Leita í fréttum mbl.is

Kosningum afstýrt

Forsætisráðherra Svíþjóðar tilkynnti fyrir stundu að kosningum hefði verið "afstýrt". Kosningar voru ráðgerðar í mars 2015.  Í lýðræðisríki er nokkuð sérstakt að tala um að kosningum hafi verið afstýrt.

Ágreiningur var um fjárlög og Sósíaldemókratar og fylgihnettir þeirra gátu ekki komið fram fjárlögum í andstöðu við borgaraflokkana og Svíþjóðardemókrata. Nú hafa veður skipast þannig að borgaraflokkarnir sömdu við Sósíaldemókrata til að "afstýra" kosningum. Sósíaldemókratar ráða því í Svíþjóð enn um stund með fulltingi borgaraflokkana. Það er nýlunda.

Þeim holdsveiku í sænskri pólitík, Svíþjóðardemókrötum var spáð stórsigri í kosningunum í mars á næsta ári og þá bauð sænskur þjóðarsómi að komið yrði í veg fyrir það. Bandalag var stofnað til að afstýra því að þjóðarviljinn sem er ekki í samræmi við hefðbundnar skoðanir hefðbundinna sænskra stjórnmálaflokka fengi framgang. 

Miðað við stefnuskrá Svíþjóðardemókratanna þá er ekki um öfgaflokk að ræða eða hóp fólks sem boðar andstöðu við lýðræði eða lýðræðislega hugsun. Glæpur þeirra er að vilja breytta innflytjendalöggjöf.

Það er veikleiki í lýðræðisríki þegar ekki má ræða mikilvæga málaflokka og þeir sem víkja frá heðbundnum skoðunum eru stimplaðir öfgafólk þó þeir berjist á grundvelli lýðræðis.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Miðað við stefnuskrá Svíþjóðardemókratanna þá er ekki um öfgaflokk að ræða"

Án þess að hafa skoðað það sérstaklega þá held ég að sama megi segja um sovéska kommúnistaflokkinn miðað við stefnuskrá hans.

Það verður að skoða forsöguna, SD voru nýnasistar, og eru það enn að því virðist a.m.k. út frá merkilegu viðtali við einn leiðtoga flokksins, Björn Söder, á dögunum.

Hér getur þú skoðað forsöguna

http://www.expressen.se/nyheter/dokument/har-ar-sds-morka-bakgrund-i-nazism/

http://www.sydsvenskan.se/lund/sd-toppens-karlek-till-lund-obesvarad/

Jón (IP-tala skráð) 27.12.2014 kl. 13:52

2 Smámynd: Jón Magnússon

Skal skoða myndböndin Jón? en varla stimplar þú 5. hvern Svía sem nýnasista.

Jón Magnússon, 28.12.2014 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband