Leita í fréttum mbl.is

Læknaverkfall og RÚV

Enn einu sinni kom fréttastofa Ríkisútvarpsins á óvart í síðasta læknaverkfalli.

Burtséð frá því hvort kröfur lækna væru sanngjarnar eða ósanngjarnar eða hvort samningamenn ríkis eða lækna væru bilgjarnar eða óbilgjarnar þá afsakaði það ekki með hvaða hætti fréttastofa Ríkissjónvarpsins flutti fréttir á þeim tíma sem læknaverkfallið stóð.

Dag eftir dag í hverjum fréttatíma voru samviskusamlega fluttar fréttir af þeirri vá sem væri að skapast á sjúkrahúsum og þá hættu sem landsmönnum væri búin ef svo héldi fram sem horfði varðandi læknadeiluna. Þá voru okkur samviskusamlega flutar fréttir af einstaklingum sem ættu um sárt að binda vegna verkfalls lækna. Svo langt gekk það að daginn áður en samið var flutti ríkissjónvarpið fréttir af ungum dreng sem væri fórnarlamb læknaverkfallsins jafnvel þó að í ljós kæmi síðar að aðgerð hans og töf á því að ljúka henni hefði ekkert með læknadeiluna að geera.

Einhliða áróður og ávirk umfjöllun fréttastofu RÚV af læknadeilunni og meint ömurlegt ástand í heilbrigðismálum var langt frá því að vera hlutlæg umfjöllun og minnti um margt á áróðursferðina sem þessi sama fréttastofa fór í gegn mönnum og málefnum frá október 2008 og fram á mitt ár 2009 í framhaldi af bankahruninu.

Fyrst á annað borð er verið að troða upp á mann ríkisrekinni fréttastofu sem fólk verður að borga fyrir hvort sem því líkar eða ekki þá er lágmarkskrafan að gætt sé þokkalegrar hlutlægni við val og framsetningu frétta og fréttaflutningurinn sé vandaður og ítarlegur. En því miður þá skortir á allt þetta.

Mér verður stundum hugsað til þess þegar sá mæti fréttamaður Haukur Hólm var einn um hituna á Útvarpi Sögu að þá fannst mér hann flytja mun vandaðri og ítarlegri fréttir en nú þegar hann er ásamt þeim tugum fréttamanna sem daglega koma að því að vinna fréttir fyrir okkur á RÚV.  Óeintanlega veltir maður því fyrir sér hvað veldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er reyndar athyglisvert að launahækkun lækna hefur skilað sér í margfalt betri spítala, á mettíma.
Það berast engar fregnir lengur af ómögulegu vinnuumhverfi, ónýtum tækjum, þrengslum, maurum og myglusveppum.

Hver hefði trúað því, að öll vandamál yrðu úr sögunni við launahækkanir lækna?

Hilmar (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 17:11

2 Smámynd: Jón Magnússon

Athyglisvert Hilmar. Skyldi þetta allt hafa gufað upp um leið og kjaradeilan var úr sögunni?

Jón Magnússon, 14.1.2015 kl. 18:35

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það verður líka að athuga það að læknar réðu PR til að matreiða fréttatilkynningar. Það er síðan kannski til marks um fjölhæfni fyrrverandi Ríkisútvarpsins hversu faglega þessar tilkynningar voru rýndar og hve dugmikil fréttamennska þar er stunduð.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.1.2015 kl. 21:06

4 Smámynd: Jón Magnússon

Kann vel að vera rétt Sindri.

Jón Magnússon, 14.1.2015 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 747
  • Sl. viku: 5276
  • Frá upphafi: 2462977

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 4775
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband