl. viku: 4078
  • Frá upphafi: 2427878

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 3776
  • Gestir í dag: 236
  • IP-tölur í dag: 229

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband