Leita í fréttum mbl.is

Talsmaður notaðra heimilistækja

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur gerst talsmaður notaðra heimilistækja og sér möguleika á því fyrir sauðsvartan almúgann að geta nú veitt sér þann munað að kaupa heimilistæki af þeim efnammeiri sem verði líklegri til að skipta út því gamla og fá sér nýtt vegna verðlækkana í kjölfar afnáms vörugjalda.

Margir hafa tekið þessari hagsmunagæslu Vilhjálms fyrir notendur notaðra heimilistækja óstinnt upp. Ef til vill er það vegna þess að Vilhjálmur er helst þekktur af því að gæta hagsmuna fjármagnseigenda en ekki almennra neytenda. E.t.v er hann grunaður um græsku og horft er framhjá því hvaða hagsmunum þingmaðurinn var að tala um.

Fúkyrðin i garð Vilhjálms vegna þessara ummæla eru innistæðulaus. Vilhjálmur hefði getað orðað þetta með þeim hætti að valkostir neytenda aukist þar sem meira magn af notuðum vörum komi á markað og það betri notuðum vörum þar sem fólk fái sér nýja hluti fyrr en annars hefði verið. Þeir efnaminni hafa ótvírætt hagræði af því að fá betri vörur og minna notaðar á lægra verði af því að aukið framboð veldur verðlækkun á þessum markaði. Er eitthvað að því að orða þessa staðreynd?

Engum finnst neitt að því að kaupa notaðan bíl, húsgögn, ískáp, þvottavélar o.fl. heimilistæki nema stórbokkum og yfirlætisfullu fólki. Á netinu er afar þriflegur markaður með þessa muni. Það er þjóðhagsleg hagkvæmni að hlutum sé ekki hent þegar það er hægt að hafa full not af þeim. Fólk sem leggur áherslu á nýtingu og sparnað ætti að vera ánægt með að fá fleiri og betri muni til að velja úr á lægra verði. Var einhver ástæða til að sletta skyrinu á Vilhjálm fyrir þessi ummæli?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband