Leita í fréttum mbl.is

Landsiðaráð

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna er iðin við að koma með tillögur til að leysa atvinnuvanda ákveðinna háskólastétta á kostnað skattgreiðenda. Nú skal stofna Landsiðaráð. Ekki er formaðurinn með það alveg á hreinu hvað slíkt ráð á að gera þar sem að hún leggur til að forsætisráðherra verði falið að skipa starfshóp sem á að reyna að finna út úr því hvað skuli vera hlutverk og iðja þessa landsiðaráðs.

Í framhaldi af nefndarskipaninni sem á að finna út verkefni fyrir Landsiðaráð Katrínar verða væntanlega síðar valin héraðssiðaráð og þá getur borgarstjórn Reykjavíkur ekki verið eftirbátur og er líkleg til að koma á laggirnar hverfissiðaráðum. Með þessari djörfu nýbreytni má ætla að fundist hafi verðug verkefni fyrir alla siðfræðinga sem útskrifast úr háskóla á næstunni.

Það væri síðan við hæfi að siðaráðin hefðu ráðstefnumiðstöð þar sem þau gætu komið til funda a.m.k. einu sinni á ári til að átta sig á hlutverki sínu og verkefnum. Ef að líkum lætur mun síðan VG og aðrir sem haldnir eru svipaðri ríkislægri þráhyggju, leggja til að ekki verði ráðist í neina framkvæmd eða aðgerð nema það hafi verið borið undir hverfissiðaráð síðan landshlutasiðaráð og loks landsiðaráð. Að því loknu er hægt að láta málið fara í umhverfismat og grenndarkynningu og hefja framkvæmdir um áratug eftir að tillaga kom fram.

Vissulega væri þetta flott innlegg í græna hagkerfið sem aldrei hefur skilað neinu nema auknum  útgjöldum fyrir skattgreiðendur eins og allar aðrar tillögur sem Katrín Jakobsdóttir hefur beitt sér fyrir á stjórnmálaferli sínum.


mbl.is Vilja að stofnað verði Landsiðaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

 Skyldi vinstri grænir ekki vera ákaflega stoltir af formanni sínum? Hún er jafnvel ennþá flottari en fyrirrennari hennar og glampaði þó heldur betur af honum.Það má lengi bæta við delluverkið.

Valdimar H Jóhannesson, 23.1.2015 kl. 14:29

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hvað hefði Landsiðaráð gert 2009, þegar Steingrímur og Katrín voru að véla um bankana og hlunnfara landslýð um 300-400 mia kr, sem hrægammar hirtu ?  Auðvitað ekkert, því að enginn gagnrýnandi vissi nokkurn skapaðan hlut um, hvað þau skötuhjúin voru að aðhafast á bak við luktar dyr.  Þau munu ekki komast upp með svik og pretti endalaust.  Ef ekki er ástæða til að kalla saman Landsdóm núna, þá aldrei.

Bjarni Jónsson, 23.1.2015 kl. 18:55

3 Smámynd: Jón Magnússon

Já þetta er heldur betur til bóta fyrir hinar vinnandi stétir.

Jón Magnússon, 24.1.2015 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 535
  • Sl. sólarhring: 638
  • Sl. viku: 6073
  • Frá upphafi: 2462747

Annað

  • Innlit í dag: 491
  • Innlit sl. viku: 5492
  • Gestir í dag: 467
  • IP-tölur í dag: 449

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband