Leita í fréttum mbl.is

Ég um mig frá mér til mín.

Í greinarkorni sem Jón Gnarr ritar í Fréttablaðið í dag tekst honum að nota persónufornafnið, ég í meir en tuttugu skipti. Nú er það ekki nýlunda að stjórnmálafólki þyki vænt um sjálft sig og þyki mikið til sín koma, en það er fátítt að þeir hinir sömu sýni það á jafn grímulausan hátt og Jón Gnarr gerir í greininni.

Grínistinn Tom Lehrer sem var vinsæll á áttunda áratug síðustu aldar segir frá því í einu ljóði sínu, "We are the folk song army" með sinni kaldhæðnislegu kímni, hvað það er erfitt og óvinsælt að berjast fyrir hlutum, "sem allir aðrir eru á móti" og Jón Gnarr fjallar um í grein sinni málum eins og friði, vináttu og mannkærleik.  

Hér skal tekið undir allar hugrenningar og stílbrögð Jóns Gnarr um gæskuna og mannkærleikann, sem gott er að hafa jafnan í huga og þá er e.t.v. ekki fráleitt að spyrja fyrrum ráðandi stjórnmálamann hvort það hafi verið inntakið í stjórnsýslu hans á liðnu kjörtímabili sem borgarstjóri í Reykjavík. Einhver mundi segja að þar hafi verið "business as usual" (sama stefna og áður) með þeim blæbrigðum sem fólust í lélegri stjórnun, hækkun gjalda og verri þjónustu fyrir borgaranna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mjög ágætt Jón Magnússon þakka þér fyrir. 

Það hefur löngum verið ljóst að það er ekki öllum gefið að rækta sveppi, en villisveppir vaxa auðvita og hafa til þess náttúrulega heimild. 

En  skinsamar tegundir hafa í genum sínum eiginleika sem vara við sveppum sem valda fílaskap.  En í vinstriálfum Íslenskum virðist þetta gen mjög vanþroskað.     


 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 7.2.2015 kl. 20:38

2 identicon

Sæll jón

skemmtileg lesning, ég held að það sé vandfundið land þar semmenn dýrka sjálfan sig jafn mikið og á íslandi. Hef ég búið erlendis og er þar mun minna um þessa sjálfsdýrkun, menn eru meira í málefninu og hafa slitið sig frá persónulegri speglun fyrir langa löngu. Menn telja að það sem mönnum dettur í hug á flokksfundi sé heilagur sannleikur án þess að kynna sér álit fræðimanna eða vísindasamfélagsins. Það kann að rýra síðan stefnumótun og pólitískar ákvarðanir. En ég kann ekki skýringu á þessari persónubindingu sem er svo ríkjandi, það er kannski rannsóknarefni í sjálfu sér.

gunnar (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 22:47

3 Smámynd: Jón Magnússon

Prófkjörin hjálpa hér til Gunnar. Þar er vinsældakosning þar sem þáttaka í spurningakeppni í sjónvarpi vegur þyngra en stjórnmálastarfsemi og framlag til málefnalegrar umræðu svo dæmi sé tekið. En Jón Gnarr slær held ég allt út, en þá verður að hafa í huga að hann er fyrst og fremst leikari. En þá verður að taka honum sem slíkum en ekki ímynda sér að hann geti lyft einhverjum Grettistökum á stjórnmálasviðinu sem hann getur ekki. Á hinsegin dögum var hann t.d. samkynhneigðasti einstaklingurinn allra samkynhneigðra án þess að vera það. Það er af því að hann er góður leikari.

Jón Magnússon, 8.2.2015 kl. 09:13

4 identicon

já sennilega er það, sirkusmaður hefur líklega betri spil en alvörugefinn hugsjónamaður í veiku lýðræði. En það er kannski ekki bara sjálfsspeglunin sem er mikil heldur líka persónuníð á þeim sem maður er ekki sammála. Ágætt dæmi er fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar, það er mikil skynsemi í frumvarpinu en var hafnað kannski fyrst og fremst af því að einmitt Davíð flutti það. Þetta kannski rýrir líka íslensk stjórnmál fyrir vikið að einhverju leyti.

gunnar (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 294
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 4115
  • Frá upphafi: 2427915

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 3806
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband