21.1.2015 | 21:59
Bannfærðar skoðanir.
Borgarstjórnarflokkur Framsóknarflokksins snéri sér til manns úti í bæ, Gústafs Níelssonar, og bað hann um að taka sæti sem varamaður í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir að Gústaf sé yfirlýstur Sjálfstæðismaður og hafi verið það frá 14 ára aldri þá vildu Framsóknarmaddömmurnar fá hann í þetta ábyrgðarstarf. Gústaf sagði já og borgarstjórn Reykjavíkur kaus hann með 10 atkvæðum en 5 sátu hjá.
Gústaf er því réttkjörinn varamaður í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar. Borgarstjórnarflokkur Framsóknarflokksins getur ekki breytt því og ógilt kosningu borgarstjórnar upp á sitt eindæmi. Gústaf verður því ekki vikið frá nema af borgarstjórn en hversu auðvelt eða flókið það kann að vera þekki ég ekki.
Gústaf þarf að víkja segja Framsóknarmaddömurnar af því að hann hefur óæskilegar skoðanir. Undir það tekur ríkisfjölmiðillinn og vinstri sinnaðir álitsgjafar sem kalla alla pópúlista hverra skoðanir þeim líkar ekki við. Þá liggur það fyrir að Gústaf þarf að víkja vegna skoðana sinna en ekki vegna þess að hann sé ófær eða óhæfur til að gegna því trúnaðarstarfi sem hann var kosinn til.
Eitthvað er þetta á skjön við ummæli sem eru eignuð Voltaire þar sem hann á að hafa sagt. "Ég fyrirlít skoðanir þínar, en ég er reiðubúinn til að leggja mikið í sölurnar til að þú fáir að halda þeim fram." Með sama hætti og það er á skjön við þau sjónarmið sem komu fram hjá mörgum sem tóku upp vígorðið "Je suis Charlie" vegna hryðjuverksins sem unnið var gagnvart ritstjórn blaðsins. Sjálfur gat ég tekið undir þau sjónarmið sem sjónarmið málfrelsis og ritfrelsis þó mér finnist þetta Charlie Hedbo blað óttalegt sorarit, sem gerir m.a. út á það að særa og meiða.
En sumar skoðanir eru óæskilegri en aðrar og þó ég deili ekki þeim skoðunum sem Gústaf vinur minn hefur varðandi samkynhneigð eða mosku í Reykjavík þá finnst mér það lýðræðislegur réttur hans að mega halda þeim fram og hafa til þess sama svigrúm og aðrir. Með sama hætti og mér finnst gott að sjónarmið talsmanns Alþýðufylkingarinnar fái að koma fram þó ég sé algjörlega ósammála þeim kommúnisma sem þar er boðaður og við skulum ekki gleyma að í hildarleik hugmyndafræðiátakanna á síðustu öld þá féllu flestir í valinn fyrir Kommúnistum.
Hefði Gústaf verið vinstri maður hefði öll menningarelítan farið úr límingunum yfir því að hann ætti að víkja og kallað það Berufsverbot eða að viðkomandi þyrfti að víkja vegna skoðana sinna. En sumar skoðanir eru heilagri en aðrar og Gústaf fer og vinstri menn telja það ekki atlögu að skoðanafrelsinu.
Með sama hætti og Robert Bork einn merkasti lögfræðingur Bandaríkjanna fékk ekki að setjast í Hæstarétt vegna þess að hann var á móti fóstureyðingum. Það var meira en vinstri elítan á Bandaríkjaþingi gat þolað honum.
Hættulegar skoðanir mega ekki vera til í lýðræðisríki. En gilda ekki sömu reglur um þær og æskileg eða óæskileg blöð. Á að banna Charlie Hedbo af því að það er sorarit sem særir og meiðir? Gildir annað um fólk en fjölmiðla?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 253
- Sl. sólarhring: 777
- Sl. viku: 4074
- Frá upphafi: 2427874
Annað
- Innlit í dag: 236
- Innlit sl. viku: 3772
- Gestir í dag: 232
- IP-tölur í dag: 225
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Það er enginn að svipta Gústaf málfrelsinu. En múslima- og hommaandúð gerir mann vissulega ómarktækan um mannréttindamál!
Það er langt seilst að ætla að klína einhverjum fjöldamorðum, raunverulegum eða ekki, á Alþýðufylkinguna.
Og "vinstri elítan á Bandaríkjaþingi" - ertu að grínast?
Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 23:53
Gústaf Níelsson hefur að sjálfsögðu fullt frelsi til að setja fram skoðanir sínar á samkynhneigð, vinna þeim fylgi innan stjórnmálasamtaka, bæði núverandi eða nýrra í ræðu og riti eins og hann hefur gert til þessa og mun væntanlega gera áfram.
En Sigurbjörg Birna segist ekki hafa vitað um þessar skoðanir hans, sem eru þvert á stefnu flokksins, þegar hún fékk hann samþykktan í mannréttindanefndinni.
Hvernig er hægt að krefjast þess af Framsókn að hún hafi ekkert að segja um áframhaldandi nefndarsetu fulltrúa flokksins, sem er algerlega andvígur stefnu flokksins?
Ómar Ragnarsson, 22.1.2015 kl. 00:13
Góður texti hjá þér og umhugsunarverður. Takk
Baldur Gautur Baldursson, 22.1.2015 kl. 06:49
Mikið innilega er eg sammála þér, Jón. Ég deili ekki skoðunum Gústafs varðandi samkynhneigða og neikvæð viðhorf mín gagnvart moskumálinu snúa meira að staðsetningu og stöðu minni sem skattborgara en hvort múslimar eigi sér bænahús.
En Umræðan snýst ekki bara um hvað má segja og hvað ekki. Hún snýst líka um hver má og um hvern. Síðastliðið vor var i borgarstjórn kosinn fulltrúi fólksins manneskja sem hafði haft slík orð um annan söfnuð að amma mín hefði þvegið munninn á mér með sápu hefði hun heyrt mig segja það. Þa var í lagi að lítilsvirða trú minnihlutahóps. Og múslimar mega segja forpokaða hluti um samkynhneigða og enginn blikkar auga.
Þessi skoðanakúgun sem vinstrimenn ástunda er algerlega að draga lífsandann úr öllum debat og gerir lifið svo miklu leiðinlegra. Gegn því ber að sporna.
Ragnhildur Kolka, 22.1.2015 kl. 09:43
Vésteinn ég er ekki að klína því á Alþýðufylkinguna alls ekki. En ég bendi á að í hugmyndafræðilegum átökum á síðustu öld þá voru Kommúnistar mikilvirkastir. En síður en svo að ég ætli þér eða öðrum í Alþýðufylkingunni neitt illt. En ég benti á þetta vegna þess að ég er ykkur algjörlega ósammála en mundi andmæla því ef beita ætti ykkur harðræði eða þöggun vegna skoðana ykkar.
Fjöldamorðin voru tekin í dæmaskyni en ekki til að kenna ykkur um.
Jón Magnússon, 22.1.2015 kl. 13:21
Það er nú einu sinni þannig Ómar að þegar maður er kosinn af ákveðnum aðila eins og Gústaf í þessu tilviki af borgarstjórn þá getur tillögumaður Sveinbjörg Birna ekki ógilt þá kosningu. Eins og ég segi þá þekki ég ekki reglurnar sem um þetta gilda í borgarstjórn en mér þætti líklegt að kjósa yrði í ráðið á nýtt en það verður þá að vera heimild til þess.
Jón Magnússon, 22.1.2015 kl. 13:23
Takk fyrir það Baldur.
Jón Magnússon, 22.1.2015 kl. 13:23
Sammála þér Ragnhildur og það er athyglisvert að það sem Samfylkingarkonan sagði um Grísk/Rómversku kirkjuna og var til muna alvarlegra en það sem Sveinbjörg Birna sagði nokkru sinni um Músliam skyldi falla dautt niður og ekki vekja neina athygli fjölmiðlafólks. Er það virkilega svona þröngsýnt og forpokað að það sé gott að gera grína af kristni og kristnum en ekki undir neinum kringumstæðum af samkynhneigðum eða Múslimum?
Jón Magnússon, 22.1.2015 kl. 13:25
Ekki veit ég hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að opinberaðar skoðanir öfgamanna séu "bannfærðar" þótt þeim sé mótmælt af hástöfum af öðrum. Hvort tveggja er gott dæmi um málfrelsi.
Öfgaskoðanir eru - öfgaskoðanir. Fáir aðhyllast þeim. Öfgamenn verða þó alltaf að hafa rétt til að tjá þessar skoðanir sínar, og ef þeir hafa að einhverju leyti rétt fyrir sér þá geta þeir haft áhrif. En öfgaskoðun eins verður alltaf mótmælt af mörgum öðrum.
Sumir stjórnmálaflokkar eru öfgaflokkar, t.d. gamli Kommúnistaflokkurinn. Aðrir flokkar staðsetja sig einhvers staðar í miðju, eins og flestir ef ekki allir stjórnmálaflokkar á Íslandi. Þegar stjórnmálaflokkur reynir að koma öfgamanni í áhrifastöðu, þá er það væntanlega vegna þess að flokkurinn (eða aðilar innan hans) vilja færa stefnu flokksins í átt að öfgunum.
Í þessu tilviki er ljóst að borgarstjórnarflokkur Framsóknarflokksins er með aðra stefnu í öfgamálum en stórir hópar áhrifamanna og kjósenda sama flokks.
Annað: Það sem "Samfylkingarkonan" sagði um Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna var ekki gott. Tilefnið var væntanlega að hún reiddist framferði sömu kirkju í Rússlandi. En ummælin voru ekki sett fram í kosningabaráttu, sem tilraun til að veiða atkvæði aðila sem eru ósammála grunngildum Samfylkingarinnar. Þarna er stór munur á og hjá Sveinbjörgu Birnu, þó hún hafi verið varkárari í orðavali.
Varðandi hvort sé gott að gera grín af kristnum, samkynhneigðum eða múslímum, jú endilega, gerum sem allra mest grín! En ertu með því að gefa í skyn að Gústaf Adolf sé grínisti í einhveru uppistandi?
Brynjólfur Þorvarðsson, 22.1.2015 kl. 14:53
Gústi er mjög góður grínisti. Ég sá hann einu sinni halda heilum hótelgarði í gleðivímu heila viku. Svo eru það öfgaskoðanirnar. Er það öfgaskoðun að þú eigir að borga fyrir mig húsnæði, fæði og klæði ef ég nenni ekki að vinna? Er það öfgaskoðun að vilja ekki fá fleiri velferðarfarþega á velferðarkerfið. Er það öfgaskoðun að það eigi að meiða hvern sem er í orðum og niðurlægja skoðanir hans hvort heldur sé í trúmálum eða öðru. Mér finnast allar þessar skoðanir vera öfgaskoðanir nema þá helst að fá ekki fleiri velferðarfarþega.
En Brynjólfur það var athyglisvert í kosningabaráttunni í vor að fjölmiðlar eltu frambjóðanda Framsóknarflokksins til borgarstjórnar til að reyna að fá fordæmingu og niðurlægingu gagnvart henni vegna þess að hún leyfði sér að hafa skoðun á staðarvalli Mosku. En það var engin ástæða fannst þeim til að elta uppi árás á Réttrúnaðarkirkjuna það var heimilt. Hvaða öfgaskoðanir eru nú það. Nú er konan sem jós úr reiðiskálum sínum óhróðri yfir Rétttrúnaðarkirkjuna borgarstjórnarfulltrúi og það finnst fjölmiðlungum allt í lagi og hún þarf ekki að standa ábyrg orða sinna.
Jón Magnússon, 22.1.2015 kl. 21:01
Herrar mínir og frúr, Kristín Soffía samfylkingarkona sagði einhvern tímann að serbneska rétttrúnaðarkirkjan væri "skítakirkja sem mætti fokka sér harkalega", ef ég man rétt. Það sem serbneska rétttrúnaðarkirkjan hafi unnið til, var að hafa tekið þátt í baráttu gegn samkynhneigðum og Kristín Soffía útskýrði að það hefði fokið í hana þar sem hún væri aðstandandi samkynhneigðs einstaklings. Aftur: Ef ég man rétt. Það eina sem ég hef við málflutning hennar að athuga, er að hún hafi tekið þessi orð til baka og beðist afsökunar. Ef það er vegið ómaklega að einhverjum manni nákomnum, hefur maður nefnilega rétt á að reiðast. Skárra væri það nú.
Brynjólfur, ég mótmæli því að Kommúnistaflokkurinn hafi verið öfgaflokkur. Hann er flottasti flokkur sem starfað hefur á Íslandi til þessa.
Ég hef líka heyrt - frá heimildarmanni sem ég tel áreiðanlegan - að Gústaf sé góður grínisti. Heimildarmaður minn er mjög langt frá honum, pólitískt séð, en hefur sagt mér að Gústaf sé alveg gríðarlega skemmtilegur. Hann rifjaði, sem dæmi, upp að Gústaf hefði alltaf sagt "þegar ég var í kláminu", þegar hann rifjaði upp tímann þegar hann fékkst við að gera út fatafellur.
Vésteinn Valgarðsson, 22.1.2015 kl. 21:41
Þetta nál snýst ekki um neinar bannfærðar skoðarnir. Hér er á ferðinni maður sem hefur ítrekað borið fram skoðanir sem eru skýrt brot á mörgum þeim mannréttindasáttmálunm sem við erum aðilar að auk þess að bara fram mikla fordóma og rangfærslur um minnihlutahópa. Það er því eðlilegt að menn hvái við þegar á að gara nann að fulltrúa í mannréttindaráði þó aðeins sé um að ræða varamann.
Það hefði engin sagt neitt við því þó einhver hefði gert hann að fulltrúa í samgöngunefnd eða hvaða annarri nefnd sem hefur ekkert með mannréttindi að gera.Það er því ekki verð að tala gegn skipan hans út frá skoðunum hans. Ástæða þess að skipan hans var fordæmd er sú að það að hann er skipaður í mannréttindaráð af öðtum flokki en hans eigin og upplýst að það sé vegna skrifa hans þar sem hann leggur til mannéttindabrot er ekki hægt að álykta annað en að þær skoðanir sem fram komi í þeim skrifum séu stefna borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins. Andstæðingar flokksisn fordæma það vegna þeirra mannréttindabrota sem í þeirri stefnu felast en framsóknarmenn sjálfir fordæma það út frá því að þetta sé á skjön við stefnu Framsóknaraflokksins.
Þessi viðbrögð vori því fordæming á þeirri pólitísku stefnu sem með þessari skipan var boðuð en hafði ekkert með það að gera að ekki mætti ráða Gústaf í embætti vegna skoðana hans.
Þessi skipun sýir svart á hvítu að framganga frambjóðenda Framsóknarflikksins hafði ekkert með skipulagsml að gera hvorki hað varðar staðsetningu eða spurninguna um ókeypis lóðir til trúfélaga heldur um það að það ætti ekki að heimila yfir höfuð að hér yrði reist moska. Þetta snerist þí um mismunun gagnvart múslimum og þar með klárt mannréttindanbrot að ræða.
Hvað varðar samanburðin við ummæli frambjóðanda Samfylkingarinnar um rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna varður að horfa til þess að hún baðst afsökunar á þeim og sagðist sjá eftir þeim en frambjóðandur Farmaókarflikksins forertust hins vegar í s+inum málflutningi og sáu ekkert athugavert við hann.
Þessi ummæli um rússnesku réttrúnarðarkirkjuna verður að horfa á í ljósi þess að á þessum tíma var mál Pussi Riot í hámæli þar sem rússneska réttrúnaðarkirkjan beitti sér fyrir þvi að þær yrðu fangelsaðar fyrir litlar sakir fyrir það eitt að gagnrýna forráðarmenn réttrúnarðarkrkjunnar fyrir að fylgja görspilltum stjórvöldum í Rússlandi að málum. Því var snúið á þann hátt að þær hafi verið að smána trúna sjálfa þegar þær voru aðeins að gagnrýna yfirmenn kirkjkunnar fyrir að vinna með þessum hætti gegn almannahgsmunum til þeiss að auka tök réttrúnarðarkirkjunnar í rússnesku samfélagi.
Sigurður M Grétarsson, 23.1.2015 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.