Leita í fréttum mbl.is

Þjónusta borgarinnar er í ólestri.

Sama dag og rektor Háskóla Íslands blandaði þeirri merku stofnun í kosningabaráttu Jóns Gnarr með þáttöku í svonefndu friðarsetri þar sem Dagur B. Eggertsson og meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur forgöngu fyrir þennan foringja sinn og leiðtoga, þurftu almennir Reykvíkingar að gera sérstakar ráðstafanir vegna þess að Reykjavíkurborg er hætt að sinna lögmæltum skyldum sínum við borgarana sem skyldi.

Sorp hefur hlaðist upp þar sem einstaklingarnir hafa ekki úrræði til að koma því sjálfir frá sér. Afsökun borgaryfirvalda er sú að færðin í Reykjavík sé með þeim hætti að það afsaki sleifarlagið. Veður eru þó ekki vályndari en við má búast á þessum árstíma og ófærð hefur ekki verið svo máli skipti í henni Reykjavík.

Jafnvel þó að sú afsökun borgarstjóra væri tekin sem sannleikur að vont veður hefði hamlað því að borgararnir fengju eðlilega og viðunandi þjónustu, þá væri samt hægt að bregðast við væri þokkalega hugmyndaríkur borgarstjórnarmeirihluti við völd. Það er hægt að leysa slík vandamál ef vilji er fyrir hendi án mikils kostnaðar. En viljann skortir og þetta er afgangsverkefni hjá Latte lepjandi gáfumönnunum sem stjórna Reyikjavíkurborg.

Á sama tíma og fólk paufast með stóra svarta plastpoka á endurvinnslustöðvar eftir að sorptunnurnar eru löngu orðnar yfirfullar, klæðir borgarstjóri sig uppá og býður til veislu í Höfða til að sinna að hans mati brýnasta verkefni borgarinnar, að stofna kosningamiðstöð fyrir Jón Gnarr. Bogarstjóri og meðvirkur háskólarektor lýsa því síðan fjálglega hvað Reykjavíkurborg geti unnið mikið starf í þágu friðar. Fróðlegt að fylgjast með því.

Við erum epli sögðu hrútaberin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segir allt sem segja þarf um forgangsröðunina hjá þessu vinstra borgarstjórnarliði. Þótt þér finnist ekki veðrið verra en gengur og gerist á þessum árstíma, og maður hefði getað sagt það, þegar maður var yngri og heilsuhraustari, þá er það nú svo, að margt eldra fólk treystir sér ekki út í þessa færð og varla húsa í milli nema í bíl. Þetta borgarstjórnarlið mætti standa sig betur í hreinsun gatna en þeir gera. Þegar ég fór suður í Hafnarfjörð milli jóla og nýárs, þá sást fljótt eftir að suðurfyrir Fossvogslæk var komið, að maður var kominn í annað bæjarfélag, því að þar voru svo vel hreinsaðar götur, hvert sem litið var. Frænka mín í Firðinum sagði líka, að þar í bæ hefði verið ráðið verktakafyrirtæki í hreinsun sorps, og þætti eftirsóknarvert að vinna hjá því, þar sem þar er svo vel borgað fyrir verkin, enda væri sorphirða með ágætum. Það þyrfti að vera eins hérna í borginni. Þessir jólasveinar, sem stjórna borginni, virðast bara ekki hafa neinn áhuga á þessum málum. Þótt Dagur segi, að læknirinn sé farinn að sækja á sig, þá hugsar hann samt ekki í samræmi við það, því að enginn læknir mundi mæla svona framkomu við íbúana bót, hvorki hvað sorphirðu né snjómokstur og götuhreinsun varðar. Ég bý nú hér á Víðimelnum, og maður sér varla snjósköfu hérna, og ég hef heldur ekki orðið vör við, að sorphirðufólk hafi komið hingað. Þó getum við Vesturbæingar ekki kvartað undan miklum snjóþunga miðað við það, sem gengur og gerist í efri byggðunum, en samt verður fólk, líka eldra fólkið, sem margt hvert hefur varla treyst sér út úr húsi í mánuð nema beint út í bíl, að geta komist út til að sinna ýmsum erindum, eins og að fara í banka og kaupa inn, en getur það varla, þar sem sums staðar er varla stætt á götunum. Dagur ætti að fara að hugsa eins og læknir á að gera, ef læknirinn er eitthvað að rumska í honum, í stað þess að haga sér eins og hann gerir.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 13:25

2 Smámynd: Jón Magnússon

Virkilega orð að sönnu Guðbjörg.

Jón Magnússon, 9.1.2015 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 337
  • Sl. sólarhring: 766
  • Sl. viku: 5587
  • Frá upphafi: 2463288

Annað

  • Innlit í dag: 318
  • Innlit sl. viku: 5067
  • Gestir í dag: 314
  • IP-tölur í dag: 307

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband