Leita í fréttum mbl.is

Þú skalt ekki stela.

Í gær ungaði Umboðsmaður Alþingis út athugasemdum sínum við framgöngu þáverandi innanríkisráðherra um lekamálið svokallaða. Niðurstaða hans var í samræmi við það sem við mátti búast að gefnum þeim upplýsingum sem lágu fyrir.  Í sjálfu sér þarf ekki mörgum orðum við það að bæta. Svona gerir maður ekki og svona hagar maður sér ekki. Þessi atriði liggja ljós fyrir í hugum venjulegs fólks

Í framhaldi af skýrslugjöf Umboðsmanns alþingis um lekamálið talaði reyndasti lögfræðingurinn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um mikilvægi siðareglna og óljóst regluverk. Innanríkisráðhera talaði um það að fara þyrfti yfir alla verkferla innan ráðuneytisins í kjölfar málsins og athuga hvað hefði farið úrskeiðis. Sjálfur talaði Umboðsmaður alþingis með svipuðum hætti.

Verkferlar og siðareglur eru ágæt orð en segja í sjálfu sér ekkert um það hvað á að gera eða af hverju þörf er á því að skoða verkferla eða setja siðareglur. Venjulegt fólk áttar sig á hvað má og má ekki og hvað er innan marka eða utan. Það virðist bara vefjast fyrir stjórnmálastéttinni að ráða við að skilgreina augljósa hluti sem augljósa.

Í boðorðunum 10 segir m.a. "þú skalt ekki stela" Inntakið í því bannákvæði hefur verið ljós öllu fólki um þúsundir ára þó sumir hafi ekki getað látið vera að brjóta gegn boðorðinu. Hvað hefði nú orðið ef Guð almáttugur eða sá sem talaði í hans nafni hefði talið eðlilegt að setja sérstakar siðareglur til skýringar og útfyllingar á boðorðunum og öðrum auðskildum bannákvæðum í hvert sinn sem einhver braut gegn því.

Óneitanlega væri fróðlegt að sjá skráðar siðareglur um boðorð eins og "þú skalt ekki stela" "Þú skalt ekki morð fremja" og "heiðra skaltu föður þinn og móður". Það væri einnig þess virði að horfa framan í þá verkferla sem þyrfti að skoða ef brotið væri gegn þessum boðorðum. Af hverju datt engum þetta í hug í þær þúsundir ára sem þessar reglur hafa gilt. Komst fólk virkilega af og vissi það hvað mátti og hvað var bannað.

Hætt er við að lagasafnið ásamt siðfræðilegum og verkferlalegum skýringum verði öllum ofviða og mundi ekki duga til að geyma það í jafnstórum vörugeymslum og nú hýsa regluverk Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þetta er þörf ádrepa um, að mannlegir breyskleikar verða aldrei upphafnir með fallegum orðum á blaði.

Bjarni Jónsson, 24.1.2015 kl. 14:03

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Bjarni það er nú einmitt það sem er mergurinn málsins.

Jón Magnússon, 24.1.2015 kl. 16:49

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Mig fyrir einn undrar það helst að maneskja með mentun lögfræðings, og með strfsreinslu úr stjórnmálaflokk til margra ára, að ónefndri þeirri reynslu sem þassi maneskja á að hafa úr smiðju miðstjórnar flokksins, og til margra ára undir handleiðslu foristunnar, skuli svo sýna þann dómgreindarskort sem hér er um að ræða, að afgreiða megi málið sem mistök, eins og Brinjar vill gera er bara móðgandi við Sjálfstæðismen, ég fæ það einnhvernveginn á tilfinningunna að þú Jón Magnússon sért einn að örfáumm sjálfstæðismönnum sem eru eftir, því eins og Brijar lætur þá er hann ekki Sjálfstæðismaður, þó víst megi segja að fyrirgefa megi margt, og að öll gerum við mistök, þá er það að gera lítið úr mentunn lögfræðinga, ekki Brinjari til framdráttar og ekki Höllu Birnu til afsökunnar , þau eru bæði mentuð í lögum, og eiga að vita hvað er viðeigandi og hvað er það ekki.    

Magnús Jónsson, 24.1.2015 kl. 23:30

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Til gagns og gamans má bæta þessu við. Hér eru nokkrir verkferlar úr Bíblíunni. Þetta kemur úr Sáttmálanum á Sínaífjalli, sem er í annarri Mósebók (21:12-17):

12Hver sem lýstur mann, svo að hann fær bana af, skal líflátinn verða. 13En hafi hann ekki setið um líf hans, en Guð látið hann verða fyrir honum, þá skal ég setja þér griðastað, sem hann megi í flýja. 14En fremji nokkur þá óhæfu að drepa náunga sinn með svikum, þá skalt þú taka hann, jafnvel frá altari mínu, að hann verði líflátinn. 

15Hver sem lýstur föður sinn eða móður sína skal líflátinn verða. 

16Hver sem stelur manni og selur hann, eða hann finnst í hans vörslu, hann skal líflátinn verða. 

17Hver sem bölvar föður sínum eða móður sinni skal líflátinn verða.

Wilhelm Emilsson, 24.1.2015 kl. 23:53

5 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Undarleg fyrirsögn á þessu bloggi þar sem málið snýst um trúveðugleika, ekki þjófað.

Það þarf engar sérstakar siðareglur um trúnað: annað hvort segir einstaklingur satt eða ekki. Þetta er 9. boðorðið. Ekki bera ljúbvitni ganvart náunga þínum.

Þess vegna þarf ekki að hafa mörg orð um einhverjar siðareglur í þessu máli og óþarft fyrir bloggaskrifara að nota boðorð eins og "morð" og "stela" þegar hann er að fjalla um Lekamálið. Það snýst hvorki morð né þjófnað (stela) í eigunlegri merkingu, heldur það að segja satt.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 25.1.2015 kl. 01:12

6 Smámynd: Jón Magnússon

Magnús. Hanna Birna er ekki lögfræðingur.

Jón Magnússon, 25.1.2015 kl. 09:45

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta eru fyllingarákvæði Wilhelm um það hvað valdi refsiþyningingu og hvað leiði til mildandi refsingar. Það erum við líka með í okkar lögum En e.t.v. mætti samt fella þetta undir fyrirbrigðið "verkferla"

Jón Magnússon, 25.1.2015 kl. 09:47

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ingibjörg ég var ekki að fjalla um lekamálið sem slíkt heldur viðbrögð við skýslu umboðsmanns og fyrirsögnina valdi ég vegna þess að ég vísa til þessa einfalda auðskilda ákvæðis sem hefur verið í refsilögum manna svo langt sem vitað er.

Jón Magnússon, 25.1.2015 kl. 09:48

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Góð samlíking við boðorðin. Það er nefnilega bannað að kenna þau ómenguð í skólunum þannig að svona smotterí eins og morð og stuldur er afstætt og háð verkferlum og samkomulagi við minnihlutahópa eins og friðelskandi múslíma og lesblinda

Halldór Jónsson, 26.1.2015 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 586
  • Sl. sólarhring: 649
  • Sl. viku: 6124
  • Frá upphafi: 2462798

Annað

  • Innlit í dag: 534
  • Innlit sl. viku: 5535
  • Gestir í dag: 504
  • IP-tölur í dag: 487

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband