Leita í fréttum mbl.is

Kostakjör?

Auglýst voru kostakjör frá ákveðinni ferðaskrifstofu á ferð til erlendrar stórborgar. Óneitanlega virtust þessi kostakjör vera nokkuð kostnaðarsöm.

Auðvelt var að kanna verð á flugi til viðkomandi borgar á þeim tíma sem viðkomandi ferð var auglýst. Einnig er auðvelt að leita eftir hvað sambærilegt hótelrými mundi kosta sömu daga.

Niðurstaðan var sú að í stað þess að borga tæpar hundrað þúsund krónur fyrir einstaklinginn þá gat ég ekki betur séð en hægt væri að komast til sömu borgar á sama tíma á sambærilegum hótelum fyrir kr. 70 þúsund.  Hjón gætu því sparað sér tæpar kr. 60.000 með því að panta sjálf á netinu í stað þess að nýta þau kostakjör sem auglýst eru hjá ferðaskrifstofunni.

Nú ættu ferðaskrifstofur að geta fengið afslætti hjá flugfélögum og hóetelum vegna þess að um hópferðir er að ræða og ferðin er ákveðin fyrir ákveðinn lágmarksfjölda með töluvert löngum fyrirvara. Hvernig stendur þá á því að einstaklingurinn getur með skömmum fyrirvara fundið sambærilega ferð fyrir sig og sinn eða sína nánustu á verulega lægra verði?

Eina sem vantar upp á ferðina sem pöntuð er á netinu og kostakjaratilboð ferðaskrifstofunnar er fararstjóri, en einstaklingurinn getur bætt úr því með því að kynna sér mál á netinu.

Seljendur þurfa að gera betur en þetta og ferðamiðlari sem getur ekki boðið neytendum ferðir á betra verði en þeir geta keypt á netinu á tæpast erindi við neytendur nema til að okra á þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 296
  • Sl. sólarhring: 697
  • Sl. viku: 4117
  • Frá upphafi: 2427917

Annað

  • Innlit í dag: 272
  • Innlit sl. viku: 3808
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband