Leita í fréttum mbl.is

Að hluta til okkar sök.

Bandaríski þingmaðurinn Ron Paul sagði í gær að ríkisstjórnum Bandaríkjanna og Frakklands væri að hluta til um að kenna vaxandi fylgi við Íslamskar öfgastefnur. Bræðurnir sem réðust inn á ritstjórnarskrifstofur franska blaðsins höfðu eytt sumrinu til að berjast í Sýrlandi gegn ríkisstjórn Assads. En þingmaðurinn bendir á að Bandaríkin og Frakkland hafi þjálfað og sent vopn og vistir til erlendra vígamanna sem færu til Sýrlands til að berjast gegn Assad s.l. fjögur ár. Eða með öðrum orðum þegar málið snýr að Sýrlandi segir Ron Paul þá voru þessir vígamenn okkar menn og hafa  notað frönsk eða bandarísk vopn meðan þeir börðust í Sýrlandi.

Ron Paul bendir einnig á að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafi byrjað í Afganistan árið 1980 að sá öfgaskoðunum í huga Íslamskra vígamanna í þeirri von að þeir mundu bara berjast við þá sem þeim væri sagt að berjast við. En það hafi komið í ljós með árásinni á tvíburaturnana að svo væri ekki og sama væri varðandi mannvígin í París í síðustu viku. En Ron Paul segir að vestrænir stjórnmála- og fjölmiðlamenn vilji trúa hugarburðinum um að þessir vígamenn ráðist á okkur vegna þess að þeir hati frelsið sem við búum við eða séu á móti tjáningarfrelsi.

Ron Paul segir að e.t.v. sé ein leið til að skapa meira öryggi fyrir Bandaríkin og bandamenn þeirra sé að hætta að styðja þessa öfgahópa Íslamista.

Þessar skoðanir Ron Paul eru athyglisverðar og leiðir til hugleiðinga um hvað Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar bera mikla ábyrgð á ólgunni fyrir botni Miðjarðarhafsins og í Norður Afríku.

Saddam Hussein var steypt af stóli af Bandaríkjamönnum og Bretum og innrásin var brot á alþjóðalögum. Eftir það hefur Írak verið miðstöð hryðjuverka og gróðrarstía öfgahópa sem ekki voru til í landinu áður. Kristið fólk sem hafði búið þarna í tæp 2000 ár hefur nánast allt neyðst til að flýja land.

Í Líbýu steyptu Frakkar og Bretar Ghaddafi af stóli en við það myndaðist eyða og inn í hana hafa sótt Íslamskir vígamenn og landið er nánast óstjórnhæft og Bretum og Frökkum virðist ekki koma það við.

Í fjögur ár hafa Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ásamt Tyrkjum og Saudi Aröbum þjálfað íslamska vígamenn til að steypa Assad Sýrlandsforseta af stóli. Þessar aðgerðir þeirra hafa valdið flótta milljóna manna hatursárásum á kristið fólk í Sýrlandi og meiri flóttamannastraum til Evrópu en áður hefur þekkst.

Þurfa Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ekki að taka utanríkisstefnu sína til endurskoðunar eða eru þeir og vestrænir fjölmiðlar öllu viti firrtir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 101
  • Sl. sólarhring: 787
  • Sl. viku: 5351
  • Frá upphafi: 2463052

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 4845
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 96

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband