Leita í fréttum mbl.is

Loftslagsleikrit í þrem þáttum.

9000 fulltrúar eyddu tveim vikum á fundi í Lima í Perú við að reyna að komast að samkomulagi um "alþjóðlegan loftslagssamning", sem vonir eru bundnar við að verði undirritaður í París á næsta ári.

Christopher Brooks dálkahöfundur í enska stórblaðinu Daily Telegraph segir í grein í gær að um hafi verið að ræða endurflutning á leikriti í þrem þáttum, sem hafi gengið í um 20 ára skeið. Fyrsti þáttur fjalli um ógnina af hnattrænni hlýnun af mannavöldum, sem sé nú verri en nokkru sinni fyrr. 

Í öðrum þætti krefjist þróunarríkin þess að Evrópusambandið, Bandaríkin og Japan borgi þeim þ.á.m. Kína og Indlandi 100 milljarða dollara á ári til að þau dragi úr kolefnalosun og um þetta sé deilt á ráðstefnunni þangað til sest sé niður til að ganga frá lokaályktun.

Þriðji þáttur er síðan um tilraun til að ganga frá lokaályktun sem venjulega takist um kl. 4 að morgni síðasta ráðstefnudagsins og það kynnt sem merkur áfangi. Loks samþykki allir lokaályktunina sem sé algjörlega meiningarlaust plagg sem skuldbindi engan til að gera neitt.

Höfundur segir að sama verði upp á teningnum á loftslagsráðstefnunni í París á næsta ári þannig að þessi farsi muni halda áfram þangað til dómsdagur kemur - sem eins og hlýnunin kemur aldrei með þeim hætti sem tölvuspárnar segja fyrir um eða þangað til allir deyja úr leiðindum.

Í hríðarkófinu og blindbylnum sem gengur yfir landið þessa daganna þá þykir væntanlega mörgum miður að við skulum ekki fá ögn meira af hnattrænni hlýnun jafvel þótt hún væri af mannavöldum. Slæmt er þó að svo virðist sem það sé að kólna þrátt fyrir allar dómsdagsspárnar.  

Verst er að þessi þráhyggja hlýnunarinnar tekur of mikið fé til sín og dregur athygli frá brýnni verkefnum á sviðum umhverfismála, sem eru ekki ævintýraveröld tölvuspádóma heldur bæði brýn og raunveruleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Árið í ár verður það hlýjasta að meðaltali á jörðinni frá upphafi mælinga. Loftslagsbreyting síðustu 20 ára er í samræmi við fyrri spár. Súrnun sjávar er þegar hafin.

Ef spár um þessa hlýnun voru réttar, af hverju ættu spár um áframhaldandin hlýnun á þessari öld að vera rangar, spár, sem meira en 90% vísindamanna og sérfræðinga heims telja réttar?

Það er ekki verið að fást við þá hlýnun sem nú er orðin, heldur þá sem talin er munu verða hjá barnabörnum okkar.

"Við lifum öll á sömu jörðinni, öndum að okkur sama loftinu, eigum afkomendur, sem okkur er annt um og erum öll dauðleg" sagði John F. Kennedy skömmu áður en hann var drepinn.

Var þetta bara bull hjá honum? 

Ómar Ragnarsson, 15.12.2014 kl. 12:56

2 identicon

Veðurfræði eru flókin vísindi, mjög flókin. Þarna tvinnast saman eðlis- og efnafræði, sem og stærðfræði.

Mér þykir það nokkuð djarft þegar menn með pungapróf í lögfræði fara að tjá sig um hnattræna hlýnun, með upphrópunum, barnalegum ályktunum og hótfyndni.

"Schuster, bleib bei deinen Leisten."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 17:57

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég held ekki Ómar. Tölvulíkönin sögðu allt búið 2015 en það hefur ekkert breyst. Yfirborð sjávar hefur nánast ekkert hækkað og það er nú mun lægra en það var t.d. fyrir 7000 árum þegar engin var hnattræn hlýnun af mannavöldum. Hins vegar eigum við að fara vel með og það er dapurlegt að Kínverjar og Indverjar skuli hrópa á Vesturlönd og heimta peninga vegna mengunar þeirra á sama tíma og þeir hamast við að spúa kolareyk útí loftið.

Jón Magnússon, 15.12.2014 kl. 22:42

4 Smámynd: Jón Magnússon

Haukur ég er ekki með pungapróf heldur embættispróf. Þú mátt hafa skoðun á lögum og lögfræði þó þú hafir ekkert lært í þeim efnum og ég má hafa skoðun þess vegna á guðfræði þó ég sé aðeins sjálfmenntaður í þeim fræðum.

Svo er þetta annað Haukur þ.e. common sense. Þegar sömu svokölluðu staðreyndunum er endalaust dempt yfir þig og þær standast aldrei en áfram er haldi að tala um þær sem staðreyndir þá er eðlilegt að sæmilega vel gerðir pungaprófsmenn sem og aðrir velti hlutunum fyrir sér.

Jón Magnússon, 15.12.2014 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 254
  • Sl. sólarhring: 778
  • Sl. viku: 4075
  • Frá upphafi: 2427875

Annað

  • Innlit í dag: 237
  • Innlit sl. viku: 3773
  • Gestir í dag: 233
  • IP-tölur í dag: 226

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband