Leita í fréttum mbl.is

Tvískinnungur?

Fyrir nokkrum dögum gengu ýmsir þjóðarleiðtogar í skrúðgöngu um götur Parísar til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása vígamanna sem kenna sig bæði við Al Kaída og ISIS. Í dag er setningarhátíð handboltamóts í Quatar, ríkisins sem tengist peningalega hvað mest fyrrnefndum hryðjuverkasamtökum.

Engin þjóðarleiðtogana sem héldust í hendur og grétu krókódílatárum í Parísargöngunni sá ástæðu til að gera athugasemd við að Quatar skuli halda þetta alþjóðlega handboltamót. Engin þeirra hefur hreyft athugsemd við að Quatar haldi næsta heimsmeistaramót í fótbolta. Þeim gæti sennilega ekki verið meira slétt sama.

Þegar æðsti fursti einræðisríkisins Quatar kom til fundar við Cameroun forsætisráðherra Breta sagðist Cameroun ætla að gera alvarlegar athugasemdir við stuðning Quatara við hryðjuverkasamtök. Blaðið Daily Telegraph sagði að það hefði Cameroun ekki gert heldur hvatt einvaldinn í Quatar til að fjárfesta meira í Bretlandi.

Einræðisríkið Quatar hefur fjárfest mikið á Vesturlöndum og á verslanir eins og Harrods í London. Mótmælahópar í Evrópu m.a. hér á landi hafa farið mikinn og krafist þess að fólk kaupi ekki vörur frá Ísrael eða versli í verslunum í eigu Gyðinga. En það hvarflar ekki að þessu vinstrisinnaða mótmælafólki að mælast til þess að fólk versli ekki í verslunum í eigu Qutara þrátt fyrir að  þeir beri mikla ábyrgð á morðum, ráunum,mannsali og nauðgunum í Írak og Sýrlandi með stuðningi sínum við ISIS.     Tvískinnungur?

Þjóðarleitogarnir sem marséruðu um götur Parísar eru sjálfsagt ekki búnir að þrífa skítinn af götum Parísar undan skónum sínum. Þeir eru samt búnir að gleyma að það þarf meira en skrúðgöngur til að taka á hryðjuverkaógninni. Eitt af því er að hafa ekki samskipti við ríki eins og Quatar, sem styðja með virkum hætti hryðjuverkasamtök. Væri þeim einhver alvara þá gerðu þeir eitthvað í þeim málum í stað þess að telja hópgöngutúra virkasta aflið gegn illsku alheimsins. Fyrsta skrefið hefði verið að flytja handboltamótið í Quatar frá landinu eða kalla lið úr handboltakeppninni í Quatar og flytja heimsmeistarakeppnina í fótbolta frá Quatar.

En það er e.t.v. of mikið. Tvískinnungurinn verður að vera allsráðandi og Merkel og Hollande geta þá e.t.v. setið saman og fylgst með úrslitaleik keppninnar og hvatt sína menn til dáða á meðan peningarnir streyma frá gestgjöfunum til hryðjuvekasamtaka sem undirbúa næsta hildarleikinn í löndum þeirra .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágætt þakka þér fyrir Jón Magnússon.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.1.2015 kl. 18:30

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eins og fálkamyndin í sjónvarpinu í gær sýndi ljóslega

Sigurður Þórðarson, 15.1.2015 kl. 19:53

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir það.

Jón Magnússon, 15.1.2015 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 738
  • Sl. sólarhring: 738
  • Sl. viku: 6276
  • Frá upphafi: 2462950

Annað

  • Innlit í dag: 676
  • Innlit sl. viku: 5677
  • Gestir í dag: 623
  • IP-tölur í dag: 601

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband