Leita í fréttum mbl.is

Úrræðið góða.

Eftir mikla umhugsun og hamþrunginn fund utanríkisráðherra NATO ríkjanna fannst loks lausn sem tryggja mun öryggi Evrópu. Fyrirfólkið í Brussel ákvað nefnilega að koma á fót sérstöku 5000 manna hraðliði.

Evrópubúar anda að sjálfsögðu léttara yfir því að slík vígasveit hraðliða skuli taka til starfa og öryggi álfunar verður að sjálfsögðu allt annað og betra. Þrátt fyrir að ISIL bardagamennirnir séu fimm sinnum fleiri þá skiptir það ekki máli þar sem hraðsveitin á fyrst og fremst að vandræðast við Rússa.  

Hraðsveitin mikla á að vera samsett af hermönnum frá Póllandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og fleiri landa og verður þá jafn tungumálalega hamin og her Austurríska keisaradæmisins í fyrri heimstyrjöld þar sem hermennirnir skildu illa fyrirskipanir.

Sagt er að Pútín forseti Rússlands og ríkisstjórn hans séu illa á sig komnir eftir hláturskastið sem sótti að þeim þegar þeir heyrðu af hraðliðs varnarviðbrögðum NATO og ræður ráðamanna NATO ríkjanna af því tilefni voru þýddar fyrir þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gaman hjá þér.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.2.2015 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband